Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 64
Þetta er draumurinn okkar – við létum hann verða að veruleika,“ segir Sindri Snær Jens-son en hann og Jón Davíð Davíðsson eru eigendur og stofnendur tískuvöru- verslunarinnar Húrra Reykjavík. Þeir félagarnir höfðu þekkst lengi og báðir unnið við tísku og verslun í mörg ár, en að eiga eigin búð hafði ávallt verið draumur þeirra beggja. „Ég var búinn að vinna í tísku- búðum síðan ég var 17 ára og sá það fljótlega að þetta var það sem mig langaði til að gera. Svo byrjaði Jón að vinna þar með mér – þetta var í Retro sem var í Smáralind. Við vorum auð- vitað báðir – veit ekki hvort þetta er kannski ofsagt – ástfangnir af tísku en þetta fangaði huga okkar,“ segir Sindri. „Smásölu auðvitað líka,“ bætir Jón við. „Já, einmitt, þetta er svo skemmti- legt,“ segir Sindri um að vinna í verslun, „þú ert að díla við fólk allan daginn, það getur í raun hver sem er komið inn um dyrnar og þú þarft að takast á við það. Þannig að ég sá það mjög fljótt að mig langaði til að eignast eigin búð einn daginn.“ Hugmyndin varð til árið 2013 þegar Jón var að keyra Sindra út á flugvöll eftir jólafrí. „Þá varð til þessi hugmynd um að opna fatabúð með „streetwear“. Við ræddum þetta hvern einasta dag eftir að hann fór út í gegn um Skype í klukkutíma, einn og hálfan tíma á dag – upp úr því ákváðum við að kýla á þetta og hófum undirbúningsvinnuna.“ Úr kjallaranum hennar mömmu á Hverfis- götuna Í apríl árið eftir flytur Sindri heim og þá snýst allt um að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Við erum þá með aðstöðu í kjallaranum heima hjá mömmu minni. Þar erum við með „stjórnherbergi“ þar sem við tökum heila tvo mánuði í að vinna viðskiptaáætlun.“ „Við lögðum allt það fé sem við áttum á þessum tíma í þetta, seldum vörur fyrirfram til vina og vanda- manna fyrir þrjár milljónir og fengum síðan bankalán – sem við erum svo gott sem búnir að greiða.“ Það var að vonum stór stund þegar þeir fóru sjálfir og sóttu fyrstu sendinguna í verslunina. „Við vorum að missa okkur úr gleði. Ég átti ekki bíl en Jón Davíð átti lítinn Polo, sem hann á reyndar enn, og við fórum sex ferðir niður á Sundahöfn af því að við vildum ekki borga sendiferðabíl. Þeir hlógu svo mikið að okkur í Vöru- hótelinu, einhverjir tveir gæjar að koma þarna margar, margar ferðir með pallettuna fyrir utan.“ Margir sperrtu þó eyrun þegar þeir heyrðu að verslunin yrði til húsa á Hverfisgötunni. „Það voru vinir okkar sem spurðu okkur hvað við værum að pæla, „ætliði að selja einhverjar tuskur á Hverfisgötunni? Það er enginn að labba þarna, þetta er rónagata“.“ Hvað er næst? Sindri og Jón hafa prófað sig áfram með ýmislegt, þar á meðal að gefa út tískutímarit og segjast vilja gera meira af því. Síðan vilja þeir opna vefverslun sína fyrir erlendar pant- anir. „Svo er gaman að segja frá því þó að það sé á frumstigi að við höfum fengið fyrirspurnir frá erlendum fjár- festum sem hafa áhuga á að opna Húrra-búðir þar. Aðspurðir hvort standi til að fram- leiða eigin fatalínu segja þeir að það sé ákveðinn draumur sem þeir séu að skoða. „Við erum með stóra drauma og viljum gera hlutina vel.“ stefanthor@frettabladid.is ætliði að selja ein- hverjar tusk- ur á hverfis- götunni? Það er enginn að labba Þarna, Þetta er róna- gata. ER Í FULLUM GANGI! YFIR 100 VINSÆL VÖRUMERKI OPNUNARTÍMAR : MÁN - FÖS : 12 - 18 | LAU : 12 - 18 | SUN : 13 - 17 L A G E R S A L A R I S A I @ GLÆSIBÆR (áður Útilíf) verð frá : 500 kr . ALLT AÐ 80% AF SLÁTTUR Sindri Snær og Jón Davíð hönnuðu og smíðuðu eigin verslun sjálfir og náðu í fyrstu sendinguna sjálfir niður á höfn. MynD/Snorri BJörnSSon Þeir sindri snær jensson og jón Davíð Davíðsson höfðu báðir unnið lengi í tískuverslunum og fengu þá flugu í höfuðið ein jólin að stofna eigin verslun. FréttaBlaðið/Hanna létu sameiginlegan draum rætast 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r52 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 9 -D 1 E 4 1 C 6 9 -D 0 A 8 1 C 6 9 -C F 6 C 1 C 6 9 -C E 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.