Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 13
fólk kynningarblað 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r „Stefnumótið er haldið að frum- kvæði Félags íslenskra húsgagna- og innréttingaframleiðenda í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, til að efla nýj- ungar og nýsköpun. Hugmyndin er að leiða saman, annarsvegar hóp framleiðenda og þeirra sem hafa tækni- og efnisþekkinguna, og hins vegar hóp þeirra sem hafa hugmynd- ir um hversu langt er hægt að ganga í að skapa nýja hluti. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á landi,“ segir Birgir Fannar Birgis- son, iðnhönnuður hjá Driftwood, en hann heldur utan um stefnumót ís- lenskra húsgagna- og innréttinga- framleiðenda við íslenska hönnuði í dag í Hönnunarsafni Íslands. „Stefnumótið sprettur upp úr þeirri grósku sem einkennt hefur íslenska hönnun undanfarin ár. Ís- lensk sérstaða í húsgögnum í dag er þó ekki öllum ljós. Lítið hefur verið framleitt af íslenskri sérstöðu en meira af „main stream“ hlutum. Með undantekningum þó. Felst ís- lensk sérstaða í efnisvali? Í aðferðum eða útiliti? Við munum ræða hvern- ig koma megi íslenskri sérstöðu í hönnun á framfæri á sama hátt og til dæmis hefur verið gert í ferða- þjónustu,“ segir Birgir. Hann vonast til þess að í fram- haldinu verði til verkefni sem muni skila vörum á markað sem fyrst. Framleiðslumöguleikar á Íslandi hafi staðið íslenskum hönnuðum fyrir þrifum meðal annars vegna smæðar markaðarins. Með auknum fjölda gesta til landsins og netversl- un sé staðan önnur. „Fyrir iðnframleiðslu eins og á húsgögnum hefur markaðurinn verið óþægilega smár, en það er að breytast. Meðal annars vegna þess að fjöldi erlendra gesta til landsins hefur stóraukist, fleiri ferðamenn sækja landið heim og stórir hópar erlendra fyrirtækja koma hingað í hvatningarferðir. Sýningarglugg- inn er orðinn stærri en hann var. Það geta fleiri séð hlutina til dæmis í hóteluppbyggingu, ef hótelin eru innréttuð með íslenskum húsgögn- um. Það hefur einnig áhrif að í dag þykir miklu minna mál en var að kaupa sér hvað sem er og láta senda sér hvert sem er. Íslendingar kaupa hjól og jafnvel bíla yfir netið, hvers vegna ekki ferðamenn sem sjá hér stól eða sófa? Það að varan sé ís- lensk framleiðsla hefur einnig að- dráttarafl.“ Stefnumótið er byggt upp með ör- fyrirlestrum fulltrúa beggja hópa og verkefnavinnu. Birgir segir að meðal annars verði farið yfir þá árekstra sem geta orðið milli tækniþenkjandi framleiðandans og skapandi aðilans vegna ólíkra sjónarhorna. „Við ætlum að athuga hvort við getum ekki bara leyst þá hnökra með fyrirlestrum og verklegum æf- ingum sem miða að því að opna fyrir nýsköpunarhugsunina. Í Hönnunar- safninu gefst okkur tækifæri á að skoða þverskurð íslenskrar hönnun- ar sem veitir innblástur. Í lok dags ættum við að hafa yfirstigið allar hindranir.“ koma þarf sérstöðu íslenskra húsgagna á framfæri Stefnumót íslenskra húsgagna- og innréttingaframleiðenda og hönnuða fer fram í Hönnunarsafni Íslands í dag. Birgir Fannar Birgisson iðnhönnuður leiðir stefnumótið. Efla á nýsköpun og koma íslenskri sérstöðu í hönnun á framfæri. BLAÐ UM FASTEIGNAGEIRANN Í þessu blaði verður hægt að kaupa bæði auglýsingar sem og kynningar. Blaðinu er ætlað að fjalla um allt sem viðkemur fasteignageiranum, allt frá hönnun, til byggingar, til fjármögnunar, til sölu og viðhalds. Áhugasamir auglýsendur hafið samband við Jóhann Waage sölumann Sérblaða: johannwaage@365.is Sími 512 5439 Kemur út 22. febrúar. Á myndinni má sjá Appollo-hægindastólinn eftir Gunnar Magnússon frá árinu 1969 og kollinn Fuzzy eftir Sigurð Má Helgason frá árinu 1970. Mynd/HönnunArSAFn ÍSlAndS ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Fjólubláu stólana hannaði Þorkell G. Guðmundsson árið 1972.Birgir Fannar Birgisson og Svavar Konráðsson hjá driftwood halda utan um stefnu- mót íslenskra iðnframleiðenda og hönuða sem fram fer í Hönnunarsafni Íslands í dag. Mynd/AnTon BrinK 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -F F 1 8 1 C 3 7 -F D D C 1 C 3 7 -F C A 0 1 C 3 7 -F B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.