Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 29
gylfi þór með enn eina stoðsendinguna leikmaður helgarinnar fótbolti Swansea gerði sér lítið fyrir og skellti Englandsmeisturum Leicester City í gríðarlega mikil- vægum fallbaráttuslag í gær. Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp seinna mark Swansea í leiknum og hann er þar með búinn að skora átta mörk og leggja upp önnur átta fyrir Swansea á þessari leiktíð. Hann er búinn að skora eða leggja upp fimm mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur líka átt þátt í átta mörkum Swansea í síðustu átta heimaleikjum liðsins. Með öðrum orðum, hann er búinn að vera stórkostlegur. Tilkoma stjórans Paul Clement virðist líka hafa haft afar jákvæð áhrif á leik Swansea enda hefur liðið unnið fjóra af sex leikjum sínum í deildinni undir hans stjórn. Liðið vann aðeins þrjá af nítján leikjum sínum í deildinni áður en hann mætti á svæðið frá Þýskalandi. „Mitt hlutverk var að koma með sjálfstraust inn í liðið, fá liðið til að spila betur og ná betra skipulagi í leik þess,“ sagði Clement. „Ég er mjög ánægður með hvernig leikmenn hafa brugðist við því sem ég hef fram að færa.“ Á meðan Swansea fjarlægist fall svæðið eru meistararnir í verulegum vandræðum. Að þeir hafi ekki skorað í sex leikjum í röð segir sitt um stöðu mála þar á bæ. Ekkert meistaralið hefur áður gengið í gegnum sex leiki án þess að skora í sögu ensku úrvals- deildarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Við stöndum okkur vel og svo skora þeir með sínu fyrsta skoti á markið. Svo skora þeir aftur og eftir það er þetta orðið erfitt,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Leicester, eftir leikinn. „Við erum að hugsa um og ein- beita okkur að deildinni. Enski bik- arinn og Meistaradeildin er annað. Við viljum spila vel og tryggja okkar sæti í deildinni. Okkar aðalmarkmið er að tryggja okkar sæti í deildinni. Það átti að byrja nýtt tímabil hjá okkur í þessum leik. Það er augljóst að við fáum of mikið af mörkum á okkur og skorum ekki nóg. Við verðum að finna lausnir á þessu vandamáli okkar.“ Chelsea er eftir sem áður í topp- sæti deildarinnar og þó svo liðið hafi óvænt tapað stigum gegn Burnley er Lundúnaliðið með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Kannski ekki svo óvænt samt því aðeins Chelsea og Tottenham eru með betri árangur á heima- velli í vetur en Burnley. Engu að síður þarf ansi mikið að ganga á ef Chelsea verður ekki meistari í vor. „Auðvitað erum við svekktir að hafa aðeins fengið eitt stig. Við ætluðum að vinna,“ sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir leikinn. „Við vissum vel að það er erfitt að eiga við Burnley á þeirra heimavelli. Liðið er búið að fá 29 stig hérna. Það er mjög erfitt að spila á móti þeim og þeir eru ótrúlega harðir í horn að taka á heimavelli.“ fótbolti Eftir mikla eyðimerkurgöngu á nýja árinu kom loksins að því að Liver- pool ynni leik í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hafði saknað Senegalans Sadio Mane sárlega í janúar meðan hann var upptekinn í Afríkukeppninni. Fáir fögn- uðu meira er Senegal datt úr keppninni en stuðningsmenn Liverpool. Eftir fimm leiki í röð án sigurs kom Mane til bjargar með tveimur mörkum á 138 sekúndum. Þessi tvö mörk dugðu til þess að landa þremur stigum í gríðarlega mikilvægum leik gegn Tottenham. Sigurinn fleytti Liverpool upp í fjórða sæti deildarinnar og það sem meira er að þá er Liverpool aðeins stigi á eftir Spurs núna en Tottenham er í öðru sæti deildarinnar. Með Mane aftur í toppformi er Liver- pool til alls líklegt á komandi misserum. Mane hefur komið við sögu í fimmtán mörkum Liverpool á leiktíðinni. Hann er búinn að skora ellefu mörk og leggja upp fjögur önnur. Jón Arnór vann loksins bikarinn og sefur nú rótt KR varð Maltbikarmeistari karla í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Þór Þorlákshöfn annað árið í röð. Jón Arnór Stefánsson er loksins orðinn bikarmeistari og and- vökunóttum hans eftir tapið 2009 er lokið. Ungt kvennalið Keflavíkur varð bikarmeistari eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Skallagrími þar sem úrslit réðust í blálokin. er heldur ekkert á dagskránni hjá þeim. Keflavíkurstelpurnar voru flestar mættar aftur á sunnudaginn til að spila til úrslita í unglinga- flokki. Það gefur kannski bestu myndina af því hversu ungt liðið er. Keflavíkurstúlkurnar eru ekki bara efnilegar heldur mjög góðar og ungar. Ef þær halda svona áfram og liðið helst saman er erfitt að sjá hver ætlar að stöðva þær. Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur, er 24 ára gömul og næst- elst í liðinu. Hún vissi að þetta yrði hörkuleikur. Liðin voru búin að mætast þrisvar sinnum á leiktíðinni og Keflavík búið að vinna tvisvar. „Við ætluðum að koma hingað og gera allt sem við gætum til þess að ná í þennan bikar og við gerðum það. Ég hugsaði að þetta yrði ekki búið strax og ég vissi að við þyrftum að halda út allar 40 mínúturnar. Þessar stelpur eru ungar, en mjög góðar í körfubolta. Það er ekki hægt að segja ungar eða gamlar lengur,“ sagði Erna brosmild eftir leik. Bikarmeistaratitillinn var sjá 14. í röðinni hjá Keflavík sem gleður Keflavíkurhjartað í Ernu: „Það er alltaf gaman að vinna bikar!“ tomas@365.is Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 25. umferðar 2016-17 Burnley - Chelsea 1-1 0-1 Pedro (7.), 1-1 Robbie Brady (24.). Swansea - Leicester 2-0 1-0 Alfie Mawson (36.), 2-0 Martin Olsson (45.+2). Arsenal - Hull City 2-0 1-0 Alexis Sanchez (34.), 2-0 Alexis Sanchez, víti (90.+3). West Ham - WBA 2-2 0-1 Nacer Chadli (6.), 1-1 Sofiane Feghouli (63.), 2-1 Manuel Lanzini (86.), 2-2 Gareth McAuley (90.+3). Man. Utd - Watford 2-0 1-0 Juan Mata (32.), 2-0 Anthony Martial (60.). M’brough - Everton 0-0 Stoke - Crystal Palace 1-0 1-0 Joe Allen (67.). Sunderland - Southamp. 0-4 0-1 Manolo Gabbiadini (30.), 0-2 Manolo Gabbiadini (45.), 0-3 Jason Denayer, sjm (88.), 0-4 Shane Long (90.+2). Liverpool - Tottenham 2-0 1-0 Sadio Mane (16.), 2-0 Sadio Mane (18.). Í kvöld: Kl. 20.00: Bournemouth - Man. City FÉLAG L U J T MÖRK S Chelsea 25 19 3 3 52-18 60 Tottenham 25 14 8 3 46-18 50 Arsenal 25 15 5 5 54-28 50 Liverpool 25 14 7 4 54-30 49 Man. City 24 15 4 5 49-29 49 Man. Utd. 25 13 9 3 38-21 48 Everton 25 11 8 6 40-27 41 WBA 25 10 7 8 34-31 37 Stoke 25 8 8 9 30-36 32 West Ham 25 9 5 11 34-43 32 Soton 25 8 6 11 28-31 30 Watford 25 8 6 11 29-42 30 Burnley 25 9 3 13 27-36 30 Bournem. 24 7 5 12 35-47 26 Swansea 25 7 3 15 31-54 24 M’brough 25 4 10 11 19-27 22 Leicester 25 5 6 14 24-43 21 Hull 25 5 5 15 22-49 20 C. Palace 25 5 4 16 32-46 19 Sunderland 25 5 4 16 24-46 19 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Swansea City Gylfi Þór Sigurðsson Var lykilmaður í liði Swansea og lagði upp mark í 2-0 sigri á Leicester City. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Átti fínan leik er Cardiff lagði Leeds að velli, 0-2. Aron lagði upp seinna mark Cardiff. Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Spilaði síðasta hálftímann er Úlfarnir töpuðu, 0-1, fyrir Newcastle. Fulham Ragnar Sigurðsson Sat á bekknum allan tímann er félagar hans unnu 3-2 sigur á Wigan. Aston Villa Birkir Bjarnason Var í byrjunarliði Villa og spilaði allan leikinn í 0-1 tapi gegn Ipswich. Besti körfuboltamaður Íslandssögunnar varð loksins bikarmeistari um helgina og naut þess í botn. Gleði hins unga kvennaliðs Keflavíkur var líka fölskvalaus í Höllinni um helgina. FRÉTTABLAðið/AnDRi Gylfi Þór lætur vaða að marki Leicester í gær. FRÉTTABLAðið/GETTy Burnley Jóhann Berg Guðm. Sat á bekknum allan tímann er Burnley tók á móti Chelsea og nældi í frekar óvænt jafntefli. Útklippt mynd Suðurnesjahringur í bikarnum á sex árum Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, kláraði hringinn í bikarnum á Suðurnesjunum með sigri stelpnanna sinna í Höllinni um helgina. Hann er nú búinn að stýra öllum þremur Suðurnesjaliðunum, Njarðvík, Grindavík og Keflavík, til sigurs í bikarkeppni KKÍ. Það tók Sverri ekki langan tíma að klára þennan bikarhring, aðeins sex ár. Hann gerði Njarðvík að bikar- meistara árið 2012 og reyndar Íslandsmeistara líka, Sverrir stýrði svo Grindavík til sigurs í bikarnum fyrir tveimur árum og Keflavík í ár. Sverrir Þór er búinn að mæta þrisvar sinnum í Höllina með kvennalið á síðustu sex árum og vinna í öll skiptin. „Það er ekki leiðinlegt að halda áfram að bæta í þetta. Mig vantaði þennan og það er gott að vera búinn að loka þessari bikarkeppni með öll lið sem ég hef þjálfað í meistaraflokki,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson eftir leik. s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 13m Á n u d a g u r 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -F 0 4 8 1 C 3 7 -E F 0 C 1 C 3 7 -E D D 0 1 C 3 7 -E C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.