SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 10
10
frá landakaupunum þar
til samþykktar teikningar
lágu fyrir og bygging-
arvinna hafin. Fyrst var
ákveðið að byggja 10
smáhýsi og gekk illa að
fá iðnaðarmenn til starfa.
Niðurstaðan varð sú að
fá múrara sem voru að
byggja stórhýsi í Reykja-
vík til að koma um helgar
og hlóðu þeir upp eitt
hús á hverri helgi. Með
því að fá iðnaðarmenn úr
ýmsum áttum til viðbótar
sem unnu langan vinnu-
dag tókst að ljúka fimm
húsum fyrir áramót. Jafn-
framt hafði bröggunum
sem SÍBS náði að kaupa
verið breytt í margvíslegar
vistarverur, s.s. eldhús,
borðstofu, saumastofu,
tré- og járnsmíðaverk-
stæði og þarna var líka
bíósalur.
Hinn 1. febrúar 1945 var
Reykjalundi gefið nafn
sitt og vinnuheimilið tók
til starfa. Áfram rak hver
framkvæmdin aðra og það
má segja að þannig hafi
það verið á Reykjalundi
öll þessi ár, stöðug við-
leitni til að bæta við
húsum, tækjum og þekk-
ingu. Hér verða ekki
raktir allir áfangar í bygg-
ingasögu Reykjalundar
en þar hafa unnist margir
sigrar. Nýjasti áfanginn er
hið stórglæsilega þjálfunarhús sem tekið var í
notkun snemma árs 2002. Í fjármögnun þess-
arar uppbyggingar hefur Happdrætti SÍBS verið
drýgst, en það tók til starfa árið 1949 og hefur
allt til þessa dags lagt fram fjármagn til upp-
byggingar á vegum SÍBS. Almenningur í land-
inu hefur einnig lagt mikið af mörkum bæði
með framlögum í söfnunum og með kaupum á
merkjum, blöðum og með því að sækja ýmsa
menningarviðburði sem SÍBS hefur
staðið fyrir, ekki síst á fyrstu árum
starfseminnar.
Á Kristneshælinu var einnig rætt
um nauðsyn þess að koma upp
vinnustofum þar sem hægt væri að
þjálfa sjúklinga eftir hælisvist og einnig
til að gefa langdvalarsjúklingum færi
á að stunda létt störf. Tilraunir voru
gerðar í þessa átt fyrir daga SÍBS en
framkvæmdir drógust. Árið 1948
kom SÍBS til liðs við framkvæmdina
í Kristnesi, en þá var þar
risið hús með rými fyrir
vinnustofur. SÍBS tók að
sér reksturinn og keypti
vélar ásamt því að byggja
hús fyrir verkstjóra
vinnustofanna. Þarna
var m. a. trésmíðaverk-
stæði og saumastofa, en
einnig voru framleiddar
bindilykkjur til að binda
steypustyrktarjárn. Um
þetta leyti voru vistmenn
allt að sjötíu talsins á
Kristnesi og margir þeirra
gátu unnið tvo til fjóra
tíma á dag. Starfsemin
lagðist svo af eftir tólf til
fjórtán ár. Þá voru berkl-
arnir að mestu yfirunnir
og þeir sem eftir voru í
Kristnesi voru of veikir til
að geta unnið.
Fjáraflanir af
ýmsum toga
Almenn fjáröflun fór fram
um allt land á
berklavarn-
ardaginn,
fyrsta sunnu-
dag í október
ár hvert.
Þá var selt
blað sam-
takanna
og einnig
merki
þeirra. Fljót-
lega var farið að selja
minningarkort og um
Iðnskólinn á Reykjalundi
Iðnskóli var starfræktur á Reykjalundi
sem liður í endurhæfingu berkla-
sjúklinga. Hann tók til starfa árið 1949
og var starfræktur til ársins 1965 er
hann var lagður niður. nemendafjöldi
var misjafn frá ári til árs, algengast
um 10-15 nemendur en komst yfir 20
þegar flest var. Fyrstu árin eða til 1958
taldist hann deild í Iðnskóla Reykja-
víkur, kostaður af Reykjalundi, en
sjálfstæður skóli síðan. Áfram var þó
góð samvinna við Iðnskólann í Reykja-
vík um kennslu í sérhæfðum greinum.
Algengt var að sjúklingar stunduðu
nám í einhverjum bekkjum skólans á
Reykjalundi en lykju svo námi annars
staðar. Það fór að sjálfsögðu eftir því
hve lengi þeir voru á Reykjalundi.
Í þriðja tölublaði SÍBS blaðsins 2000
er viðtal við þrjá iðnskólabræður frá
Reykjalundi, þá Guðmund Sv. Jónsson,
Sigurþór Margeirsson og Svein Indr-
iðason, en þeir töldu allir námið þar
hafa nýst þeim vel.
Sveinn fór í Garðyrkjuskólann eftir
dvölina á Reykjalundi þar sem hann
lauk prófi með ágætum og síðan lá
leið hans til Bandaríkjanna þar sem
hann stundaði nám við Cornell Univer-
sity í New York. Starfsvettvangur hans
hér heima varð síðan að byggja upp
blómasölu bænda og reka Blómamið-
stöðina. Sveinn segir á öðrum stað hér
í blaðinu frá berklaveiki sinni og bar-
áttu við hana.