Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 22
Líklega er óhætt að slá fram þeirri alhæfingu að nám í fangelsum gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og mögu- leikum þeirra á að feta sig aftur inn í samfélagið. „Nám er besta betr- unin“ er frasi sem oft er gripið til á tyllidögum – og margir hafa líka fyrir satt hversdagslega. Í skýrslu nefndar frá 2008, á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og dóms- og mennta- málaráðuneyta, um stefnumótun í menntunarmálum fanga, var þetta ein meginniðurstaðan. Og líklega eru flestir í okkar samfélagi sammála því að mikilvægast sé að í fangelsum fái einstaklingar tækifæri til að bæta sig en séu þar ekki eingöngu til að taka út refsingu. Ef samstaða er um þetta tvennt ættu stjórnvöld að beita sér fyrir því að efla skólahald og menntun í öllum fangelsum í landinu. Með því að nýta fangelsisvist til að byggja upp ein- staklinga skv. „betrunarstefnu“ vinnst margt; fyrst og fremst auðvitað aukin lífsgæði fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í víðum skilningi en einn- ig lækkuð endurkomutíðni í fangelsi, að ekki sé talað um allan sparnaðinn sem kæmi sér vel nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar velferðar- kerfið er í molum. Tiltölulega lítið viðbótarfjár- magn til skólastarfs í fangelsum, til að tryggja aukið námsframboð, sérkennslu og námsráðgjöf, bætta aðstöðu, s.s. ýmsan tæknibúnað, húsnæði og nauðsynleg tæki til fjöl- breytts verknáms, myndi til lengri tíma litið spara margfalt meira. Lögum samkvæmt eiga fangar rétt á því að stunda nám. Mikilvægt er að nemendur í fangelsum eigi þess kost að ljúka námi með starfsréttindum, hvort heldur er á skilgreindum brautum innan skólakerfisins eða hverju öðru námi sem í boði er. Einn- ig að nemendur í öllum fangelsum búi við sambærilegar aðstæður varðandi bókakost, námsgögn og tæknibúnað, m.a. til fjarnáms. Ýmsar ytri aðstæður eru ekki á valdi nemenda í fangelsum. Þeir eru fluttir milli vistunarúrræða, oft með mjög skömmum fyrirvara, og þá er mikil hætta á því að þráðurinn í námi slitni. Því er nauðsynlegt er að tryggja eins og kostur er samfellu og öryggi í námi og námsframboði. Þetta krefst samhæfingar og sam- starfs allra sem að koma (Fangelsis- málastofnunar, ráðuneyta, skóla, fagfólks, samtaka fanga) og sam- eiginlegrar stefnumörkunar. Bíðum enn eftir viðbrögðum Fyrir tveimur árum, þegar hilla fór undir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði yrði opnað, hófu undirrituð grein- ingu og hugmyndavinnu að stefnu- mótun í þessum málaflokki og hafa í framhaldinu sótt ráðstefnur, skrifað margt bréfið og setið margan fund- inn, m.a. með skólastjórnendum, forstöðumönnum fangelsa og Fangelsismálastofnunar, ráðherra menntamála og fleirum, þar sem jafnan hefur í orði komið fram áhugi á málefninu og vilji til framþróunar. Fyrstu lotu þessarar vinnu lauk fyrir u.þ.b. ári síðan með formlegu erindi frá FSu og Fangelsismálastofnun til ráðuneyta mennta- og dómsmála, þar sem óskað var eftir skipun starfs- hóps með þátttöku ofantalinna aðila til að móta heildarstefnu í mennt- unarmálum fanga í ljósi breyttra aðstæðna með tilkomu nýs, væntan- legs fangelsis á Hólmsheiði. Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl – án þess þó að mótuð hafi verið stefna eða tekin ákvörðun á æðstu stöðum um framkvæmdina. Sannast sagna bíðum við enn eftir fyrstu við- brögðum frá ráðuneytunum, og í framhaldinu, formlegum svörum við erindinu. En ekki var tilgangur þessara skrifa að kvarta yfir stjórnsýslu- framkvæmd, heldur að vekja athygli á góðum málstað og verðugum. Ósk- andi væri að stjórnvöld og nýkjörið þing sýndu honum verðskuldaðan áhuga svo innan fárra missera mætti sjá umtalsverðar úrbætur í mennt- unarmálum fanga, samfélaginu öllu til heilla. Undirrituð, „starfsmenn á plani“, hafa ýmsar nýtilegar hug- myndir og eru bæði reiðubúin til skrafs og ráðagerða og að taka til hendinni hvenær sem er. Menntun fanga Gylfi Þorkelsson kennslustjóri FSu í fangelsum Lóa Hrönn Harðardóttir náms- og starfs- ráðgjafi FSu í fangelsum Fangelsið á Hólmsheiði var vígt með pompi og prakt sl. vor og þar er smám saman að fjölga vistmönnum. Þar er lágmarksaðstaða til fjarnáms og nám er hafið í smáum stíl. Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkis-stjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heil- brigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Sam- gönguáætlun er sögð vera vanfjár- mögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vega- kerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigð- is- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkis- fjármálastefnuna óbreytta. Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og milli- tekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármála- ráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar inn- viða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Ríkisfjármálastefnan tekur ekki á vandanum – vantar tugi milljarða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG Hagsmunamál aldraðra eru fleiri en kjaramálin. Hjúkr-un og umönnun aldraðra skiptir einnig miklu máli. Á síðasta ári dvöldust 2.407 eldri borgarar, 67 ára og eldri, á hjúkrunarheimilum. Af þeim voru flestir á höfuðborgar- svæðinu eða 1.372. Vistmönnum á hjúkrunarheimilum hefur fjölgað mikið eftir því sem þjóðin hefur elst. Árið 1998 voru 2.000 eldri borgarar á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra en árið 2015 voru þeir orðnir 2.710. Það hefur verið mikið vandamál undanfarin ár hvað biðlistar eftir rými á hjúkrunarheimilum hafa verið langir. Biðtíminn eftir rými þar er nú rúmlega sex mánuðir skv. upplýsingum landlæknis. Það er alltof langur tími. Skilyrði fyrir því að fá vist á hjúkrunarheimili hafa verið hert. Nú verða allir, sem sækja um hjúkrunarheimili, að fá færni- og heilsumat. Í stuttu máli er það þannig, að enginn fær vist á hjúkrunarheimili í dag nema hann hafi áður nýtt öll úrræði, sem eru í boði fyrir þá, sem dveljast heima, svo sem heimahjúkrun og jafnvel hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili. Það þýðir, að ekki er sótt um hjúkr- unarheimili fyrr en heilsan leyfir ekki að dvalist sé lengur í heima- húsi. Heilsunni getur hrakað ört þegar svo er komið og ef það dregst mjög lengi eftir það að fá rými á hjúkrunarheimili, jafnvel í sex mán- uði, getur viðkomandi eldri borgari verið orðinn mjög slæmur til heils- unnar loks þegar hann fær inni á hjúkrunarheimili. Hann nýtur betur dvalar á hjúkrunarheimili, ef hann fær dvöl þar áður en hann er orðinn of heilsuveill. Æskilegt er að eldri borgarar geti dvalist sem lengst í heimahúsum hjá ástvinum sínum. En þar eru einnig vandamál. Heimahjúkrun er undirmönnuð. Hún hefur ekki fengið nægilegt fjármagn til þess að ráða mætti nægilega marga hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. Það eru því bæði vandamál vegna skorts á hjúkrunarheimilum og vegna und- irmönnunar í heimahjúkrun. Nauð- synlegt er að gera átak nú til þess að bæta úr hvoru tveggja. Stjórnvöld segja, að góðæri ríki í landinu og því ætti að vera kjörið tækifæri nú til þess að bæta úr þessu. Það er mikilvægara en að sýna afgang á fjárlögum. Samandregið er ástandið í mál- efnum aldraðra þetta: Kjör eldri borgara, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum, eru við hungurmörk. Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Aldraðir sem eru í þessum sporum, verða iðulega að neita sér um læknishjálp eða lyf. Það er til skammar fyrir land, sem kallar sig velferðarríki. Skortur er á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun er undirmönnuð. Það vantar hjúkrunarheimili fyrir aldraða! Björgvin Guðmundsson viðskipta- fræðingur Lífeyrir sá sem stjórnvöld skammta öldruðum dugar ekki til framfærslu. Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að van- rækja innviðina. Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afger- andi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigð ar flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands- dóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þess- ari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekk- ert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin laga- skylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undan- genginnar rannsóknar. Sérfræðing- arnir sem unnu Rannsóknarskýrsl- una höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfs- skyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýð- ræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undan- genginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráð- herrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafn- vel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherr- anna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðar- laganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjald- þroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburða- rás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þing- menn kusu að komast að annarri niðurstöðu. Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagn- rýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir laga- bókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þing- menn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægj- andi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýr- ingu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason lögfræðingur, sat á Alþingi þegar atkvæði voru greidd um ákærur í Lands- dómsmálinu Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ðS 22F i M M T u D A G u R 9 . M A R S 2 0 1 7 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -A 5 7 4 1 C 6 9 -A 4 3 8 1 C 6 9 -A 2 F C 1 C 6 9 -A 1 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.