Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 6
Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA StjórnSýSla Fiskistofa greiðir tugi milljóna í biðlaun vegna samninga sem voru gerðir við starfsmenn þegar þeir létu af störfum við flutn- ing stofnunarinnar frá Hafnarfirði til Akureyrar í ársbyrjun 2016. Tveir starfsmenn, sem Fréttablaðið ræddi við og voru báðir millistjórn- endur hjá stofnuninni, fá hvor um sig greidd laun í heilt ár vegna starfslokanna. Þeir áætla að kostn- aður stofnunarinnar vegna launa og launatengdra gjalda sé samtals um 25 milljónir króna. „Við erum ekki búin að taka saman alla kostnaðarliði en í þessu róti í kringum þetta þá var náttúrlega fólk sem sá fram á að það væri að missa vinnuna og það voru fundnar leiðir til að lenda því mjúklega. Hvort sem það heitir starfslokasamningar eða annað þá var reynt að gera það á mannlegan hátt,“ segir Eyþór Björnsson fiski- stofustjóri. Eyþór segir að ellefu manns hafi látið af störfum beinlínis vegna flutninga stofnunarinnar. Hann segir að ekki hafi  allir fengið greiðslur vegna starfsloka og þeir sem fengu greiðslur hafi fengið mis- jafnlega mikið. Það hafi farið eftir starfslokarétti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í júní síðastliðnum um flutning ríkisstarfsemi milli landshluta segir að Ríkisendurskoðun telji ekki tímabært að meta framkvæmd, ávinning og árangur af flutningi höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyr- ar. Áhrif flutningsins séu ekki enn að fullu komin í ljós. „Samkvæmt mati fiskistofustjóra verður mögu- legt að meta áhrif flutninganna á seinni hluta árs 2017 eða fyrri hluta árs 2018 þó að þeim verði ekki að fullu lokið. Áhrif fyrstu skrefanna eru þó að einhverju leyti komin fram og tilefni er til að skoða nánar aðdraganda og undirbúning flutn- inganna,“ segir í skýrslunni. Þar kemur líka fram að í fjárlög- um ársins 2015 voru 130 milljónir króna veittar til flutningsins. Eyþór segist ekki geta sagt til um hvort kostnaðurinn verði umfram það. Verið sé að hefja vinnu við að taka saman kostnaðinn sem til fellur. Skýrslan verði síðar kynnt, meðal annars sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra. jonhakon@frettabladid.is Greiða tugi milljóna vegna uppsagna Kostnaður Fiskistofu vegna uppsagna sem tengdust flutningi stofnunarinnar til Akureyrar nemur tugum milljóna. Stofnunin greiðir tvær milljónir króna á mánuði fyrir húsnæði í Hafnarfirði sem stendur autt. Ríkisendurskoðun bíður með að fjalla um flutninginn. Tvær milljónir fyrir tómt húsnæði Fiskistofa greiðir um tvær milljónir króna á mánuði vegna hæðar í Dalshrauni í Hafnarfirði. Leigusamningurinn er bindandi út árið 2025. „Þetta eru á bilinu 700 til 750 fermetrar sem eru tómir núna og við erum lítið sem ekkert að nota og gætum tæmt. Það er enginn starfsmaður þar með starfsaðstöðu en við erum að nýta fundarherbergið á meðan enginn annar er að nýta þetta,“ segir hann. Gasi varpað á bændur Grískir bændur mótmæltu háum sköttum fyrir utan skrifstofur landbúnaðarráðuneytis landsins í höfuðborginni Aþenu í gær. Til átaka kom á milli bænda og lögreglu er óeirðalögreglumenn vörpuðu táragasi á mótmælendur. Tveir mótmælendur voru handteknir. Nordicphotos/AFp Hvort sem það heitir starfsloka- samningar eða annað þá var reynt að gera það á mannlegan hátt. Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri tækni Samfélagsmiðillinn Pinterest hefur fest kaup á sprotafyrirtækinu Jelly. Frá þessu greindi Techcrunch í gær. Jelly er leitarvél sem byggir ein- göngu á mannlegum svörum. Geta notendur sett fram spurningu á miðlinum sem aðrir notendur svara. Í viðtali við stofnendur Jelly, þá Biz Stone og Ben Finkel, lýstu þeir Jelly sem „leitarvél sem gengur fyrir mannafli“. Pinterest er metið á ellefu millj- arða bandaríkjadala, andvirði um 1,2 billjóna króna. Verðmat á Jelly hefur ekki verið gert opinbert, né heldur kaupverðið sem Pinterest greiddi. Þó hefur listi yfir aðila sem fjár- fest hafa í sprotafyrirtækinu verið opinberaður. Á meðal þeirra eru Al Gore, fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, og Jack Dorsey, stofnandi og forstjóri Twitter. – þea Pinterest kaupir leitarvélina Jelly Jelly er nú í eigu pinterest. MyNd/Jelly Al Gore og Jack Dorsey eru á meðal þeirra sem hafa fjárfest í Jelly. 9 . m a r S 2 0 1 7 F i m m t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -A F 5 4 1 C 6 9 -A E 1 8 1 C 6 9 -A C D C 1 C 6 9 -A B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.