Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag sport Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ. 11 skoðun Guðmundur Andri skrifar um útgerðarmenn. 15 lÍfið Berglind Bergsdóttir ræðir blekkingarheilkenni. 22 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 frÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 stjórnsýsla Kostnaður Landspít- alans vegna leigubíla fyrir starfs- fólk nam 94,9 milljónum króna á síðasta ári. Hann var 90,9 milljónir árið áður og 108,4 milljónir árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá spít- alanum er aðallega skipt við leigu- bílastöðina Hreyfil en í gangi er samningur um viðskiptakort milli fyrirtækisins og Landspítala. Einnig er skipt við A-stöðina, Bifreiðastöð Oddeyrar og BSR. Sé kostnaður vegna bílaleigubíla tekinn með var heildarkostnaðurinn 100,8 milljónir í fyrra, 95,6 milljónir árið 2015 og 111,8 milljónir árið 2014. María Heimisdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Land- spítalanum, segir að kostnaðurinn skýrist aðallega af því hve víða starfsemi Landspítalans fer fram. „Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. Það er verið að þjóna sjúklingum á flestum af þessum stöðum og það er sama starfsfólkið sem er að þjóna sjúklingum á mis- munandi stöðum. Það leiðir til þess að okkar fólk þarf mikið að fara á milli,“ segir María. Þetta leiði bæði til beins kostnaðar fyrir spítalann en líka óbeins kostnaðar þar sem vinnutíma starfsfólks sé illa varið í leigubíl. Hluti kostnaðar fellur til vegna þess að starfsfólk þarf að komast til eða frá vinnu á tímum þar sem strætisvagnar eru ekki á ferð. Þá eiga starfsmenn rétt á að nota leigubíla á kostnað spítalans. María segir þetta þó skýra aðeins lítinn hluta heildarkostnaðarins. Vakta- skipti séu yfirleitt þegar strætó gengur. „Þegar það er ekki þá reyn- um við að skipuleggja þetta sér- staklega þannig að sami leigubíll- inn taki fleiri en einn starfsmann, ef þess er kostur.“ Landspítalinn nýtir sér ekki bara þjónustu leigubíla og bílaleiga því spítalinn á sjálfur nokkra bíla. Meðal annars á spítalinn bíla sem notaðir eru til að aka starfsfólki milli Fossvogs og Hringbrautar. Slíkar ferðir eru farnar á korters- fresti á dagvinnutíma og eru vel nýttar. „En þó við séum með skutl- una á milli þessara stóru staða, Hringbrautar og Fossvogs, þá erum við með starfsemi á svo mörgum öðrum stöðum,“ segir María. Sér- fræðingar með aðsetur annað- hvort á Hringbraut eða í Fossvogi þjóni sjúklingum sem eru til dæmis á Kleppi, Grensás, vestur á Landa- koti og víðar. – jhh Borgar árlega hundrað milljónir fyrir leigubíla Kostnaður Landspítalans vegna leigubíla er um hundrað milljónir á hverju ári. Ástæðan er dreifð starfsemi spítalans. Kostnaðurinn er enn meiri ef bílaleigu- bílar eru teknir með. Skutlur milli Fossvogs og Hringbrautar eru vel nýttar. Við erum með okkar starfsemi á sautján stöðum í meira en 100 byggingum. María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Land- spítalanum Veðrið undanfarna daga hefur gefið fólki tilefni til þess að stunda iðju sem hefur hingað til verið vinsælli á sumrin en í febrúar vegna aðstæðna. Þannig voru nokkrir mættir með brimbretti í Þorlákshöfn í gær til þess að spreyta sig á hvítfyssandi öldum Norður-Atlantshafsins. Þorlákshöfn nýtur vaxandi vinsælda hjá brimbrettaköppum. Fréttablaðið/Vilhelm fornleifar Menningarnefnd Ölfuss hefur fallist á að sveitarfélagið fari fyrir umsókn um styrk frá fornleifa- sjóði Margrétar II Danadrottningar til að leita að fimmtíu fallbyssum úr her- skipinu Gautaborg sem fórst undan Hafnarskeiði haustið 1718. Gautaborg fórst er það átti að fylgja kaupskipum frá Íslandi til Danmerkur. gar / sjá síðu 6 Vill finna gamlar byssur 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -E 1 7 8 1 C 3 7 -E 0 3 C 1 C 3 7 -D F 0 0 1 C 3 7 -D D C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.