Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Raunar er það svo að hundalógík og hræsni er að finna nánast hvert sem litið er við núverandi fyrirkomulag. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina – allavega stundum – fáránlega. Það er gott að vera alvitur samtímamaður sem lítur í baksýnisspegilinn og hlær góðlátlega að flónsku fortíðar, umvafinn öruggri vissu um að nú séum við búin að negla þetta. Munið þið þegar það var í lagi að hneppa fólk í þrældóm vegna þess hvernig húð þess var á litinn? Vandræðalegt. Já, og þegar blóðtaka þótti allra meina bót? Vitleysingar. Og guð, munið þið eftir því þegar það þótti töff að vera með sítt að aftan? Við ættum þó líklega ekki að hlæja of dátt. Því sama hvað við höldum verðum við, einn góðan veðurdag, flón fortíðar. En hvað ætli það verði í fari okkar sem mun vekja kátínu í bland við óhug með komandi kynslóðum? Verður það skeggvöxtur karlmanna krúttkynslóðarinnar sem líta út eins og fjöldaframleiddir tuskubangsar sem erfitt er að þekkja í sundur? Verður það offjárfesting okkar í vítamín-pillum sem sýnt er að geri lítið sem ekkert gagn? Verða það ofhlaðnir skápar okkar af fatnaði sem saumaður er af frelsissviptum börnum í Bangladess með blóðuga fingur og tóma maga? Eða: verður það meðferð okkar á mömmu hans Sölva Tryggvasonar? Allt er sjötugum fært Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason greindi frá því í vikunni að senn ætti móðir hans stórafmæli, hún væri að verða sjötug. Móðir Sölva er kennari og starfar hjá hinu opinbera. Sölvi sagði hana unga í anda, létta í spori og elska vinnuna sína. En frá og með næsta vori fá nem- endur ekki lengur að njóta leiðsagnar hennar og ákafa. Mömmu Sölva langar ekki til að hætta að vinna. En hún hefur ekkert um eigin örlög að segja. Því hún er fórnarlamb lögbundinnar tímaskekkju sem kveður á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná sjötíu ára aldri. Að reka fólk úr starfi vegna aldurs er mannvonska sem hlýtur að jaðra við brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Auðvitað á fólki að vera frjálst að láta af störfum um sjötugt óski það þess. En að skylda fólk til að hætta að vinna er æskudýrkun á sterum, fruntalegir fordómar og mismunun sem ætti ekki að leyfast. Eins og eftirfarandi dæmi sýna er sjötugt enginn aldur: l Gladys Burrill frá Hawai hljóp sitt fyrsta maraþon þegar hún var áttatíu og sex ára. Níutíu og tveggja ára sló hún met er hún varð elst kvenna til að hlaupa maraþon. l Þjóðverjinn Heinz Wenderoth var níutíu og sjö þegar hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Hannover. l Hollywood leikkonan Jessica Tandy var áttræð þegar hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Driving Miss Daisy. l Benjamín Franklín, stjórnmálafrömuður og einn landsfeðra Bandaríkjanna, var sjötugur þegar hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsinguna. l Thor Vilhjálmsson var sjötíu og tveggja þegar hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Morgunþula í stráum. l Málfríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi var 78 ára er hún gaf út fyrstu bók sína. Alls urðu bækur hennar sex. l Bretinn Bertha Wood fékk fyrstu bók sína út gefna þegar hún var hundrað ára. l Barbara Hillary var fyrst svartra kvenna til að ganga á Norðurpólinn. Hún var sjötíu og fimm ára. Þegar hún var sjötíu og níu skellti hún sér á Suðurpólinn. l Bandaríska myndlistarkonan Anna Mary Robertson Moses, kölluð Grandma Moses, sem var í miklu uppá- haldi m.a. hjá John F. Kennedy byrjaði ekki að mála fyrr en hún var sjötíu og sex ára. l Donald Trump er sjötugur (þótt meirihluti mannkyns kysi líklega að honum yrði gert að setjast í helgan stein). Sveigjanleg