Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 22
Þeir Hallgrímur Einarsson, Guðjón Reykdal Óskarsson og Hjálmar Þor- valdsson fengu á dögunum afhenta þrjá sérhannaða Mercedes-Benz V-Class bíla sem þeir munu keyra sjálfir en þremenningarnir eru allir bundnir hjólastól. Að verkefninu koma Sjúkratryggingar Íslands, Öryggismiðstöðin og Bílaum- boðið Askja. V-Class bílarnir eru mjög mikið breyttir eftir þörfum viðkomandi ökumanna sem eru í hjólastólum sínum þegar þeir aka bílunum. Búið er að setja lyftu utan á bílana sem sér um að lyfta öku- mönnum upp í þá. Hægt er að færa hið hefðbundna ökumannssæti og renna því til hliðar. Búið er að setja tvo stýripinna sinn hvorum megin við stýrið en ökumennirnir nota stýripinnana til að stýra bílnum. Þar er m.a. að finna bensíngjöf og bremsur. Öryggismiðstöðin sá um að gera allar breytingar á bílunum og koma hjálpartækjum fyrir í þeim fyrir ökumennina. Langt ferli að breyta bílunum Jón Eiríksson, verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, sá um breyt- ingar á V-Class bílunum. ,,Það er langt ferli að breyta einum svona bíl. Fyrir það fyrsta þarf einstakling- ur sem hyggur á svona breytingu að undirgangast ökumat hjá Grensás- deild LSH og þegar því er lokið þarf að huga að stjórnbúnaði sem hentar. Við höfum að leiðarljósi að aðlaga bílana eins og hentar hverjum og einum. Öryggismiðstöðin býður upp á mikið úrval af íhlutum til breytinga á bílum fyrir hreyfihaml- aða auk þess að bjóða búnað fyrir ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á sérhæfða ferðaþjónustu,“ segir Jón. Sjúkratryggingar Íslands borga öll hjálpartækin sem sett eru í bílana og breytingarnar við það. Þremenn- ingarnir fá bílastyrk frá Trygginga- stofnun Íslands. Þetta er mikið ferli sem viðkomandi fer í gegnum áður en hann fær slíkan bíl. Hann þarf að fara í gegnum mat á því hvort hann geti yfirleitt keyrt bíl og að sjálfsögðu að taka bílpróf eins og allir aðrir öku- menn. Það eru margir sem koma að þessu verkefni eins og áður segir en stærstan heiður eiga Sjúkratrygg- ingar Íslands, Öryggismiðstöðin og Bílaumboðið Askja. Breyttir V-Class bílar fyrir hreyfihamlaða ökumenn Sérhannaðir bílar þar sem ökumenn aka bílunum í hjólastólum. Lyfta utan á sem lyftir ökumönnunum inn. Golfklúbbur Reykjavíkur í sam- vinnu við Mercedes-Benz og Bíla- umboðið Öskju kynnir nýjung í mótahaldi fyrir félagsmenn sína sumarið 2017. Nýtt mót Merc- edes-Benz bikarinn hefur verið sett á laggirnar hjá GR en um er að ræða innanfélagsmót. Sigurvegari Mercedes-Benz bikarsins hlýtur í verðlaun árgjald í GR fyrir árið 2018 og afnot af Mercedes-Benz bifreið í heila viku. Verðlaun fyrir annað sætið verður flugmiði til Evrópu auk afnota af Mercedes- Benz bifreið í heila viku. Í lok sum- ars verður svo öllum keppendum mótsins boðið til lokahófs í boði Mercedes-Benz á Korpúlfsstöðum. Um er að ræða glæsilegt lokahóf þar sem meðal annars verður dregið úr gjafabréfum til Evrópu. Fyrirkomu- lag mótsins er þannig að keppni hefst með 18 holu forkeppni sem stendur í heila viku, bæði fyrir karla og konur. Aldurstakmark er 19 ára og eldri. Forkeppnin verður leikin á Korpúlfsstaðavelli. Hver kepp- andi má leika allt að sjö hringi í forkeppninni í þeirri viku sem forkeppnin stendur. Forkeppnin