Fréttablaðið - 07.03.2017, Qupperneq 30
Tesla er vel á veg komið að reisa
risarafhlöðuverksmiðju sína
í Nevada í Bandaríkjunum og
þar verða einnig smíðaðir Tesla
Model 3 bílar. Tesla ætlar ekki
að láta þar við sitja því á prjón
unum er að reisa aðrar fjórar risa
verksmiðjur, en Elon Musk telur
reyndar eina þeirra vera verk
smiðju SolarCity í Buffalo, en hún
rann inn í Tesla á síðasta ári.
Musk horfir til Bretlands hvað
eina af þessum viðbótarverk
smiðjum varðar en til stendur
að upplýsa um þrjár nýjar verk
smiðjur og staðsetningu þeirra
áður en árið er liðið. Í enda
þessa árs munu 6.500 manns
vinna í verksmiðjunni í Nevada
og 10.000 árið 2020. Tesla mun
hefja þar framleiðslu Model 3
bílsins í júlí á þessu ári og fram
leiðsla verður komin að hámarks
afköstum strax í september. Tesla
stefnir á að framleiða 50.000 bíla
af Model S og X á fyrri hluta þessa
árs og yrði það 71% aukning frá
fyrra ári.
Framleiðsluaukning Tesla á
fjórða ársfjórðungi síðasta árs
nam þó aðeins 27% en uppbygg
ingin er hröð og vonandi stendur
Elon Musk við orð sín nú.
Tesla ætlar að
reisa 4 aðrar
risaverksmiðjur
Tesla er vel á veg komið að reisa
risarafhlöðuverksmiðju sína í Nevada í
Bandaríkjunum.
Seinna á þessi ári hefur Mercedes
Benz fjöldaframleiðslu á sínum
fyrsta pallbíl. Þessi bíll er ætlaður
á markað í Evrópu og í SAmeríku,
en aldrei stóð til að selja hann í
Bandaríkjunum.
Það gæti þó verið að breytast í
ljósi þess að fleiri og fleiri Banda
ríkjamenn kjósa sér minni pallbíla
þó að þeir stóru séu reyndar mun
söluhærri enn. Það á við bíla eins
og söluhæstu einstöku bílgerð í
Bandaríkjunum til margra ára
tuga, Ford F150. Sem dæmi um
þessa þróun þá er General Mot
ors víst að fara að markaðssetja
nýjan smærri pallbíl á næstunni,
aðallega ætlaðan fyrir Bandaríkja
markað.
Þessi nýi pallbíll Benz er byggð
ur á sama undirvagni og Nissan
Navara og Renault Alaskan pall
bílarnir, en Daimler og Renault
Nissan eiga í talsverðu samstarfi
við smíði bíla. Hann verður smíð
aður af Nissan á Spáni og hefst
framleiðslan í ár, en svo einnig í
verksmiðju Renault í Argentínu
árið 2018. Ef af markaðssetningu
Mercedes Benz á pallbílnum
verður í Bandaríkjunum er lík
legast að hann verði framleiddur
þar í landi.
Benz-pallbíllinn
líka til
Bandaríkjanna
Fjöldaframleiddur Benz-pallbí ll.
Nýr forsetabíll trumps Næstum tilbúiNN
Forsetabíll Obama var nefndur „The
Beast“ og því er kannski við hæfi að
hér sé á ferðinni „The Beast 2.0“. Nýr
forsetabíll Trumps er svo til tilbúinn
og smíðaður af General Motors og er
lengdur Chevrolet Suburban. Í grunn-
gerðinni er þessi bíll stærsti jeppinn
sem fæst í Bandaríkjunum, en það er
ekki nóg og því er hann lengdur. Hann
er auk þess gríðarlega vel brynvarinn
og á að þola skot úr sterkustu rifflum
og handsprengjur. Þó að á myndinni
af bílnum mætti telja að þar fari
fólksbíll þá er það ekki svo, þetta
er sannarlega jeppi og hátt er undir
hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði
hans, enda alls ekki ráðlegt að láta
uppi hvernig hann er búinn. Auk allrar
brynvarnarinnar þá er bíllinn hátækni-
væddur og á einnig að þola efna-
vopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum
séu tveir pottar af blóði í blóðflokki
Trumps. Þegar Trump mun ferðast í
þessum bíl verður annar nákvæm-
lega eins með í för svo ekki sé vitað í
hvorum bílnum forsetinn er og aðrir
bílar í bílalestinni þegar Trump ferðast
í „The Beast“ eru einnig brynvarðir.
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r12 Bílar
0
7
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
4
-1
9
E
C
1
C
6
4
-1
8
B
0
1
C
6
4
-1
7
7
4
1
C
6
4
-1
6
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
6
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K