starfslok Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráð- herra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Óskandi er að sú vinna gangi hratt og örugglega fyrir sig svo að mamma hans Sölva Tryggvasonar fái að njóta góðs af henni. Lögbundin tímaskekkja #islenskaoperan · Miðasala: opera.is HRÍFANDI UPPLIFUN ÓPERA / LEIKRIT EFTIR POULENC & COCTEAU TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI TRYGGIÐ YKKUR MIÐA LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR FLYTJENDUR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR, ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR OG EVA ÞYRI HILMARSDÓTTIR Áfengisfrumvarpið liggur enn einu sinni fyrir á Alþingi, og þykir nú líklegra en áður til að hljóta brautargengi.Samkvæmt frumvarpinu verður það í höndum sveitarstjórna að veita einkaað- ilum leyfi til smásölu. Salan skal fara fram í afmörkuðum rýmum og einungis frá 9 að morgni til 24 að kvöldi. Áfengisauglýsingar verða sömuleiðis leyfðar. Sem fyrr stendur styr um frumvarpið, og virðast þeir sem mótfallnir eru í grófum dráttum skiptast í tvo hópa; þá sem óttast að aukið aðgengi muni hafa neikvæð áhrif á heilsu og hátterni landsmanna annars vegar, og hins vegar þá sem telja að úrval, verðlag og þjónusta komi til með að breytast til hins verra við brotthvarf vínverslana ÁTVR. Þessir hópar virðast sammála í andstöðu sinni, en ósammála innbyrðis um hvaða áhrif frjáls sala áfengis komi til með að hafa, enda ætti hærra verðlag og minna úrval samkvæmt öllum eðlilegum ályktunum að leiða til minnkandi neyslu. Eða hvað? Spurningin er því hvort fyrrnefndi hópurinn ætti ekki fremur að beita sér fyrir því að núverandi fyrirkomulagi verði breytt og aðgangur að áfengi takmarkaður enn frekar, jafnvel að sala áfengis verði bönnuð með öllu? Síðarnefndi hópurinn gæti þá barist fyrir því að ríkið taki yfir aðra vinsæla neysluvöru, eins og sölu á fatnaði og jafnvel matvöru líka, en samkvæmt þeirra hugmyndum myndi slíkt leiða til stóraukins úrvals, bættrar þjónustu og lægra verðs. Raunar er það svo að hundalógík og hræsni er að finna nánast hvert sem litið er við núverandi fyrirkomulag. Verslanir ÁTVR sækja umboð sitt og hlutverk í lög, og ber að búa til „umgjörð um smásölu áfengis sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu“. Verslanir ÁTVR eru 53 og hefur fjölgað um tæplega fjörutíu prósent frá aldamótum. Varla telst slík fjölgun umfram mannfjöldaþróun vænleg leið til að takmarka aðgang að skaðvaldinum? Ótalið er framboð af áfengi á veitingahúsum og börum. Aðgangur að áfengi er því sam- bærilegur við það sem gerist annars staðar, þó að hér starfi sérstök ríkiseinokunarverslun. ÁTVR er líka bannað að auglýsa, en gerir það engu að síður undir rós með yfirskini forvarna. Erlendir áfengis- framleiðendur auglýsa sömuleiðis óáreittir, auk þess sem netið gerir það að verkum að áfengisauglýsingar, beinar og óbeinar, eru fyrir allra augum alla daga, þótt þær séu bannaðar á blaði. Auglýsingabannið er því frauð eitt og snertir einungis innlenda framleiðendur og heildsala, og síðan náttúrulega innlendu fjölmiðlana sjálfa sem verða af mikilvægum tekjum. Ekki má þó loka augunum fyrir lýðheilsusjónarmiðum. Engum blöðum er um það að fletta að áfengi er skaðvaldur í lífi margra. Sannleikurinn er hins vegar sá að ÁTVR gegnir engu raunverulegu hlutverki í því, eða við að bæta áfengis- menningu landsmanna. Við ættum að geta tekið umræðu um hvernig best er að haga umgjörð um áfengi í okkar samfélagi án þess að ÁTVR sé þar upphaf alls og endir. ÁTVR-laus umræða 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -0 8 3 8 1 C 3 7 -0 6 F C 1 C 3 7 -0 5 C 0 1 C 3 7 -0 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.