Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þenslu­ hvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrar­ afgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmillj­ arða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleika­ sjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innan­ lands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengis­ sveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Lækkum vexti með stöðugleikasjóði Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri hjá Kviku banka og fyrr- verandi varafor- maður fram- kvæmdahóps um losun hafta Stöðugleika- sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflu- jöfnun eitt af markmiðum hans. 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM DÚNSÆNGUM OG DÚNKODDUM FJÖLSKYLDU DÚNDAGAR Íslenskur efnahagur hvílir á nýtingu náttúruauð­linda. Hvort sem um er að ræða ferðaþjónustu, sjávarútveg eða orkuöflun. Oft eru mjög skiptar skoðanir í samfélaginu um hvernig eigi að umgangast mikilvægar auðlindir okkar. Skýrasta dæmið er ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar og hvernig eigi að haga gjaldtöku af nýtingu á þessari auð­ lind innan 200 mílna efnahagslögsögu íslenska ríkisins. Villti laxastofninn okkar fær minna vægi í umræð­ unni. Það gera sér ekki margir grein fyrir hversu mögnuð auðlind villti laxastofninn er fyrir okkur Íslendinga og hversu miklir hagsmunir eru í húfi við verndun hans. Verndun stofnsins helst beint í hendur við þá atvinnugrein sem nú skapar mestan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið, ferðaþjónustuna. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að viðhalda ímynd hreinleika þegar laxveiðar á Íslandi úr villtum stofnum eru annars vegar. Umgengni við þessar atvinnugreinar, veiðar og ferðaþjónustu, er viðkvæm jafnvægislist sem gerir ríkar kröfur til okkar sem þjóðar. Sjávarklasinn svokallaði, hugveita um verðmætasköpun í sjávarútvegi og fiskvinnslu undir forystu Þórs Sigfússonar, hefur velt upp þeirri hugmynd að stjórnvöld og allur matvælaiðnaðurinn sameinist um eflingu ímyndar og vörumerkis Íslands fyrir íslensk mat­ væli. Sjávarklasinn vill auka samstarf við nágrannaþjóð­ ir um markaðssetningu á atlantshafsþorskinum, ekki síst á fjarlægari mörkuðum. Þetta er mikilvæg ábending en það þarf að gera það sama fyrir laxastofninn. Trúverðugleiki og uppruni skipta máli við markaðs­ setningu á vörum. Belgar hafa sterka ímynd í hugum fólks í framleiðslu á súkkulaði, Hollendingar hafa sterka ímynd í ostum og Frakkar kampavíni. Við þurfum að skapa okkur sambærilega sérstöðu á erlendum mörkuðum með bæði þorsk og lax. Ímyndarþróun á íslenskum fiski ætti að vera forgangsmál hjá stjórnvöld­ um til að styðja við verðmætasköpun í matvælaiðnaði. Hér skiptir máli að viðhalda hreinum villtum laxastofni en einnig að efla markaðssetningu á atlantshafsþorsk­ inum í samræmi við tillögur Sjávarklasans. Íslenskar sjávarafurðir munu njóta þess í verð­ lagningu á erlendum mörkuðum að hér þrífist villtir fiskistofnar sem eru sjálfbærir vegna skynsamlegrar auðlindanýtingar úr hreinum sjó. Vanhugsuð stefna í umhverfismálum eyðileggur möguleika okkar á að vinna með ímynd um villta sjálfbæra fiskistofna. Sjókví­ eldi á laxi hefur verið bannað erlendis nákvæmlega á þessari forsendu. Regnbogasilungur hefur fundist í íslenskum sjó og vötnum á Íslandi og voru 100 tilvik tilkynnt í septem­ ber í fyrra. Um er að ræða mjög ágenga tegund sem á alls ekki heima í íslenskri náttúru. Útbreiðsla þessarar tegundar vekur spurningar um hvað muni gerast með lax sem sleppur úr fiskeldiskerum. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að velja leið skynsamlegrar auðlindanýtingar þegar þorskurinn er annars vegar og er verðmætasköpun í sjávarútvegi besti vitnisburðurinn um það. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi í umgengni við villta laxastofna. Vanhugsuð stefna í umhverfis- málum eyði- leggur mögu- leika okkar á að vinna með ímynd um villta sjálf- bæra fiski- stofna. Villtir stofnar Heimsfrægar kökur Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra er fær bakari og kökuskreytingamaður. Það vita allir sem fylgdust með kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári. Nú hefur Bjarni hins vegar fært kökubaksturinn á stóra sviðið. Á setningu listaviku átaks UN Women, HeForShe, mætti forsætisráðherrann vopn- aður fagurbleikri köku. Bjarni gerði þó fleira en að mæta vopnaður köku enda er hann einn af tíu þjóðarleið- togum sem eru í forsvari fyrir átakið HeForShe 10x10x10 Impact Champions. Í pall- borðsumræðum í gær sagði hann að sífellt þyrfti að huga að jafnréttismálum. Vonbrigði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gerði jafnréttismálin einnig að umtalsefni sínu í gær á alþjóð- legum degi kvenna. Sagði hann það mikil vonbrigði að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrir- tækja hefðu ekki skilað sér í jafnari stöðu kynjanna þegar kemur að formennsku og for- stjórastöðum. Í ljósi þess er spurning hvort fyrirhuguð lög um jafnlauna- vottun muni skila meiri árangri. Það verður tíminn að leiða í ljós. Hins vegar er ljóst að fjölmargir erlendir miðlar á borð við The Guardian lofuðu hugmyndina í gær. thorgnyr@frettabladid.is 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð SKOÐUN 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -9 1 B 4 1 C 6 9 -9 0 7 8 1 C 6 9 -8 F 3 C 1 C 6 9 -8 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.