Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 48
Körfubolti Svo gæti farið eftir leiki kvöldsins í lokaumferð Domino’s- deildar karla að eitt lið með 22 stig missi af úrslitakeppninni en að annað lið með 22 stig endi í fimmta sæti. Úrvalsdeild karla hefur sjaldan verið jafnari en í ár og þótt úrslit síð- ustu umferðar hafi komið í veg fyrir úrslitaleiki um deildarmeistaratitil og fall þá er mikið undir í leikjum kvöldsins. Margir möguleikar í stöðunni Fréttablaðið hefur legið yfir mögu- legum útkomum eftir lokaumferð- ina í kvöld og þar eru margir mögu- leikar fyrir liðin sem keppa um laus sæti í úrslitakeppninni. KR hefur tryggt sér deildarmeist- aratitilinn, Skallagrímur og Snæfell eru fallin og Haukarnir eru fastir í einskismannslandi í 10. sætinu. Stjarnan og Tindastóll keppa um 2. sætið og mögulegan heimavallar- rétt í undanúrslitum komist þau þangað, þannig að það er mikið undir hjá þeim þótt sætið í úrslita- keppninni og heimavallarréttur í átta liða úrslitum séu í höfn fyrir löngu síðan. Tindastóll verður alltaf ofar endi liðin með jafnmörg stig. Málið flækist hins vegar þegar við skoðum stöðu hinna fimm liðanna. Keflavík og Þór Þorlákshöfn eru bæði með 22 stig og örugg inn í úrslitakeppnina. Hin þrjú liðin sem gætu endað með 22 stig, Þór Akur- eyri, ÍR og Njarðvík, eru ekki örugg en þó í misgóðri stöðu. Akureyrar- Þórsarar búa að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti Njarð- vík en eru hins vegar verri innbyrðis á móti ÍR. ÍR-ingar gætu því komist í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap á móti Keflavík ef Snæfell vinnur Þór Akureyri og Njarðvík vinnur Þórs- ara úr Þorlákshöfn. Verða að vinna í kvöld Eina liðið sem verður að vinna til að eiga einhverja von er Njarðvík. Það er ekki hægt að reikna liðið inn í úrslitakeppnina nema ef það vinnur í Þorlákshöfn. Það gæti meira segja ekki dugað ef öll fimm liðin verða jöfn með 22 stig því þá sæti Njarðvík eftir í 9. sætinu. Njarðvíkingar eru verri innbyrðis á móti öllum. Akureyrar-Þórsarar eru í mjög góðri stöðu enda á heimavelli á móti neðsta liðinu í deildinni. Snæ- fell hefur ekki unnið leik í vetur og Þórsliðið er öruggt inn með sigri. ÍR-ingar geta hoppað hæst af liðunum í sjöunda til níunda sæti eða alla leið upp í 5. sætið og þeir eru á heimavelli þar sem liðið hefur unnið sex leiki í röð. Mótherjinn er hins vegar ekki af verri endanum, eða endurfætt Keflavíkurlið sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Horfa líka upp Lið Keflavíkur og Þórs úr Þorláks- höfn geta bæði horft ofar í töfluna og draum- ur um heima- vallarrétt í átta liða úrslitum lifir hjá báðum l i ð u m . Þ a ð ve r ð u r þ ó aldrei nema e f G r i n d a - víkinga mis- stíga sig á móti föllnum Borg- nesingum. Hér á síðunni er farið yfir möguleika liðanna fimm sem þurfa að treysta bæði á sig og aðra í kvöld. ooj@frettabladid.is Liðin í 5. til 9. sæti geta öll endað með 22 stig Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þar kemur í ljós hvaða lið hreppa síðustu sætin í úrslitakeppnina. Fréttablaðið skoðar möguleikana. Matthías Orri Sigurðarson á mikinn þátt í uppgangi ÍR eftir áramót en liðið þarf að ná í úrslit í kvöld til að komast í úrslitakeppnina. FRéttablaðið/ERniR KR 1. sæti tindastóll 2. eða 3. sæti Stjarnan 2. eða 3. sæti Haukar 10. sæti Skallagrímur 11. sæti Snæfell 12. sæti Grindavík: 4. til 6. sæti Fyrir bjartsýna: Grindavík tryggir sér fjórða sætið með sigri á Skalla- grími á heimavelli. Fyrir svartsýna: Grindavík getur dottið niður í 6. sætið, tapi liðið fyrir Skallagrími á sama tíma og Þór Þorlákshöfn og Keflavík vinna sína leiki. Grindavík er verri inn- byrðis á móti bæði Keflavík og Þór Þorl. Þór Þorl: 4. til 7. sæti Fyrir bjartsýna: Þórsarar geta náð 4. sætinu, vinni þeir Njarð- vík á sama tíma og Grindavík og Keflavík tapa bæði sínum leikjum. Þór er með betri innbyrðisstöðu á móti Grindavík og Keflavík. Fyrir svartsýna: Þórsarar geta farið alla leið niður í 7. sæti. Það myndi gerast ef þeir tapa á móti Njarðvík á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Þór Akureyri vinnur Snæfell. Keflavík: 4. til 7. sæti Fyrir bjartsýna: Keflvíkingar geta náð 4. sætinu, vinni þeir ÍR á sama tíma og Grindavík og Þór