Fréttablaðið - 07.03.2017, Síða 32
Við erum alin upp við þá trú að
mjólk sé holl og góð, sérstaklega
fyrir beinin. Nú hafa vísinda-
menn við Karolínsku stofnunina
og háskólann í Uppsölum í Svíþjóð
fundið samhengi milli mikillar
mjólkur drykkju eldra fólks og auk-
innar hættu á ótímabærum dauða.
Ef fólk borðar mikið af græn-
meti og ávöxtum daglega minnk-
ar áhættan til muna. Rannsóknin
birtist nýlega í tímaritinu Americ-
an Journal of Epidemiology.
Árið 2014 birtu sömu vísinda-
menn niðurstöður könnunar sem
sýndu að mikil mjólkurdrykkja yki
hættu á ótímabærum dauða. Hins
vegar fundu vísindamenn engin
merki á milli mikillar mjólkur-
drykkju og færri beinbrota. Rann-
sóknin vakti mikla athygli.
Alls hafa 140 þúsund eldri konur
og menn verið rannsökuð og fylgst
með í 29 ár í sambandi við þessa
rannsókn. Sérstök rannsókn var
gerð á konum sem drukku mikla
mjólk og borðuðu mikið af ávöxt-
um og grænmeti og svo konum sem
drukku að minnsta kosti þrjú glös
af mjólk á dag en borðuðu ekkert
grænmeti eða ávexti. Dánartíðnin
var mun meiri hjá seinni hópnum.
Konur sem drukku mikla mjólk
og borðuðu ávexti og grænmeti
voru samt með hærri dánartíðni
en þær sem drukku mjög litla eða
enga mjólk. Mjólkurglaðir karlar
höfðu sömuleiðis hærri dánartíðni
en þeir sem drukku ekki mjólk.
Konur virðast samt vera viðkvæm-
ari fyrir mikilli mjólkurdrykkju.
Vísindamenn segja að fullorð-
ið fólk ætti ekki að drekka mikla
mjólk. Sérstaklega eru konur við-
kvæmar. Svo virðist sem mjólk-
in geti aukið bólgur í líkamanum,
segir Karl Michaëlsson, prófess-
or við rannsóknarsetur í Upp-
sala. Líklegt þykir að laktósar í
mjólkinni eða mjólkursykurinn
valdi bólgum. Grænmeti og ávext-
ir geta varið líkamann gegn þess-
um áhrifum.
Annar prófessor, Christian A.
Drevon, sem starfar við háskól-
ann í Ósló segir að þessi niður-
staða komi sér ekki á óvart. Mikil
fita er í mjólk sem eykur kólest-
eról sem síðan eykur hættu á
hjartadrepi. Fólk á að forðast feit-
ar mjólkurvörur til að koma í veg
fyrir hjarta- og æðasjúkdóma,
segir hann. Bent er á að öllum
svona rannsóknum beri að taka
með fyrirvara. Hins vegar ætti
eldra fólk að velja frekar léttar
mjólkur afurðir en fitumiklar.
Um 97 þúsund sænskar konur
og 45 þúsund karlar voru spurð
um matar- og drykkjarvenjur í
rannsókninni. Það var forskning.
no sem birti fréttina.
Rannsóknin heitir: Milk, Fruit
and Vegetable, and Total Anti-
oxidant Intakes in Relation to
Mortality Rates: Cohort Studies
in Women and Men.
Mjólk á að
drekka
í hófi
Samkvæmt nýrri rannsókn getur fólk stytt líf sitt
með miklu mjólkurþambi. Borði fólk mikið af
grænmeti og ávöxtum minnkar það áhættuna.
Eldra fólk ætti ekki að drekka mörg glös af mjólk á dag. Það er betra að velja fituskertar mjólkurvörur. Nordicphotos/gEtty
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Anna G. Steinsen
heilsumarkþjálfi, þjálfari, fyrirlesari og jógakennari
Ég hef notað Optibac probiotics extra strength og finn heilmikinn
mun á mér þegar ég tek inn þessa góðgerla daglega.
Ef ég borða mjólkurvörur eða glútein þá finn ég fyrir óþægindum
í ristlinum, ef ég tek Optibac probiotics daglega þá líður mér miklu
betur og er ekki eins þaninn.
Lykilatriði að taka inn góða gerla og Optibac hentar mér frábærlega,
ég mæli eindregið með Optibac probiotics vörunum. Aukin vellíðan og minni óþægindi.
www.facebook.com/optibacicelandFæst í apótekum og heilsubúðum
7 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a Ð ∙ h e I l s a
0
7
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
4
-1
4
F
C
1
C
6
4
-1
3
C
0
1
C
6
4
-1
2
8
4
1
C
6
4
-1
1
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K