Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is RUBEN svefnsófi með tungu Dökk- og ljósgrátt slitsterkt áklæði. Hægri og vinstri tunga. Rúmfatageymsla. Stærð: 240/160 x 90 cm H: 85 cm. Svefnsvæði: 140x195 cm. Fullt verð: 139.900 kr. Aðeins 97.930 kr. OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI Florence svefnsófi Ítalskur gæðasvefnsófi. Ljósbrúnn og dökkgrár. Vönduð heilsudýna. Stærð: 198 x 93 H: 88 cm. Dýnustærð: 140x200 cm. ÁTTU VON Á GESTUM Svefnsófar Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Dormaverð 139.990 kr. Mona tungusvefnsófi Grár svefnsófi með hægri eða vinsti tungu. Breidd: 233 cm. Dýpt: 96 cm. Tunga: 155 cm. Dormaverð 99.900 kr. Slitsterkt áklæði, ljós- eða dökkgrátt. Svefnsvæði: 120 x 200 cm Memphis svefnsófi Dormaverð 289.900 kr. 30% AFSLÁTTUR Takmarkað magn – síðustu eintökin Svikara- eða blekkingarheil-kennið er sálfræðihugtak sem var fyrst rannsakað á áttunda áratugnum og hefur verið rannsakað tölu-vert síðan,“ segir Berglind Ósk Bergsdóttir um heilkennið sem vísar til ástands þegar manneskju líður eins og hún sé að blekkja alla varðandi hæfileika sína og að það sé tímaspursmál þar til annað fólk kemst að því að hún sé í raun ekki eins hæf og allir halda. „Þessi líðan er til staðar þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður bendi til þess að manneskjan sé í raun mjög hæf, en þær eru bara afsakaðar sem heppni, góð tímasetning, að hver sem er gæti afrekað þetta og svo framvegis. Einkenni blekkingarheil- kennisins er fullkomnunarárátta, hræðsla við mistök, óraunhæfar kröfur til sjálfs sín og tregða við að taka hrósi,“ útskýrir Berglind. Hún segir að heilkennið hafi marga fylgi- kvilla, svo sem stress og kvíða sem getur svo leitt til óheilbrigðs vinnu- álags og jafnvel þunglyndis. Berglind fann fyrst almennilega fyrir heilkenninu þegar hún var í námi við Háskóla Íslands. „Þegar ég var í tölvunarfræði þá var ég með minnimáttarkennd yfir að vera kvenmaður og að hafa litla reynslu af forritun. Þessi líðan er skiljanlega algeng hjá nemendum og hélt ég alltaf að þetta myndi dvína eftir að ég væri byrjuð að vinna. Ég útskrifast árið 2010, fór þá til gogoyoko og var þar í tvö ár, svo fór ég til Plain Van- illa þegar það var að taka sín fyrstu skref. Við vorum einungis sex á þessum tíma í fyrirtækinu. Ég byrj- aði að skrifa Android-útgáfu QuizUp. QuizUp varð einn hraðast vaxandi leikur í App Store og náði gríðar- legum vinsældum um allan heim, bara Android-appið var með um 18 milljón notendur. Þarna var ég, hjá einu flottasta fyrirtæki landsins, var í mikilvægu hlutverki en fannst ég samt aldrei eins klár og allir hinir eða vera að gera hlutina nógu vel og óttaðist stöðugt að fólk kæmist að því að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera,“ útskýrir Berglind sem á þessum tíma vann mikið. „Þetta endaði með kulnun í starfi og það tók mig langan tíma að ná mér að fullu eftir það. Þegar ég las svo fyrst um blekkingarheilkennið tengdi ég algjörlega við það og fannst magnað að þetta er eitthvað sem margir upplifa. Flestir sem ég hef talað við hafa upplifað þetta einhvern tímann, en svo er mismunandi hversu sterkt eða lengi þetta hefur verið hjá fólki. Heil- kennið var fyrst rannsakað í tengsl- um við konur sem nutu velgengni í starfi, en síðar hefur komið í ljós að þetta er ekki bundið við kyn. Hins vegar er einhver fylgni við að vera í minnihlutahóp á sínu sviði þannig að þegar konur starfa í karllægum bransa skýrir það af hverju þær finna meira fyrir þessu.“ Berglind hefur haldið fyrirlestra um heilkennið eftir að hún áttaði sig á hvað um var að ræða. „Ég hafði lesið að þetta heilkenni væri algengt í hugbúnaðarbransanum og mér leið strax betur eftir að hafa heyrt að ég væri ekki ein um þetta svo mig lang- aði að deila þessu með fleirum og vonandi hjálpa fólki,“ segir Berglind sem hélt fyrst erindi um heilkennið á fyrirlestrakvöldi hjá JavaScript-sam- félaginu á Íslandi. „Viðbrögðin við fyrirlestrinum fóru algjörlega fram úr mínum vonum og hef ég verið fengin til að halda fyrirlesturinn þrisvar síðan, næst fer ég á ráðstefnu í Úkraínu með fyrirlesturinn.“ Berglind telur að hún muni aldrei komast algjörlega yfir blekkingar- heilkennið en opinská umræða hjálpar henni í baráttunni við það. „Í dag er ég meðvituð þegar þessar hugsanir koma og ég veit hvað ég þarf að gera. Stundum er nóg fyrir mig að taka mér bara pásu frá því sem ég er að gera og oftast virkar núna bara að segja upphátt hvað ég sé að hugsa og geta hlegið að því og þá fer þetta.“ „Að segja upphátt hvernig manni líður og ekki vera hrædd við að biðja um hjálp,“ segir Berglind aðspurð hvort hún lumi á einhverjum ráðum til þeirra sem finna fyrir þeim til- finningum sem fylgja gjarnan blekk- ingarheilkenninu. „Einnig mæli ég með að skrifa niður hvað þú hefur lagt á þig til þess að komast á þann stað sem þú ert á í dag. Hugsaðu um vandamál og verkefni sem þú hefur leyst, hvaða nýju hluti þú hefur lært og hvenær þú sagðir já við einhverju sem þú hefðir auðveldlega getað neitað. Þá sérðu svart á hvítu að þú hefur átt stóran þátt í árangri þínum og virkilega viðurkenndu það fyrir sjálfum þér.“ gudnyhronn@365.is Óttaðist stöðugt að það kæmist upp um hana Tölvunarfræðingurinn Berglind Ósk Bergsdóttir hefur þjáðst af „imposter syndrome“, eða blekkingarheilkenni eins og það kallast á íslensku. Eftir að hún komst að því að um algengt heilkenni er að ræða fór hún að kynna sér málið betur og halda fyrirlestra. Berglind starfar við hugbúnaðarþróun hjá Kolibri og semur ljóð og raftónlist sam- hliða því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta endaði með kulnun í starfi og Það tÓk mig langan tíma að ná mér að fullu eftir Það. Þegar ég las svo fyrst um blekkingarheilkennið tengdi ég algjörlega við Það og fannst magnað að Þetta er eitthvað sem margir upplifa. 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r22 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -F 5 3 8 1 C 3 7 -F 3 F C 1 C 3 7 -F 2 C 0 1 C 3 7 -F 1 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.