Fréttablaðið - 07.03.2017, Side 20
www.visir.is/bilar
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Auglýsingar
Atli Bergmann
atlib@365.is, Sími 512 5457
Bílar
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Sjálfsagt muna fáir eftir Tatra-fólks-
bílum en þeir voru framleiddir í
Tékklandi og voru sannkallaðir
lúxusbílar. Tatra-fyrirtækið er enn
til og framleiðir nú aðallega stóra
trukka sem stundum sjást í keppni
í Dakar-þolakstrinum. Tatra fram-
leiddi fólksbíl síðast árið 1999. Nú
eru yfirmenn Tatra að bræða það
með sér að hefja aftur framleiðslu
Tatra-fólksbíla og það yrði þá gert
með því að viðhalda ytra útliti
frægra Tatra-fólksbíla fortíðarinnar,
bíla eins og Tatra T600, Tatra 613
og 603. Líklegast er að T600 bíllinn
verði fyrir valinu, en útlit hans
endurspeglar ekki kommúnista-
tímann með eins afgerandi hætti
og aðrar gerðir Tatra-fólksbíla.
Hann yrði þó með allri nútíma
tækni og lúxusinnréttingu.
Tatra þriðja elsta
bílamerki heims
Tatra er þriðja elsta bílamerki
heims á eftir Mercedes Benz og
Peugeot og fyrirtækið smíðaði á
árum áður afar merkilega bíla og
eitt fárra með vélina aftur í. Fyrsti
bíll Tatra kom fram á sjónarsviðið
árið 1897. Sagt er að Ferdinand
Porsche sem hannaði Bjölluna og
Porsche 911 hafi haft Tatra-bíla
sem fyrirmynd og þess vegna
séu vélar í báðum bílgerðunum
fyrir aftan afturöxulinn, eins og í
bílum Tatra á árunum milli stríða.
Vélarnar í bílum Tatra voru auk
þess Boxer-vélar, líkt og Ferdinand
Porsche notaði í Porsche 911.
Hitler valdi Tatra
Árið 1936 kom Tatra fram með
glæsikerruna T87, bíl sem Hitler
valdi umfram bíla frá Porsche,
með orðum Hitlers: „Þetta er bíll
fyrir mína vegi.“ Eftir það gekk
Ferdinand Porsche heilmikið í
smiðju Tatra við þróun bíla sinna,
þar á meðal Bjöllunnar, en einnig
Porsche-bíla. Tatra kærði Porsche
fyrir hönnunarstuld og það var
ekki fyrr en árið 1961 sem Porsche
greiddi Tatra þrjár milljónir þýskra
marka í sekt fyrir allan stuldinn.
Það má því ljóst vera að í smiðju
Tatra var og líklega er enn heilmikil
þekking á smíði gæðabíla.
TaTra afTur í
fólksbílaframleiðslu
Tatra T87 var bíllinn sem
Hitler valdi umfram Porsche.
Mikið umtal undanfarið um fyrir-
sætur sem gengið hafa í gegnum
fegrunaraðgerðir í Photoshop
myndvinnsluforritinu hefur varpað
kastljósinu á annan atvinnugeira.
Þar á bæ eru fyrirsæturnar ekki á
launaskrá en eigendur þeirra eiga
mikið undir því að vel heppnist
með myndatökur af þeim. Myndir
af bílum í óraunverulegu umhverfi
eða aðstæðum tröllríða nú bíla-
geiranum sem aldrei fyrr. Íslenskir
neytendur fara ekki varhluta af þessu
og á stuttri yfirferð yfir heimasíður
íslensku umboðanna mátti fljótt
finna myndir sem voru misvel unnar.
Myndirnar eiga það venjulega sam-
merkt að undirstrika eiginleika eins
og afl, aksturseiginleika, drifgetu eða
þess háttar og stundum eru þær svo
illa unnar að það er nánast hallæris-
legt, en á öðrum þarf að skoða þær
vel til að sjá hvort átt hafi verið við
þær. Við bárum þessar myndir undir
nokkra ljósmyndara sem voru sam-
mála um að allar myndirnar væru
„fótósjoppaðar“.
lifum í heimi falsana
Að sögn Þorvalds Arnar Kristjáns-
sonar ljósmyndara er mikil mynd-
vinnsla einkennandi fyrir bílaiðn-
aðinn. „Bílaauglýsingar eru að verða
eins og villta vestrið þegar kemur
að Photoshop-myndvinnslu. Oft er
hún misheppnuð en stundum líka
mjög vel heppnuð og skemmtilega
úthugsuð eins til dæmis Faraday
FF91 bíllinn, sem á dögunum var
kynntur með myndum frá Íslandi.
