Fréttablaðið - 07.03.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 07.03.2017, Síða 18
„Þetta er tiltölulega nýtt bílasport. Fyrstu buggy-bílarnir komu fram á sjónarsviðið fyrir rúmum ára- tug. Ég hef verið á sleðum, mótor- hjólum, jeppum og fjórhjólum en buggy-bíllinn er græja sem sam- einar þetta allt og hægt er að nota bílinn jafnt sumar sem vetur. Í þessu sporti er maður engum háður, er undir berum himni með allan sinn farangur. Þetta gefur manni frelsi til að fara þvert yfir landið með tjald og vistir,“ segir Grettir, sem er í sístækkandi hópi áhugafólks um buggy-bíla. „Við förum í alvöru vetrar- ferðir á bílnum rétt eins og gert er á stórum jeppum. Við græj- um bílana líkt og jeppa og setjum stór dekk undir þá, en það er sérís- lenskt fyrir brigði. Hvergi í heim- inum eru þessir bílar græjaðir eins og hér á landi,“ segir hann. Þar sem bílarnir eru alveg opnir er hvergi skjól fyrir veðri og vindum en Grettir segir það hluta af ævintýrinu. „Þetta er eins og að vera á sleða. Maður er úti og kuldinn er hluti af þessu, að vera úti í náttúrunni, alveg óvarinn en vel klæddur. Við förum reglulega í þriggja til fjögurra daga ferð- ir upp á hálendið og á jöklana og gistum í skálum. Við förum þó oft- ast um Fjallabak sem er einn af mínum uppáhaldsstöðum en við eigum skála þar. Það er ólýsan- legt að vera þar í fallegu veðri og fátt skemmtilegra en að keyra þar í góðu færi.“ Grettir segir félagsskapinn í kringum buggy-bílana góðan og að flestir í þessu sporti þekkist vel. „Hópurinn stækkar sífellt og æ fleiri koma inn í þetta. Oft er það fólk sem hefur verið í bílasporti og þekkir vel til svona aksturs.“ Á sumrin er farið í lengri ferð- ir og þá er gist í tjöldum á tjald- stæðum. Grettir segir kostinn við buggy-bílana vera þann að geta tekið allt með sér því það sé nóg pláss fyrir farangur og eldsneyti og engin þörf á trússbílum fyrir lengri ferðir. „Það skemmtileg- asta við þetta er fjölhæfnin og að geta ferðast um á þessu tæki allt árið um kring. Það er hægt að nota bílinn að vetri þótt það sé lít- ill snjór,“ segir Grettir og bendir á að þetta henti vel sem fjölskyldu- sport. „Bílarnir eru öruggir, þeir eru með veltigrind og ökumaður og farþegar með hjálma,“ segir hann en um helgina er stefnt á ferð inn í Landmannalaugar. Ef veður leyfir. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Grettir Rúnarsson er mikill áhugamaður um buggy-bíla. Á leið yfir Markarfljót. Grettir fer í buggy-bílaferðir um vetur jafnt sem sumar. Félagsskapurinn í kringum buggy-bílana fer sístækkandi. Fátt Fallegra en Fjallabak Grettir Rúnarsson notar hvert tækifæri til að ferðast um landið á svokölluðum buggy-bíl. Hann segir bílinn sameina áhuga sinn á útivist og mótorsporti og fer reglulega í þriggja til fjögurra daga ferðir upp á hálendi og jökla yfir veturinn. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Sérblað Fréttablaðsins kemur út 21. mars Áhugasamir geta haft samband við auglýsingadeild sérblaða Sími 512 5402 serblod@365.is 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 4 -1 9 E C 1 C 6 4 -1 8 B 0 1 C 6 4 -1 7 7 4 1 C 6 4 -1 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.