Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 12
Jón Arnór vann loksins bikarinn og sefur nú rótt KR varð Maltbikarmeistari karla í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Þór Þorlákshöfn annað árið í röð. Jón Arnór Stefánsson er loksins orðinn bikarmeistari og and- vökunóttum hans eftir tapið 2009 er lokið. Ungt kvennalið Keflavíkur varð bikarmeistari eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Skallagrími þar sem úrslit réðust í blálokin. körfubolti „Þessi titill skiptir mig rosalega miklu máli,“ sagði sigurreif- ur og sáttur Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að vesturbæjar- liðið varð bikarmeistari annað árið í röð og í tólfta sinn í sögu félagsins á laugardaginn. KR vann Þór úr Þor- lákshöfn, 78-71, eins og í fyrra og er því áfram ríkjandi Íslands- og bikar- meistari. Þrátt fyrir að hafa orðið Íslands- meistari og náð lengra en nokkur annar íslenskur körfuboltamaður átti Jón Arnór eitt eftir á sínum ferli; verða bikarmeistari. Það er loksins komið og ferillinn því að einhverju leyti orðinn fullkominn hjá þessum besta körfuboltamanni þjóðarinnar fyrr og síðar. Ungt lið Keflavíkur bar sigur úr býtum í Maltbikar kvenna eftir dramatískan sigur á sterku liði Skallagríms, 662 í spennandi leik. „Litlu slátrararnir“, eins og þetta virkilega efnilega Keflavíkurlið er svo gjarnan kallað, sýndu mikinn karakter undir lokin þegar liðið virt- ist vera að missa leikinn úr höndum sér og landaði flottum sigri. Kannski sá fyrsti af mörgum en meðalaldur liðsins er alls ekki hár. Misst svefn síðan 2009 Jón Arnór fékk gullið tækifæri til að verða bikarmeistari árið 2009 þegar hann fór í úrslitaleikinn á móti Stjörnunni með, því sem flest- ir halda fram, besta liði sem hefur verið sett saman á Íslandi. Með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson bjugg- ust flestir við því að liðið myndi vinna tvöfalt og ekki tapa leik en svo varð ekki. Það tapaði fyrir læri- sveinum Teits Örlygssonar í Stjörn- unni í Höllinni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikar- keppninnar. „Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslita- leiknum 2009. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn þar sem hann var í óða önn að sitja fyrir á myndum með ungum aðdáendum. Kvíðir engu KR-liðið var ekki í gírnum framan af leik gegn Þór en stakk af undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari þar sem liðið skoraði 29 stig á móti níu. Jón Arnór var sjálfur frá- bær á þeim kafla en hann var valinn besti maður leiksins. KR-liðið setur nú stefnuna á að vinna rest og það sannfærandi. Leikmenn helgarinnar „Það er ákveðinn léttir að vinna þetta. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand. Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spil- um við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Upphafið að einhverju stóru? Í Keflavík gæti verið að fæðast lið sem mun taka yfir íslenskan kvennakörfubolta á næstu árum. Litlu slátrararnir hans Sverris Þórs Sverrissonar sýndu mikið baráttu- þrek og karakter og spiluðu eins og alltaf góða vörn þegar liðið varð bikar meistari eftir sigur á Skalla- grími. Leikurinn var frábær skemmt- un og einn sá besti í kvennaflokki í manna minnum en á endanum voru það ungu stelpurnar úr Keflavík sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Keflavíkurliðið er byggt upp á stelpum fæddum 1998-2000. Þótt þær hefði langað til að mála bæinn rauðan eftir sigurinn var það ekki í boði því þær hafa ekki aldur til að komast neins staðar inn. Það Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár úr af bikarúrslita- leiknum árið 2009. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR Besti körfuboltamaður Íslandssögunnar varð loksins bikarmeistari um helgina og naut þess í botn. Gleði hins unga kvennaliðs Keflavíkur var líka fölskvalaus í Höllinni um helgina. fréttaBLaðið/andri Í dag 18.50 Valur - fjölnir Sport 2 19.40 Eibar - Granada Sport 3 19.50 Bournem. - Man. City Sport 22.00 Messan Sport Keflavík - Skallagr. 