Fréttablaðið - 28.02.2017, Blaðsíða 42
Katla er mörgum af góðu kunn
fyrir leik sinn í Föngum og Hjarta-
steini. Hún fór í síðustu prufurnar
fyrir Fanga daginn eftir ferming-
una og hreppti í kjölfarið hlutverk
Rebekku.
Fermingardagurinn var eftir-
minnilegur en Kötlu fannst sér-
staklega gaman í fermingarveisl-
unni. „Það var svo skemmtilegt
að hitta allt frændfólkið og hafa
gaman saman. Veislan var haldin í
sal Logos en amma mín vinnur þar
og gat fengið salinn lánaðan. Hluti
veitinganna var aðkeyptur en sumt
útbjuggum við sjálf,“ rifjar Katla
upp.
Boðið var upp á dýrindis
Mexíkósúpu, brauð úr Passion
bakaríi, heimagert pestó, úrval af
ostum og ljúffengar makrónur og
marenstertu. „Við vorum líka með
jarðarber, melónur, ananas og vín-
ber til að dýfa í súkkulaðibrunn
eins og sést vel á fermingarkjóln-
um mínum. Hann er allur í súkku-
laði,“ segir Katla sem valdi veit-
ingarnar sjálf. „Ég vildi hafa eitt-
hvað sem mér sjálfri finnst gott,
því þetta var minn dagur.“
Katla hafði hugsað sér að vera í
jakkafötum á fermingardaginn en
Þótt ég sé ekki
mjög trúuð er ég
samt viss um að einhver
vakir yfir okkur. Mér
finnst ferming vera hluti
af því að fullorðnast.
Katla Njálsdóttir
Katla var alltaf ákveðin í að fermast.
Katla með derhúfuna og Yrsa, litla systir.
Katla og foreldrarnir Þóra Pétursdóttir og Njáll Þórðarson og systirin Yrsa.
Skemmtilegast að hitta frændfólkið
Katla Njálsdóttir fermdist í Árbæjarkirkju þann 13. mars í fyrra. Dagurinn líður henni seint úr minni en hún var alltaf ákveðin í að fermast.
Katla tók þátt í undirbúningi veislunnar, valdi hvaða litir voru notaðir til að skreyta salinn og boðið var upp á uppáhaldsmatinn hennar.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
skipti um skoðun og valdi sér fal-
legan kjól úr versluninni Coral og
bar við hann fallegan kross sem
langamma hennar gaf henni fyrir
ferminguna. Kötlu þykir sérlega
vænt um krossinn en langamma
hennar lést nú í febrúar. Katla
ákvað síðan að vera í strigaskóm
við fermingarkjólinn og setti síðan
upp derhúfu í veislunni, og var fjöl-
skyldan sammála um að það væri
alveg í hennar anda.
Salurinn var fallega skreyttur,
að smekk Kötlu. „Ég valdi litina;
kopar, svart og hvítt. Ég skreytti
borðin með koparlitum steinum
sem við keyptum í Garðheimum,
lakkrísbitum, piparsúkkulaðikúl-
um, hvítum túlípönum og blöðrum.
Nammið kláraðist mjög fljótt,“ upp-
lýsir Katla sem fannst nokkuð sér-
stakt að vera í sviðsljósinu í heil-
an dag. „Það var mjög fyndið að
hafa athyglina á sér allan daginn.
Ég reyndi bara að bera mig vel,“
segir hún.
Í veislunni voru nokkur
skemmtiatriði. „Ég hélt spurninga-
keppni um sjálfa mig þar sem m.a.
var spurt hvenær ég eigi afmæli og
í hvaða skóla ég gangi. Vinur okkar
fjölskyldunnar var búinn að djóka
í mér að hann ætlaði að dansa ball-
ett úr Svanavatninu í veislunni.
Hann var viss um að ég myndi alls
ekki vilja það því það yrði svo vand-
ræðalegt en ég minnti hann reglu-
lega á það. Svo hann fór í svana-
búning og dansaði með sínum stíl í
veislunni, en hann tekur sjálfan sig
ekki mjög hátíðlega. Það sló alveg
í gegn.“
Frá því í 4. bekk var Katla
ákveðin í að fermast. „Mig langaði
alltaf að fermast og var með það á
„bucket-listanum“ mínum. Ég man
eftir að hafa farið í nokkrar ferm-
ingar þegar ég var yngri og fannst
það mjög gaman Svo fór ég nokkr-
um sinnum í Vindáshlíð og þótt ég
sé ekki mjög trúuð er ég samt viss
um að einhver vakir yfir okkur.
Mér finnst ferming vera hluti af
því að fullorðnast.“
Foreldrar Kötlu, Þóra Péturs-
dóttir og Njáll Þórðarson, gáfu
henni tveggja vikna enskunám-
skeið í Englandi í fermingargjöf.
Hún ætlar að nýta sér það núna í
júní og er mjög spennt að fara.
Daginn eftir ferminguna var
frí í skólanum og sá dagur varð
Kötlu sérstaklega minnisstæður.
„Þann dag fór ég í seinustu pruf-
urnar fyrir Fanga og fékk hlutverk-
ið í kjölfarið á því. Tökur fóru svo
fram um sumarið. Árið áður lék ég
í Hjartasteini. Ég missti af nokkr-
um tímum í fermingarfræðslu því
ég var í tökum en vann það upp og
presturinn sagði það allt í góðu,“
segir Katla sem verður fimmtán
ára í haust. Hún hefur ekki ákveð-
ið í hvaða framhaldsskóla hún fer
en langar mest á leiklistarbraut.
„Ég ætla að taka eitt skref í einu.“
Fermingargjöf sem gefur
Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf
sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið
eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra
fermingarbarnsins sem býr við fátækt.
Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr.
Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr.
Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is
eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400.
Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig.
Einfalt og gleðilegt.
Óskalistinn minn:
Rúm
Myndavél
Svefnpoki
iPod
Vefmyndavél
Handklæði
Teppi
Orðabók
Hálsmen
Svo væri gaman að fá
pening og „Gjöf sem
gefur“. Mig langar til
að einhver sem er ekki
eins heppinn og ég fái
að njóta með mér.
www.gjofsemgefur.is
Við systkinin erum munaðarlaus.
1.990 kr. fermingarskeyti á
Íslandi dugar fyrir 3 hænum.
Þær gefa okkur fullt af eggjum.
Eða við gætum fengið sparhlóðir.
Þá færi ekki allur dagurinn í að
leita að eldsneyti og við
hefðum meiri tíma til að læra.
5.000 kr. gjafabréf á Íslandi
myndi gefa okkur geit.
Namm! Mjólk og kjöt, ekki
lengur bara maísgrautur!
Eða kannski reiðhjól. Þá
kæmist ég á markað með
uppskeruna okkar og við
fengjum pening fyrir ýmsu
sem okkur vantar.
Óskalistinn minn:
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
30
69
1
FerMINgar Kynningarblað
28. febrúar 201720
2
8
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
5
6
-1
F
7
8
1
C
5
6
-1
E
3
C
1
C
5
6
-1
D
0
0
1
C
5
6
-1
B
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K