Þorláks- höfn tapa bæði sínum leikjum. Keflavík er með betri innbyrðis- stöðu á móti Grindavík. Fyrir svartsýna: Keflvíkingar geta farið alla leið niður í 7. sæti en þá þurfa úrslitin að vera þeim afar óhagstæð. Það myndi gerast ef þeir tapa stórt á móti ÍR sama tíma, Njarðvík vinnur Þór naumlega og Snæfell vinnur Þór Akureyri. Þór ak.: 6. til 9. sæti Fyrir bjartsýna: Þórsarar komast ekki ofar en í sjötta sætið en þeir myndu enda þar með sigri á Snæ- felli á sama tíma og Keflavík vinnur ÍR og Njarðvík vinnur Þór Þorláks- höfn. Fyrir svartsýna: Þórsarar missa ekki af úrslitakeppninni nema ef þeir tapa á móti Snæfelli á sama tíma og Njarðvík vinnur sinn leik. Þórsarar eru bestir innbyrðis ef þeir eru jafnir ÍR og Njarðvík en ÍR er aftur á móti betra innbyrðis á móti Þór verði þau tvö bara jöfn. ÍR: 5. til 9. sæti Fyrir bjartsýna: ÍR-ingar geta kom- ist alla leið upp í fimmta sætið en til þess þurfa þeir að vinna Keflavík, Snæfell að vinna Þór Akureyri og Njarðvík að vinna Þór Þorlákshöfn. Fyrir svartsýna: ÍR-ingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Keflavík á sama tíma og Þór Akureyri vinnur Snæfell og Njarðvík vinnur Þór úr Þorlákshöfn. njarðvík 6. til 9. sæti Fyrir bjartsýna: Njarðvíkingar komast hæst upp í sjötta sætið ef þeir vinna Þór Þorlákshöfn með meira en 16 stigum, Keflavík vinnur ÍR og Snæfell vinnur Þór Ak. Fyrir svartsýna: Njarðvíkingar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Þór Þorlákshöfn. Stig liðanna fyrir lokaum- ferðina: 34 stig KR 30 stig Tindastóll og Stjarnan 24 stig Grindavík 22 stig Þór Þorl. og Keflavík 20 stig Þór Ak., ÍR og Njarðvík 16 stig Haukar 14 stig Skallagrímur 0 stig Snæfell Svona lítur lokakvöld deildarkeppninnar út fyrir liðin í Domino’s-deildinni Fyrstu landsliðsmörkin tryggðu fyrsta sigurinn á Algarve-mótinu fótbolti Ísland bar sigurorð af Kína, 2-1, í leik um 9. sætið á Al- garve-mótinu í gær. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á mótinu en það tapaði einum leik og gerði tvö jafntefli. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði bæði mörk Íslands í leikn- um. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Málfríðar, í þrítugasta landsleik hennar. Bæði mörkin komu eftir horn- spyrnur. Málfríður kom Íslandi í 1-0 á 8. mínútu með skoti úr þröngu færi eftir hornspyrnu Thelma Bjarkar Einarsdóttur og skalla Guðmundu Brynju Óladóttur. Wang Shanshan jafnaði metin á 36. mínútu en Mál- fríður skoraði annað mark sitt á 48. mínútu eftir hornspyrnu Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Sigurinn nærir alltaf. Það er alveg sama hvenær hann kemur. Leikmenn voru klókir að teygja sig eftir sigrinum,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið. Hann var að vonum ánægður með hvernig íslenska liðið nýtti föstu leikatriðin í leiknum í gær. „Kínverjarnir eru reyndar mjög öflugir í loftinu en við vorum búin að undirbúa okkur vel og eitt af markmiðum leiksins var að skora eftir fast leikatriði. Það kom ekk- ert annað til greina en skora og við gerðum tvö,“ sagði Freyr sem var glaður fyrir hönd Málfríðar. „Ég veit alveg hvað Fríða getur gert í föstum leikatriðum, þannig að þetta kom ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Freyr kvaðst að mestu ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum í gær, fyrir utan kaflann um það leyti sem Kínverjar jöfnuðu metin. Markið kom eftir slæm og sjaldséð mistök Glódísar Perlu Viggósdóttur. „Ég var ánægður með nokkra sóknarkafla. Við vorum að spila á móti liði sem spilar 4-4-2 og ætl- uðum okkur að reyna að spila á milli línanna hjá þeim. Ég var hins vegar mjög óánægður með kaflann í kringum markið sem við fengum á okkur,“ sagði Freyr. „Þar vorum við að reyna barnalega hluti sem okkur var refsað fyrir. En leikmenn unnu sig út úr því og sýndu vilja með því að ráðast á andstæðinginn og ná aftur tökum á leiknum. Svo fannst mér gott að sjá hugarfarið að vilja gera allt til að vinna.“ – iþsMálfríður Erna skoraði bæði mörk íslenska liðsins í gær. FRéttablaðið/GEtty 9 . m a r s 2 0 1 7 f i m m t u D a G u r36 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 9 -C 8 0 4 1 C 6 9 -C 6 C 8 1 C 6 9 -C 5 8 C 1 C 6 9 -C 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.