Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2017, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.02.2017, Qupperneq 64
„Ég ætlaði aldrei að fermast því ég trúði ekki á Guð. En svo þegar fermingarfræðslan byrjaði og allar vinkonurnar í skólanum fóru að fara þangað og tala um það sem þar fór fram leið mér eins og ég væri út undan og það fékk mig til að skipta um skoðun. Þannig að ég ákvað að fermast. Ég man að pabbi var mjög leiður því hann er trúlaus en hann fyrirgaf mér samt. Svo skráði ég mig úr þjóðkirkjunni nokkrum árum seinna og fór þá eftir sann- færingu minni.“ Fríða Rós fermdist í Kópavogs- kirkju og er  ekkert sérstaklega minnisstætt úr fermingarundir- búningnum nema þegar ákveð- ið var hvenær hver og einn skyldi fermast. „Presturinn útdeildi ferming- ardögunum þannig að við drógum um dagana og hann sagði okkur á undan að það væri ekki hægt að skipta um dag heldur yrðum við að sætta okkur við dagana sem við drægjum. Þetta hefur senni- lega verið til þess að dreifa fjöld- anum jafnt yfir sunnudagana svo ekki væru allt of margir á ein- hverjum vinsælum dögum. Ég var að æfa samkvæmisdansa á þessum tíma og daginn sem ég dró bar ein- mitt upp á Íslandsmeistarakeppni sem var um það bil það mikilvæg- asta sem hafði komið fyrir mig, fannst mér þá. Ég bað prestinn að leyfa mér að fermast einhvern annan dag og þegar hann sagði að það væri ekki hægt að breyta varð ég svo reið að ég grýtti Nýja testa- mentinu á borðið hjá honum. Ég viðurkenni alveg að ég var skap- stór á þessum árum,“ segir hún og hlær. „Þegar presturinn sá að mér var svona mikil alvara benti hann mér á að ég gæti kannski skipt við eitthvert annað fermingarbarn sem reyndist ekki vera neitt mál svo ég bæði fermdist og keppti í dansi þetta vorið.“ Eins og margir man Fríða Rós vel eftir fermingarfötunum sínum. „Ég fermdist í svörtum stuttbuxna- samfestingi, bol undir og mynstr- uðum nælonsokkabuxum og fór bæði í greiðslu og myndatöku. Veislan var mjög flott í minning- unni. Mamma hafði fundið ein- hvern kokk sem heilsteikti lamba- læri á sverðum yfir opnum eldi sem mér fannst mjög töff.“ Hún var mjög skynsöm þegar kom að fermingargjöfunum. „Allir fengu græjur frá foreldrum sínum en ég fékk nýjan glæsilegan dans- keppniskjól og úr. Svo fékk ég ein- hverja peninga og fyrir þá tók ég bílpróf þegar að því kom og geymdi þá ósnerta  inni á banka- bók þangað til,“ segir Fríða Rós að lokum. Ég bað prestinn að leyfa mér að fermast einhvern annan dag og þegar hann sagði að það væri ekki hægt að breyta varð ég svo reið að ég grýtti Nýja testamentinu á borðið hjá honum. Ég viðurkenni alveg að ég var skapstór á þessum árum. Fríða Rós Valdimarsdóttir Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Fríða Rós Valdimarsdóttir ákvað að nota fermingarpeningana skynsamlega og tók bílpróf fyrir þá þegar hún hafði aldur til. MyNd/EyþóR Fríða Rós æfði samkvæmisdans og litlu munaði að hún missti af Íslandsmeistara- móti þegar fermingardagurinn stangaðist á við mótið. Allt fór þó vel að lokum. Tók bílpróf fyrir fermingarpeningana Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var búin að ákveða að fermast ekki. En þegar félagarnir fóru að ganga til prestsins langaði hana að vera með. Mest spennandi í fermingarfræðslunni var að draga um daginn sem skyldi fermast. Við gerum veisluna þína girnilega! NAM býður upp á ljúffengan og fallegan mat með áhrifum frá Austur-Asíu. Taktu bragðlaukana á flug og pantaðu Banh Mi samlokubakka eða aðra veislubakka fyrir litlar og stórar veislur, fundi og aðra mannfagnaði. Kynntu þér málið á namreykjavik.is. Nýbýlavegi 6 og N1 Bíldshöfða 2 Þessar ljúffengu hummusbollur eru ótrúlega næringarríkar, einfaldar og auðveldar í matreiðslu. Fínasti réttur á fermingarhlaðborðið, heit­ ar eða kaldar. Uppskriftin kemur frá Sæunni Ingibjörgu Marinós­ dóttur sem heldur úti vefnum Hug­ myndir að hollustu. 1 krukka kjúklingabaunir 1 msk. tahini 2 msk. mangó chutney Raspurinn 3 msk. graskersfræ 1 tsk. reykt paprikukrydd Sósan 1 dl sojamjólk 5-6 sólþurrkaðir tómatar 1 hvítlauksgeiri Skolaðu baunir vel og mauk­ aðu saman við tahini og mangó­ chutney. Hakkið graskersfræ í gróft duft og blandið saman við paprikuk­ ryddið (ég mæli með reykta papr­ ikukryddinu frá Pottagöldrum). Mótið bollur úr baunamaukinu og veltu þeim upp úr duftinu. Bakið bollurnar við 180 gráður í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær verða örlítið stökkar að utan. Á meðan bollurnar bakast skal búa til sósuna með því að mauka hráefnin saman í matvinnsluvél. Sigtaðu hratið frá ef eitthvað er. Berið bollurnar fram með sós­ unni, helst sem fingramat. Heimild: www.hugmyndiradhollustu.is LjúffengaR hummuSboLLuR FERMiNgAR Kynningarblað 28. febrúar 201742 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 5 -F 7 F 8 1 C 5 5 -F 6 B C 1 C 5 5 -F 5 8 0 1 C 5 5 -F 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.