Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 4
✿ Fangelsið á Hólmsheiði
1. Deild Thomasar Møller Olsen
2. Líkamsrækt, verslun, bókasafn,
vinna og skólastofa.
3. Útisvæði karlaálmu
4. Útisvæði kvennaálmu
5. Gæsluvarðhaldsálma
6. Útisvæði Thomasar
7. Aðalvarðstöð
Karl
aálm
aKven
naál
ma
5
1
2
3
4
6
7
www.lyfja.is
Dekurtjútt
Kíktu á frábær tilboð á dekurvörum í næstu verslun Lyfju
eða verslaðu í netverslun á lyfja.is og fáðu vöruna senda heim.
Tilboðs-
dagar
6.–19. mars
Kíktu á frábær tilboð á dekurvörum í næstu verslun Lyfju eða
verslaðu í netverslun á lyfja.is og fáðu vöruna senda heim.
Dekurtjútt
Netverslun – lyfja.is
Benecos
Flottar, lífrænar snyrtivörur á frábæru verði, kíktu á úrvalið.Afsláttur af allri línunni.
Dr. Organic Náttúrulegar húðvörur, lífræn innihaldsefni
og án allra aukaefna.Afsláttur af allri línunni.
Tilboðs-
dagar
6.–19. mars
Sothys
Ert þú að nota rétt krem fyrir þína húð? Spa- og snyrtivörurnar frá
Sothys eru notaðar af sérfræðingum um allan heim. Á dekur dögum
Lyfju verða sérfræðingar frá Sothys með húðgreiningu í völdum
verslunum. Afsláttur af allri línunni.
20%
25%
30%
Þú finnur tilboðsvörurnar í bæklingi Lyfju sem hefur verið dreift inn á heimili
Fasteignir Kirkjuráð hefur hafnað
öllum kauptilboðum í Laugaveg 31.
„Kirkjuráð ákveður að hafna
þeim á þeirri forsendu að þau upp-
fylli ekki þær væntingar sem lagt var
upp með varðandi söluna,“ segir í
tillögu frá forseta kirkjuráðs, Agnesi
Sigurðardóttur biskup.
Klofningur varð í atkvæðagreiðslu
um málið í kirkjuráði síðastliðinn
föstudag. Þrír af fimm ráðsmönnum
greiddu tillögu biskups atkvæði,
einn sat hjá og einn var á móti.
„Ég harma þá afstöðu meirihluta
kirkjuráðs að greiða atkvæði með
tillögu forseta kirkjuráðs og hafna
þar með fyrirliggjandi og mjög
ásættanlegu kauptilboði,“ bókaði
Stefán Magnússon, annar af tveimur
fulltrúum leikmanna í ráðinu.
Einni viku fyrir fundinn á föstu-
dag hafði sérstaklega verið til
umræðu á fundi kirkjuráðs kaup-
tilboð frá félaginu M3 Capital ehf.
Þá var einnig lögð fram greining
fasteignasölunnar Eignamiðlunar á
húsaleiguforsendum og ávöxtunar-
kröfu kauptilboðsins. Sömuleiðis
lágu þá fyrir minnispunktar Odds
Einarssonar, framkvæmdastjóra
kirkjuráðs, varðandi tilboðið.
Þess má geta að þegar kirkjuráð
samþykkti 17. janúar síðastliðinn
með fjórum atkvæðum að setja
Laugaveg 31 á sölu sat Agnes biskup
ein hjá í atkvæðagreiðslunni. – gar
Klofið kirkjuráð hafnar öllum tilboðum í Kirkjuhúsið á Laugavegi
samFélag Á fimm dögum hafa tvær
líkamsárásir verið kærðar til lög-
reglunnar eftir að ráðist hefur verið
að ungmennum í Mjódd.
Á sunnudag réðust tveir menn
á 15 ára gamlan dreng og veittu
honum meðal annars augnáverka.
Mennirnir létu sig hverfa af vett-
vangi en lögreglan veit hverjir ger-
endur eru.
Á miðvikudag var ráðist að 13
ára gömlum dreng við biðstöð
Strætó. Hefur málið verið kært til
lögreglu. Jóhannes S. Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Strætó, segir
að öryggisvörður sé í Mjódd og
almennt séu ekki mikil læti í bið-
salnum.
„Atvikið er algjör undantekning
og hringdi fólkið í miðasölu á lög-
reglu. Við erum með öryggismynda-
vélar og teljum það nægjanlegt
þarna,“ segir hann.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu eru málin bæði í rannsókn
sem miðar vel. – bb
Ráðist á drengi
við Mjóddina
Agnes Sigurðar-
dóttir biskup á
skrifstofu sinni
í Kirkjuhúsinu á
Laugavegi 31.
