SÍBS blaðið - 01.06.2006, Síða 43

SÍBS blaðið - 01.06.2006, Síða 43
43 3L EXPO er stórsýning um heilsu- og vellíðan sem haldin verður í Egilshöll 7.-11. september á vegum Vivus ehf. 3L EXPO verður stærsta sýn- ing sem haldin hefur verið á Íslandi hingað til og sú fyrsta sem haldin er í Egilshöll. Nú þegar hafa 200 sýnendur tryggt sér pláss í sýningunni og á hverjum degi bætast við að meðaltali 6 sýnendur. Meðal þessara 200 sýnenda eru helstu fyrirtæki landsins sem vilja stuðla að heilsu landsmanna. Samstarfsaðilar 3L EXPO eru SÍBS ásamt 22 fagfélögum á sviði heilsu og verða þeir með bás og erindi á sýningunni. Á 20 mínútna fresti alla sýningardagana munu bæði innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi tengd heilsu og vellíðan í tveimur sölum á sýningarsvæðinu. Margar nýjungar tengdar heilsu og vellíð- an verða kynntar á sýningunni, í matvælum, fæðubótarefnum, bókaútgáfu, heilsurækt, tækjum tengdum heilsusamlegri eldamennsku, ásamt mörgu fleira. Sýningargestir geta jafn- framt fengið að prófa nudd, cranio, fjölda lík- SÍBS er samstarfsaðili að 3L EXPO S t ó r s ý n i n g u m h e i l s u o g v e l l í ð a n í h a u s t amsgreininga, snyrtimeðferðir, nálastungur, raf- magnsmeðferðir o.fl. Á sýningarsviði sem staðsett verður í miðjum stóra salnum verða haldnar tískusýningar, leikfimisýningar og danssýningar. Alþjóðlegt stigamót í skvassi verður haldið í sérinnfluttum gegnsæjum skvasssal og sýningargestir geta fengið að prófa köfun með öllum tilheyrandi köfunarbúnaði, undir handleiðslu færasta köfunarkennara landsins í sérinnfluttri sundlaug. Krakkar úr Birninum munu sýna skautadans og íshokkí, en gestir sýningarinnar geta einnig fengið að bregða sér á skauta. Foreldrar geta sett börn sín í gæslu án endurgjalds á meðan þeir skoða sýninguna í rólegheitum og munu hoppukastalar, fjöldi leiktækja, andlitsmálun, blöðrur, bíósýningar, heimsóknir þekktra persóna og barnaleikrit sjá um að skemmta börnunum. Á sýningunni verður veitingasala þar sem sýn- ingargestum verður boðið upp á það besta sem fáanlegt er í heilsuréttum, en sýnendur munu einnig bjóða uppá fyrsta flokks tilboð á vörum sínum og þjónustu. COVER SVALASKJÓL Þegar gæði, frágángur og styrkur skipta máli. www.cover.is Gilsbúð 7, Garðabær sími 517 - 1417 brautir ehf. &Gler Mosfellsbær F r á S ÍB S

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.