Fréttablaðið - 28.02.2017, Page 80

Fréttablaðið - 28.02.2017, Page 80
TónlisT Kammertónleikar HHHH Kvintettar eftir Mozart í Kammer- músíkklúbbnum norðurljós í Hörpu laugardaginn 25. febrúar Flytjendur: Auryn-kvartettinn og Ásdís Valdimarsdóttir Karlmenn á efri árum eru gjarnan í erfiðleikum með blöðruháls- kirtilinn. Þeir þurfa þá oftar að fara á klósettið en aðrir. Mikil búbót var því fyrir Kammermúsíkklúbbinn að flytja í Hörpu úr Bústaðakirkju, þar sem hann hafði verið lengi. Í kirkjunni er bara eitt klósett fyrir almenning og gestir klúbbsins, sem flestir eru komnir við aldur, voru yfirleitt í mestu vandræðum í hléinu. Sem betur fer er nóg af klósettum í Hörpu! Klúbburinn er sextugur um þessar mundir og var afmælinu fagnað um helgina. Mikið hefur gerst síðan hann varð til. Ásamt Tónlistarfélag- inu sáluga var hann í lengri tíma eini vettvangurinn fyrir kammertónlist á Íslandi. Nú er öldin önnur, ýmsir kammerhópar eru hér starfandi og spila þeir víða um völl. Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins eru haldnir í Norðurljósum og eru venjulega fjölsóttir. Sú var raunin á laugardaginn, en sami tónlistar- hópur kom líka fram daginn eftir. Á efnisskránni voru strengjakvintettar eftir Mozart; fyrri daginn nr. 1, 5 og 3, en nr. 4, 6 og 2 á sunnudeginum. Flytjendur voru hinn heimsþekkti Auryn-kvartett ásamt Ásdísi Valdi- marsdóttur víóluleikara. Kvintettarnir tveir fyrir hlé voru í dúr-tóntegund, en mollinn réð ríkjum í kvintettinum eftir hlé. Fyrir þá sem ekki vita er dúrinn bjartur og glaðlegur, en mollinn dapurlegur og myrkur. Stundum er sagt að Mozart sé betri í moll en í dúr, þótt vissulega séu til undantekningar. Undirritaður er á þessari skoðun; tónskáldið nær einhverri dýpt sem oft er fjarverandi í dúrnum. Hvað er fegurra en 40. sin- fónían í g-moll, píanókonsertarnir nr. 20 og 24 í d- og c-moll, píanó- sónatan í a-moll eða fiðlusónatan í e-moll? Það var alltént skemmtilegra á tónleikunum eftir hlé. Flutningurinn þar á undan var samt framúrskar- andi, túlkunin var kraftmikil en stíl- hrein. Tæknilega séð örlaði aðeins á óhreinum tónum í fyrri kvintett- inum, en þeir hurfu þegar hljóðfæra- leikararnir voru komnir almennilega í gang. Kannski var leikurinn eilítið gleðisnauður, spilararnir voru eins og þaulreyndir bankamenn á við- skiptafundi, frekar en innblásnir listamenn. Hinsvegar var flutningurinn á síðasta kvintettinum í g-moll eftir hlé þrunginn skáldavímu, tónlistin var háleit og unaðsleg. Fimmmenn- ingarnir spiluðu eins og einn maður, samspilið var fágað og smáatriðin í tónmálinu nostursamlega útfærð. Hröð tónahlaup voru útfærð á óað- finnanlegan hátt, hrynjandin var hárnákvæm og snörp, allar hend- ingar fagurlega mótaðar. Það var dásamleg upplifun. Jónas Sen niðursTaða: Kvintettinn var nokkra stund að komast í gang, en svo héldu þeim engin bönd. Dökkur Mozart er betri Kv i k my n d a h á t í ð i n Stockfish stendur nú sem hæst í Bíó Paradís og að þessu sinni er lögð áhersla á umhverfismálin. Á meðal mynda sem takast á við umhverfismál með einum eða öðrum hætti er heimildarmyndin Línudans eftir Ólaf Rögnvaldsson. Myndin lýsir tæplega fimm ára baráttu bænda, landeigenda og náttúruverndar- samtaka gegn lagningu Blöndulínu 3, sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð, Skagafjörð, Öxnadals- heiði og Hörgárdal. Ólafur segir að áhugi hans á efninu hafi fyrst vaknað fyrir hálfgerða til- viljun. „Ég kynntist fólki úr Skaga- firðinum árið 2011 en um vorið 2012 komu þessir sveitungar saman í fyrsta skipti til þess að setjast yfir þessi mál og funda í gömlu fjárhúsi í Skagafirði. Það var rétt eftir að frum- matsskýrslan kom út og ég sá fljót- lega að mig langaði til þess að gera mynd um þessa baráttu frá upphafi til enda. Ég vissi að þetta væri öflugur hópur fólks sem hefði þekkingu á mörgum sviðum og að auki bæði bar- áttuglatt fólk og skemmtilegt. Ég vissi líka að þetta yrði engin venjuleg barátta því mér fannst ég hafa nasasjón af því frá upphafi. Þannig að ég mætti hjá þeim á þennan fyrsta fund og fylgdi þessu eftir í ein tvö ár áður en ég fór að leita að fjármögnun eða einhverju slíku. Þetta snerist líka ekki síður um áhuga minn á því að menn passi upp á íslenska nátt- úru. Eins hef ég gaman af því að gera myndir um baráttu fólks þannig að þarna gat ég sameinað þessi áhuga- mál mín.