Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sis@365.is, s. 512 5372 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Sesselja hefur haft í mörgu að snúast undanfarið og til að mynda komið að stórum innanhússverk­ efnum hjá VÍS, Kjörís og Seðla­ banka Íslands. „Ég er alltaf með nokkur verkefni í gangi. Akkúrat núna eru tvö stór eldhús, heildar­ útlitsbreyting fyrir einbýlishús og stórt skrifstofuverkefni á borð­ inu. Ég var einnig að taka að mér fagstjórn fyrir stóra heimilissýn­ ingu sem verður í vor,“ segir Sess­ elja og nóg er framundan næstu mánuði. „En svo er ég opin fyrir stórum spennandi verkefnum í sumar,“ segir hún og brosir. „Ég er ofsalega glöð ef ég hef nóg að gera og sköpunargáfan fær að njóta sín. Ég reyni alltaf að hafa gleði í minni hönnun. Ef ég er mikið að hlæja er það ágætis mælikvarði á hvort ekki sé örugg­ lega gaman í vinnunni.“ Womb eFstur á lista Fröken Fix sesselja thorberg innanhússhönnuður rekur hönnunarstúdíóið Fröken Fix. Sesselja hefur skrifað blöð og bækur um hönnun og stjórnað sjónvarpsþáttum. Hún lýsir hér fimm hönnunarmunum sem hana dreymir um að eignast. Gríptu lyfin á leiðinni heim Apótek Garðarbæjar í alfaraleið Litlatún 3, Garðarbæ | Sími 577 5010 sólveig gísladóttir solveig@365.is Fimm hlutir sem Fröken Fix langar í 1 Mig hefur alla tíð dreymt um að sitja og lesa (eða hreinlega dotta) í Womb Chair frá Knoll. Þessi dásamlegi stóll hefur allt til að bera, þægindi sem og tímalaust útlit. Ég myndi segja að þessi væri efstur á lista og er algjörlega draumur sem ég mun láta rætast fyrr heldur en seinna. 2 Borge Mogensen leðursófi. Klassískur og tímalaus. Yndisleg mubla sem vert er að fjárfesta í ef maður er á höttunum eftir sófa sem á að vera félagi í gegnum lífið. Eldist vel. 3 Ég hef verið iðin við að heimsækja þær í Snúrunni frá því að þær opnuðu … þó oftast til þess að panta fyrir mína viðskiptavini. En allt- af horfi ég á þennan dásamlega lampa „Punk Lamp“ frá Design by Us (já, ég er með svokallað „lampafetish“). Hann er klassískur, nútímaleg- ur, smart, gamaldags og fyndinn allt í senn. 4 Í mínu starfi sé ég svo margt fallegt á hverjum degi sem mig langar sjálfa í. En þegar öllu er á botninn hvolft þá verð ég að viðurkenna að ég sæki mest í hluti sem hægt er að „hygge sig“ við eins og Dan- inn segir. Því get ég ekki látið vera að nefna ullarteppið nýja eftir skóla- vinkonu mína hana Hönnu sem er með íslenska hönnunarfyrirtækið IHANNA HOME. 5 Amma mín og afi áttu alltaf gyllt „vindlaborð“ (var alltaf kallað það – ekki veit ég af hverju) sem ég horfið mikið á sem stelpa, algjörlega heilluð af suðrænu útlitinu, gyllingunni og ristum Miðjaðarhafsmynd- unum sem voru í bakkanum. Svona borð dreymir mig um, því jafnvel þótt ég myndi setja sjálfa mig í flokk með nútímalegum skandinavísk- um stíl, þá finnst mér alltaf svo gaman að hafa hluti með sögu með. Svo myndi svona „vindlaborð“ passa svo vel inn í myndina með Womb Chair, ullarteppinu og sjávarútsýninu, ekki satt? Vantar bara að toppa þetta með rjúkandi lavender-te og kanilköku. sesselja thorberg er fröken fix. 1 2 4 5 3 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r2 f ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y N N i N G a r b l a ð ∙ H e i M i l i 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 8 -0 4 0 8 1 C 3 8 -0 2 C C 1 C 3 8 -0 1 9 0 1 C 3 8 -0 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.