Þar var myndvinnslan svo góð að ég
áttaði mig ekki strax á að hann væri
settur inn í umhverfið,“ sagði Þor-
valdur sem um árabil myndaði bíla
fyrir öll helstu dagblöð landsins. Að
sögn Þorvaldar eru brenglaðir litir
í auglýsingum, sterkir kontrastar
og aðrar æfingar misheppnaðar
myndir sem endast illa. „Svo getur
dæmið snúist við og vel heppnuð
ljósmyndaferð með bíl og umhverfi
hans heppnast svo vel, að það er
alveg eins og hann hafi verið settur
eftir á inn í myndina,“ sagði Þor-
valdur sposkur. Þrívíddarlíkön bíla
eru einnig orðin mjög fullkomin
svo að auðvelt er fyrir vanan mynd-
hönnuð að skeyta bíl og umhverfi
saman á mjög raunverulegan hátt,
jafnvel í myndböndum eins og nú
er einnig farið að sjást. Tryggvi Þor-
móðsson er ljósmyndari af gamla
skólanum og lærði sérstaklega iðn-
aðarljósmyndun þar sem mynda
þarf við erfið skilyrði. Tryggvi segir
að við lifum í heimi falsana þegar
kemur að ljósmyndum. „Það er
verið að skeyta stúdíómyndum inn í
landslag þar sem lýsing er í kross og
með mismunandi diffuserum.“ Það
er í raun og veru ekkert sem kemur
í staðinn fyrir alvöru myndatöku
þegar bílar eiga í hlut.
Höf.: Njáll Gunnlaugsson
Photoshop tröllríður
öllum bílageiranum
Bílaauglýsingar eru að verða eins og villta vestrið þegar kemur að myndvinnslu í
Photoshop-myndvinnsluforritinu. Ofurrafbíl plantað utan vegar á Íslandi.
sTuTTgarT bannar
dísilbíla án euro 6
Borgaryfirvöld í þýsku borginni
Stuttgart ætlar að banna umferð
dísilbíla, sem ekki uppfylla Euro 6
mengunarstaðalinn á næsta ári, á
þeim dögum sem mengun mælist
mikil. Í byrjun árs 2016 uppfylltu
aðeins 10 prósent dísilbíla í um-
ferð í Þýskalandi Euro 6 staðalinn.
Því gæti þetta átt við megnið af
dísilbílum borgarinnar. Það er
kaldhæðnislegt að í Stuttgart og
nágrenni borgarinnar eru bæði
Mercedes Benz og Porsche með
höfuðstöðvar sínar, en þar á bæ
eru smíðaðir dísilbílar af krafti, þó
þeim fari örugglega fækkandi á
næstu misserum. Mjög algengt er
í þýskum borgum að mengun fari
reglulega yfir heilsuviðmiðunar-
mörk og á það við um 90 þýskar
borgir. Ástandið í Stuttgart er oft
mjög slæmt þar sem borgin stend-
ur í dal. Þýskaland hefur fengið
viðvaranir frá Evrópusambandinu
þar sem yfir þessi mörk hafi verið
farið 35 daga á ári. Enn fremur hafi
borgaryfirvöld fengið kærur á sig
frá umhverfisyfirvöldum í Þýska-
landi fyrir að bregðast ekki við
því þegar mengunin fer yfir þessi
mörk. World Health Organization
lét hafa eftir sér á síðasta ári að
mengun í borgum og dreifbýli
hafi valdið dauða um þriggja
milljóna manna árið 2012. Ekki fer
það ástand batnandi nema með
aðgerðum líkt og borgaryfirvöld í
Stuttgart eru nú að grípa til.
Mengun yfir Stuttgart.
Þessi Rexton á greinilega að vera að sýna getu sína á vaðinu en óraun-
veruleg myndvinnsla gerir myndina ótrúverðuga. Talsverð synd þar sem
bíllinn hefði auðveldlega getað framkvæmt þetta í raunveruleikanum.
Fyrir einhvern sem reynsluekur árlega bílum í tugatali virkar mynd eins
og þessi mjög óraunveruleg. Bíllinn á greinilega að vera að spóla á öllum
hjólum á malbikinu og það er eins og enginn ökumaður sé undir stýri.
Á þessari mynd af Skoda Yeti er mikið búið að eiga við liti og lýsingu,
svo mikið að erfitt getur verið að átta sig á hvort bíllinn hafi verið sett-
ur inn í myndina eða ekki.
Nýi ofurrafbíllinn Faraday FF91 var kynntur á dögunum og bakgrunnurinn er kunnuglegur þótt bíllinn hafi
aldrei komið hingað. Þorvaldur Örn ljósmyndari segir myndina gott dæmi um vel heppnaða myndvinnslu.
7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r2 Bílar
0
7
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
4
-1
4
F
C
1
C
6
4
-1
3
C
0
1
C
6
4
-1
2
8
4
1
C
6
4
-1
1
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K