er punktakeppni Stabelford með fullri forgjöf. Þeir kylfingar sem komast upp úr forkeppni fara áfram í útsláttarkeppni sem leikin verður bæði á Grafarholtsvelli og Korpúlfs- staðavelli. Mercedes-Benz bikarinn hjá GR Frá vinstri eru Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz, Arna Rut Hjartardóttir markaðsfulltrúi, Ómar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri GR og Atli Þór Þorvaldsson mótsstjóri. Guðjón, Hjálmar og Hallgrímur fyrir framan nýju V-Class bílana sína. Að baki þeim eru fjölskyldumeðlimir og starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar, Bílaumboðsins Öskju og Sjúkratrygginga Íslands sem öll komu að verkefninu. V-Class bílarnir eru hinir glæsilegustu og sérhannaðir fyrir þremenningana. Margir nýir bílar verða sýndir á komandi bílasýningu í Genf og einn þeirra er þessi upphækkaði Citroën C3 og hefur Citroën gefið honum nafnið C-Aircross Con- cept. Þessi bíll smellur akkúrat í flokk þeirra bíla sem hvað vin- sælastir eru í heiminum í dag, þ.e. smár jepplingur. Þessi tilraunabíll er með vængjahurðum og engum hliðarspeglum, heldur mynda- vélum inni í bílnum í þeirra stað. Hann er heldur ekki með neina B-pósta og á það að tryggja auð- veldara aðgengi fyrir aftursætis- farþega. Innanrýmið er fullt af bleiklituðum innsetningum, líkt og á ytra byrði bílsins og þakið er úr gleri. Mjög er vandað til innrétt- ingarinnar og meðal annars eru sæti bílsins stöguð og í mælaborð- inu eru nánast engir takkar og því flestu stjórnað á aðgerðaskjá. Bíll- inn stendur á 18 tommu felgum, en hann er aðeins framhjóladrifinn svo hann mun ekki mikið glíma við torfærurnar og er eiginlega svokallaður borgar jepplingur. Hönnun bílsins tók mið af góðu loftflæði og á hann að vera með mjög litla loftmótstöðu. Citroën með jeppling byggðan á C3 Audi RS Q5 sýndur í Genf Audi á í vopnabúri sínu Q5 jepp- linginn í kraftaútgáfunni SQ5. Nú skal gera enn betur og tefla fram mun aflmeiri útgáfu jepplingsins, Audi RS Q5. Þessi kraftaköggull verður sýndur á bílasýningunni í Genf sem hefst í næsta mánuði. Hann mun líklega fá sömu 450 hestafla vélina sem finna má í Audi RS4 og RS5 fólksbílunum. Sú vél er frá Porsche og er 2,9 lítra V6 með tveimur forþjöppum og togar 600 Nm. Þessi vél er sem sagt með minna sprengirými en aflminni Audi SQ5 bíllinn sem er 3,0 lítra og 354 hestafla og með 500 Nm togi. Þarna munar hartnær 100 hest- öflum og hafi sumum þótt Audi SQ5 bíllinn röskur, er komið hálf- gert villidýr í formi þessa nýja Audi RS Q5 bíls. Hann verður sjöundi RS-bíll Audi, en fyrir eru RS3, RS Q3, TT RS, RS6, RS7 og R8 sport- bíllinn. Búist er við því að nýr Audi RS Q5 verði þó nokkuð sneggri í hundraðið en 5 sekúndur en SQ5 er 5,4 sek. Þá er búist við því að bíllinn kosti meira en 80.000 evrur í Þýskalandi, eða 9,8 milljónir króna. Audi SQ5 kostar 65.790 evrur. Það undarlega er að Audi SQ5 kostar 53.300 dollara í Bandaríkjunum og er því um tveimur milljónum krónum ódýrari vestanhafs en í smíðalandinu Þýskalandi. Skrítin veröld það! 7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r4 Bílar 0 7 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 4 -0 1 3 C 1 C 6 4 -0 0 0 0 1 C 6 3 -F E C 4 1 C 6 3 -F D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.