Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 4
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.FIAT.IS 4X4 FJÓRHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 4.690.000 kr. 1.4 BENSÍN 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR 2.0 DÍSEL 140 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ 4.890.000 kr. 4X2 FRAMHJÓLADRIFINN VERÐ FRÁ 3.990.000 kr. 1.6 DÍSEL 120 HÖ. SJÁLFSKIPTUR KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJAN OG GLÆSILEGAN ÁRA5ÁBYRGÐ fiat.is heilbrigðismál Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, fram- kvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysa- deildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opn- unartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfs- vígshætta aukist. „Þetta er nú eigin- lega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann. María bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef við- komandi segist vera í sjálfsvígshug- leiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamót- tökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geð- deild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækn- ingum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugs- andi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgar- spítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin sam- keppni verið. Hann telur að þjónusta við geð- sjúka hafi snarversnað eftir sam- einingu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfs- morðshugleiðingum fái ekki þjón- ustu er alveg óhugsandi,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum Geðlæknir telur að skertur opnunartími bráðamóttöku geðsviðs auki sjálfsvígshættu. Bið á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi sé of löng. Segir þjónustu við geðsjúka hafa versnað frá því um aldamótin. Bráðamóttaka geðsviðs LSH er ekki opin á kvöldin heldur er þjónustan veitt í Fossvogi. FréttaBLaðið/Eyþór Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir Það sem hins vegar skiptir miklu máli er að æ færri konur fara aftur heim til ofbeldismanns. Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins viðskipti Á árlegum kynningar- fundi Alvogen og Alvotech í gær kom fram í ræðu Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og stofnanda Alvotech, að um 90 prósent af hagn- aði fyrirtækisins á síðasta ári hafi komið frá mörkuðum sem stýrt er af konum. „Vöxtur okkar hefur verið ævintýri líkastur og það er áhugaverð staðreynd að konur stýra okkar stærstu markaðssvæðum og þær hafa allar verið farsælar í sínu starfi,“ sagði Róbert meðal annars. Á Íslandi starfa um 200 vísinda- menn í Hátæknisetri systurfyrir- tækjanna og þar af er um helm- ingur konur. „Við sjáum hlutdeild líftæknilyfja aukast á næstu árum og markmið okkar hjá Alvotech er að vera í fremstu röð. Vísindamenn og sérfræðingar á Íslandi koma frá 20 löndum og við erum ánægð með þá miklu fjölbreytni sem er innan fyrirtækisins,“ bætti Róbert við. – bb Konur leiða uppbyggingu Alvogen og Alvotech samfélagsmál Dæmi eru um að um og yfir þrjátíu einstaklingar séu í Kvennaathvarfinu á sama tíma vegna húsnæðisvanda í borginni. Dvalartími einstaklinga lengist ár frá ári. Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfsins, segir það hins vegar ekki al slæmar fréttir. „Við erum að sjá að dvalartími er að lengjast og fleiri einstaklingar sækja til okkar í þjónustu. Við vitum að húsnæðismarkaður á höfuð- borgarsvæðinu er mjög erfiður og því sjáum við lengri dvalartíma hjá okkur,“ segir Sigþrúður. „Það sem hins vegar skiptir miklu máli er að æ færri konur fara aftur heim til ofbeldismanns. Við töldum og óttuðumst kannski að konur myndu þá fara frekar heim til ofbeldismanns. Það sem er að raun- gerast núna er að konur eru þá að dvelja lengur hjá okkur í þeirri von að komast í nýtt húsnæði. Það er í sjálfu sér gleðiefni.“ Á árinu 2016 voru að meðaltali níu börn í athvarfinu á hverjum tíma og meðaldvalartími þeirra um 41 dagur. Þorsteinn Víglundsson vel- ferðarráðherra sagðist í viðtali við Fréttablaðið í lok janúar ætla að skoða mál skjólstæðinga Kvennaat- hvarfsins í samráði við athvarfið og Reykjavíkurborg. – sa Húsnæðisvandi ýtir konum ekki heim til ofbeldismanna samfélag Yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum í þriðja lestrarátaki Ævars vísinda- manns en alls hafa um 177 þúsund bækur verið lesnar í þessum átaks- verkefnum. Krakkar um allt land tóku þátt, en einnig sendu íslenskir krakkar erlendis inn lestrarmiða; frá Bandaríkjunum, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu og Perú. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dró svo fimm nöfn úr lestr- arátakspottinum en börnin verða gerð að persónum í nýrri bók eftir Ævar Þór, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út með vorinu. Krakk- arnir koma úr Fellaskóla, Giljaskóla, Lágafellsskóla, Hörðuvallaskóla og Seljaskóla. – bb Aldrei fleiri bækur lesnar Húsnæðismarkaðurinn reynist mörgum erfiður. FréttaBLaðið/ViLHELm 9 . m a r s 2 0 1 7 f i m m t U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -9 B 9 4 1 C 6 9 -9 A 5 8 1 C 6 9 -9 9 1 C 1 C 6 9 -9 7 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.