Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 30
Þau helgina áttu Elvar Ásgeirsson handboltamaður úr Aftureldingu Afturelding varð um helgina síðasta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í und- anúrslit í bikar- keppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. Elvar átti stór- leik og skoraði sjö mörk er Afturelding vann fjögurra marka sigur á Gróttu, 22-26. Elvar Ásgeirs- son átti mjög öflugan leik fyrir Mosfellinga og skoraði sjö mörk í leiknum. Jafnt var í hálfleik, 12-12, en Mosfell- ingar voru sterkari í síðari hálfleiknum. Valur, Haukar og FH verða einnig í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit í dag. Í kvennaflokki eru það lið Stjörn- unnar, Hauka, Fram og Selfoss sem verða í pottinum góða. Undanúr- slitin og úrslitin fara fram í Laugar- dalshöll eftir tæpar tvær vikur. Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr Leyni Valdís Þóra Jónsdóttir keppti á sínu fyrsta móti á LET-mótaröð- inni sem er Evrópu- mótaröð kvenna. Hún komst í gegnum niður- skurðinn en var ekki í hópi þeirra 35 kylfinga sem fengu að spila lokahringinn á mótinu sem fram fór í Ástralíu. Skagakonan endaði í 51. sæti. Mjög viðunandi árangur hjá okkar konu á sínu fyrsta móti á þessari næststerkustu mótaröð kvenna. Aníta Hinriksdóttir hlaupakona úr ÍR Aníta Hinriksdóttir er í flottu formi í upphafi innanhússtímabilsins og hún sýndi það og sannaði með því að vinna til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi á Copernicus Cup í Póllandi. Hlaupið fór fram í Torun í Póllandi og Aníta kom í mark á 2:01,56 mínútum en sigurvegarinn var heimastúlkan Joanna Józwik sem kom í mark á 1:59,29 mín. Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum fyrir rúmri viku þegar hún hljóp á 2:01,18 mínútum. Aníta náði ekki því meti en hún hefur aftur á móti aldrei hlaupið hraðar innan húss á erlendri grundu en í kvöld. Hún jafnaði sitt besta hlaup sem var á EM í Prag 2015 en þó kom hún einnig í mark á 2:01,56 mínútum. Þetta var jafnframt í sjöunda skiptið sem Aníta hleypur á tíma undir 2:02,00 mínútum innanhúss. eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði*Gildir aðeins fyrir sóttar pizzur vikuna 13. – 19. feb. 2017 Við erum 10 ára! ALLAR STÓRAR PIZZUR Á MATSEÐLI Á AÐEINS 1.890 Kr.* 2 L. af Coke fylgir fyrstu 200 pöntunum! mma Hin hollenska Germaine de Randamie varð um helgina sú fyrsta til að vinna fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. De Randamie vann Holly Holm eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti bardaginn í fjaður- vigt kvenna í sögu UFC. Bardaginn var jafn en tilþrifalítill og er ekki mikil eftir spurn eftir endurati. Bardaginn fór í allar fimm loturnar og að mati allra þriggja dómaranna vann de Randamie þrjár lotur en Holm tvær. De Randa- mie fór því með sigur af hólmi, 48-47, og er nýjasti meistarinn í UFC. De Randamie kláraði Holm De Randamie og Holm takast á. fRéttablaðið/afp fótbolti Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. Guðrún Inga fékk 123 atkvæði, Vignir 101, Magnús 76 og Borgildur 74. Þau voru kosin til tveggja ára. Gísli Gíslason, Jóhannes Ólafsson, Ragnhildur Skúladóttir og Rúnar Vífill Arnarson sitja áfram í stjórninni. Kjör- tímabili þeirra lýkur í febrúar 2018. Þrjár konur í stjórn KSÍ frjálsar Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleik- unum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ – hbg Gaman að fá hlaup og skemmtilegra að vinna arna Stefanía er á hraðri uppleið. fRéttablaðið/Hanna 1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 m á N U D a G U r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 1 3 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -E B 5 8 1 C 3 7 -E A 1 C 1 C 3 7 -E 8 E 0 1 C 3 7 -E 7 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.