“ Ólafur segir að heimildarmyndir geti verið ákaflega gott og mikilvægt verkfæri í baráttu fyrir góðum mál- efnum á borð við þessi. „Það er mikil- vægt að skrásetja þessi mál og þessi mynd spannar vel á fimmta ár og það hefur mjög mikið gerst á þeim tíma. Upphaflega sagði Landsnet að það væri fullkomlega óraunhæft að gera þetta með þeim hætti sem farið var fram á, vegna þess að það kosti fimm til sex sinnum meira að setja þetta í jörð. En baráttan gengur ekki út á það að koma í veg fyrir línu- lögnina, því það átta sig allir á því að það þarf að styrkja netið, heldur með hvaða hætti það er gert og hvaða áhrif það hefur á umhverfið. E n þ a ð s e m almenningur áttar sig ekki á er þessi stærðargráða. Þegar menn tala um að það vanti rafmagn í mjólkurbúið á Akureyri eða eitthvað slíkt þá þarf ekki 220 kV háspennulínu til þess. Það er eins og að Vegagerðin segði að vegna þess að umferðin hafi aukist þá þurfi að breikka vegina um þrjár akreinar í hvora átt. Þá skilja það allir að það er bull. En þegar talað er um línurnar þá er treyst á þekkingarleysi vegna þess að fólk skilur ekki þessar stærðir. Landsnet treystir á vanþekkingu almennings og skammtar fólki upp- lýsingar úr hnefa og það mjög tak- markað og sér í hag.“ Þrátt fyrir að málinu sé í raun ekki lokið ákvað Ólafur að ljúka gerð myndarinnar enda er ekki nýrra frétta að vænta á næstunni. „Þeir voru gerðir afturrækir með þessa línu fyrir ári síðan af því að þeir fóru ekki að lögum. Það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan, þannig að staðan er í raun og veru þannig nú að línan er í salti og það veit enginn hvað verður. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt mál við það sem var í gangi á Suður- nesjum þar sem þeir voru gerðir afturreka líka eftir baráttu fólksins þar og ég kem líka inn á það mál í minni mynd.” Línudans verður frumsýnd á Stock- fish í dag kl. 18 og þar gefst gott tæki- færi fyrir þá sem vilja kynnast þessu áhugaverða máli betur. magnus@frettabladid.is Treyst á vanþekkingu Í dag verður frumsýnd á Stockfish heimildarmyndin Línudans eftir Ólaf Rögnvaldsson sem hefur sérstakan áhuga á að mynda baráttu fólks og vill að við hugum betur að umhverfinu. Úr heimildarmyndinni Línudans sem verður frumsýnd á Stockfish í dag. Ólafur Rögnvaldsson, leikstjóri Trausti fasteignasala, trausti@trausti.is, s.546-5050, Vegmúla 4, 108 Reykjavík Flétturimi 8, 112 Reykjavík Skúlagata 40b Birkihlíð 1, Kjós. Opið hús í dag, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30-18:00 Einstaklega rúmgóð og björt alls 107,8m2. 3ja herb. íbúð á 1. hæð með útgengt út á pall frá stofu. Nýlega endurnýjað baðherbergi. Í sameign er vagna- og hjólageymsla. Sameignin er mjög snyrtileg og húsinu hefur verið vel við haldið. 12m2. geymsla í kjallara fylgir eigninni. Verð: 38,9 millj. Opið hús í dag, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30-18:00 Falleg og björt 2ja herb. íbúð fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin er 84,5 fm. með útgengt út á 36 m einkaverönd.Veislusalur, sauna og heitur pottur í sameign og aðgang- ur að mötuneyti á Vitatorgi. Stæði er í bílageymslu. Gott aðgengi að húsinu með tilliti til umferðar og bílastæða fyrir gesti. Verð: 37,9 millj. Einstök íbúðarhúsalóð í landi Þúfukots í Kjósahreppi. Jörðin er ágætlega stað- sett í u.þ.b. tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Svæðið hefur verið ræktað töluvert. Jörðin býður upp á mikla möguleika, er í senn náttúruperla með frábæru útsýni í næsta nágrenni við Reykjavík. Verð: Tilboð OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Kristján Baldursson hdl. löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari. S: 867-3040 Guðbjörg Matthíasdóttir. hdl. Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna- fyrirtækja- og skipasölu. S: 899-3984 Bryndís Bára Eyjólfsdóttir Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-fyrirtækja og skipasölu. S: 616-8985 Guðbjörg G Sveinbjörnsdóttir Sölustjóri. Viðskiptafr. lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, leigumiðlari. S: 899-5949 2 8 . F e b r ú a r 2 0 1 7 Þ r i ð J u D a G u r28 M e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ð menning 2 8 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 5 5 -E E 1 8 1 C 5 5 -E C D C 1 C 5 5 -E B A 0 1 C 5 5 -E A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.