FréttAbLAðið/GVA
lögreglumál Manninum, sem
grunaður er um að hafa banað Birnu
Brjánsdóttur, er haldið einum á
deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Ein-
angrunarvist mannsins er lokið en
hann hefur þó hingað til ekki haft
tök á að eiga í beinum samskiptum
við fólk, annað en fangaverði.
Thomas Møller Olsen hefur setið
í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur
en einangrun hans lauk fyrir viku.
Síðan þá hefur hann dvalið í fangels-
inu á Hólmsheiði og sinnir hvorki
vinnu né skóla. Hann fær útivist í
klukkustund á dag en á meðan jafn
kalt er í veðri og djúpur snjór er þá
nýta fáir fangar sér útivistina svo
nokkru nemi.
„Við erum að skoða hvernig hans
ferill er raunverulega í fangelsinu.
Hann er bara nýkominn,“ segir
Guðmundur Gíslason, forstöðu-
maður fangelsisins, um ástæður
þess að Thomas sinnir hvorki skóla
né vinnu.
Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt
upp í átta deildir, sex þeirra rúma
átta fanga en tvær þeirra eru gerðar
fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar
með ekki hitt aðra fanga í þá viku
sem hann hefur verið í fangelsinu
en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er ekki útilokað að þegar
um hægist í máli hans og dómur er
jafnvel fallinn þá geti það farið svo
að hann komi til dæmis til með að
hitta kvenfanga fangelsisins í versl-
uninni eða vinnustofum og skóla.
„Fangelsið er ekki uppbyggt
þannig að fangar fari sjálfir út af
deildum og í sameiginleg rými.
Við getum valið að ef fangar eru á
mismunandi deildum þá geti þeir
verið saman í námi hluta dags. En
þeir fara ekkert sjálfir í það heldur
er þeim fylgt út af deildinni og það
hefur alltaf einhver umsjón með
því,“ segir Guðmundur.
Fangelsið er byggt í kross og í
Skipverji fjarri öðrum föngum
Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að
átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði.
ráðist var á þrettán ára gamlan dreng á
stoppistöð. FréttAbLAðið/ViLheLm
miðjunni er aðalvarðstofan þar sem
fangaverðir hafa sínar aðalbæki-
stöðvar, geta fylgst með eftirlits-
myndavélum og svo framvegis. Á því
svæði er einnig verslun, skólastofa,
vinnuaðstaða, bókasafn og líkams-
ræktarsalur. Thomas hefur aðgang
að líkamsræktarsalnum en þarf að
panta aðstöðuna svo það hitti ekki á
tíma annarra. Í fangelsinu er einnig
jógasalur en bæði karlar og konur fá
einn jógatíma á viku þar sem kynin
eru aðskilin.
Thomas þarf að sjá um sín eigin
innkaup í verslun fangelsisins og
sér um eigin matseld, eins og aðrir
fangar þurfa að gera.
„Það má ekki reykja inni í fangels-
inu en við hverja deild eru svokall-
aðar reyksvalir. Þangað geta fangar
komist til að reykja án þess að þurfi
að hleypa þeim sérstaklega út.“
Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki
sæta einangrun hafa sömu réttindi
og aðrir fangar. Þeir geta því keypt
sér símkort og hringt hvert á land
sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas
sama heimsóknarrétt og aðrir, eða
tveggja tíma heimsókn einu sinni
í viku. „Menn verða að leggja fram
lista með fyrirvara þar sem þeir
óska eftir ákveðnum einstaklingum
í heimsókn. Þetta er aðallega stílað
á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu
en ekki einhverjum félögum,“ segir
Guðmundur. snaeros@frettabladid.is
Það má ekki reykja
inni í fangelsinu en
við hverja deild eru svokall-
aðar reyksvalir. Þangað geta
fangar komist til að reykja án
þess að þurfi að hleypa þeim
sérstaklega út.
Guðmundur
Gíslason, forstöðu-
maður fangelsisins
á Hólmsheiði
2
líkamsárásir sem áttu sér
stað í Mjódd hafa verið
kærðar til lögreglunnar á
fimm dögum
Einn kirkjuráðsmaður
kvaðst harma að „mjög
ásættanlegu“ tilboði væri
hafnað að tillögu biskups.
7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r i Ð J u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a Ð i Ð
0
7
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
3
-F
C
4
C
1
C
6
3
-F
B
1
0
1
C
6
3
-F
9
D
4
1
C
6
3
-F
8
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K