65-62 Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Benónýsdóttir 11/7 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2. Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 frá- köst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2. Nýjast Maltbikar kvenna, úrslit Kr - Þór Þorlákshöfn 78-71 Kr: Philip Alawoya 23/18 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19/8 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 10/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/11 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 5, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 4, Brynjar Þór Björnsson 2. Þór Þ.: Tobin Carberry 29/8 fráköst/9 stoð- sendingar, Emil Karel Einarsson 15/11 frá- köst, Maciej Stanislav Baginski 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Halldór Garðar Hermannsson 7. Maltbikar karla, úrslit Grótta - afturelding 22-26 Mörk Gróttu: Aron Dagur Pálsson 7, Leon- harð Harðarson 3, Þráinn Jónsson 3, Júlíus Stefánsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Elvar Friðriksson 2, Árni Árnason 1, Nökkvi Elliðason 1, Vilhjálmur Hauksson 1. Mörk aftureldingar: Elvar Ásgeirsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Kristinn Bjarkason 4, Gunnar Þórsson 2, Pétur Júníusson 2, Ernir Hrafn Arnarson 2, Davíð Svansson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Guðni Kristinsson 1, Mikk Pinnonen 1. Coca-Cola-bikar karla Stjarnan - Selfoss 32-29 Stjarnan: Helena Örvarsdóttir 7, Sólveig Kjærnested 6, Elena Birgisdóttir 5. Selfoss: Margrét Jónsdóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 8, Arna Einarsdóttir 6. Valur - Grótta 21-22 Valur: Diana Satkauskaite 8, Morgan McDonald 4, Vigdís Þorsteinsdóttir 4. Grótta: Lovísa Thompson 6, Sunna Einars- dóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3. fylkir - ÍBV 27-27 fylkir: Thea Imani Sturludóttir 9, Christine Rishaug 7, Þórunn Friðriksdóttir 3. ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Greta Kavaliuska- ite 5, Telma Amado 3, Karólína Lárudóttir 3. Haukar - fram 26-23 Haukar: Ramune Pekarskyte 10, Guðrún Bjarnadóttir 4, Erla Eiríksdóttir 3. fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4. Efri Fram 25 Stjarnan 25 Haukar 16 Valur 14 neðri ÍBV 13 Grótta 13 Selfoss 8 Fylkir 6 Olís-deild kvenna STeRKUR SigUR Í ceLJe Íslendingaliðið Kristianstad vann mjög góðan sigur, 27-28, á útivelli gegn celje í Meistara- deildinni. Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Andr- és guðmunds- son skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Kristianstad í leiknum og gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö. Aron Pálmarsson lék ekki með Veszp- rém vegna meiðsla er liðið tapaði, 25-30, gegn Barcelona. Aron hefur ekki spilað leik síðan í nóvember og missti auðvitað af HM í Frakk- landi í síðasta mánuði. ariana Moorer, bandarískur leik- stjórnandi Keflavíkurliðsins, gaf tóninn í upphafi með því að skora 13 af fyrstu 15 stigum úrslitaleiksins og kom Keflavík þar með í 13-2 næstum því upp á eigin spýtur. Moorer var mjög góð allan leikinn með 26 stig, 15 fráköst, 10 fiskaðar villur, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hún var efst Kefl- víkinga í öllum þessum fimm töl- fræðiþáttum. Jón arnór Stefánsson fór fyrir KR-liðinu og var duglegur að finna félaga sína þegar verst gekk í sókninni í fyrri hálfleik. Hann var síðan aðalmaðurinn í 29-9 spretti KR-liðsins þar sem Vesturbæingar tóku yfir leikinn. Jón Arnór skoraði 11 stig á þeim kafla eða meira en Þórsliðið til samans. Jón Arnór endaði með 19 stig og 8 stoðsend- ingar og hitti úr öllum 9 vítum sínum. 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N u D a G u r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -F 0 4 8 1 C 3 7 -E F 0 C 1 C 3 7 -E D D 0 1 C 3 7 -E C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.