SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 18

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 18
18 Sirkus Zoo Forsvarsmenn SÍBS á fyrstu árunum voru mjög hugmyndaríkir og stórtækir í fjáröflun fyrir samtökin. Engin hugmynd var svo fjarstæðu- kennd að henni væri vísað á bug án umræðu og þeir létu sér fátt um finnast þegar þeim var bent á að sumar hugmyndirnar væru ófram- kvæmanlegar. Gott dæmi um slíkt er Sirkus Zoo. Þessi sænski sirkus var fenginn hingað árið 1951, en vegna ófyrirséðra atvika, sum- arvertíðar sirkussins ytra og erfiðleika á að fá tilskilin leyfi þá dróst koma sirkusins fram á haustið. Hann kom ásamt sirkustjöldum, dýrum og listafólkinu með Dronning Alexandrine um miðjan október. Margir töldu fyrirtækið dauðadæmt á þessum árstíma en ekki okkar menn. Þeir leigðu flugskýli nr. 3 á Reykjavík- urflugvelli og settu sirkustjaldið upp þar inni. Þarna voru einir tíu hvítabirnir, fíll, ljón, apar og fleiri dýr sem vöktu mikla athygli. Þar að auki voru skemmtikraftar og stjórnendur sem Morgunblaðið segir hafa verið sundurleitan hóp: „Ljóshærðar fimleikastúlkur frá Danmörku og Svíþjóð, snaggaralegir loftfimleikamenn, þel- dökkir Marokkómenn og unglingar og tæplega meters hár dvergur, pólskur,“ segir í blaðinu. Það er skemmst frá að segja að þrátt fyrir allar hrakspár og mikið framboð á skemmtunum af ýmsu tagi þá flykktist fólk í flugskýlið að sjá Sirkus Zoo. Yfir 40.000 miðar seldust og eftir 50 sýningar pakkaði sirkusinn saman og sigldi heimleiðis með gamla Gullfossi í nóvemberlok, en SÍBS menn undu glaðir við sitt. Hagnaður varð góður af fyrirtækinu þrátt fyrir mikinn til- kostnað og framtakið mæltist yfirleitt vel fyrir. Snoddas, Scymberg og Alice Babs Árið 1953 var ekki tíðindalaust á menningarsviðinu hjá SÍBS. Gösta Nordgren, „Snoddas“ kom hingað frá Svíþjóð þar sem hann hafði skotist upp á stjörnuhim- ininn á skömmum tíma. Söngstíll hans var ekki óumdeildur og hann hafði ekki söngnám að baki heldur skaust upp á sænskan stjörnu- himin á einu kvöldi. Það var í útvarpsþættinum „Karruselen“ þar sem hann söng lagið sem þekkt- ast var hér á landi undir heitinu: Hadderian, haddera, en fékk nafnið Ástir sjóar- ans í ágætu ljóði Lofts Guðmundssonar. Hann hélt alls 10 tónleika og var uppselt á þá alla. Hann þá engin laun fyrir önnur en ferðakostn- að og uppihald. Frægðarsól hans reis mjög hratt í Svíþjóð en ljómaði ekki mjög lengi. Gösta Nordgren hélt þó áfram að syngja allt fram á síðasta dag, en hann lést aðeins 54 ára er hann var að skemmta á sjúkrahúsi í Svíþjóð 1981. Næst kom mjög þekkt söngkona frá konunglegu óperunni í Stokkhólmi, Hjördís Scymberg. Hún hélt söngskemmtun fyrir SÍBS í Þjóðleikhús- inu og gaf SÍBS allan hagnaðinn. Þjóðleikhúsið fékkst að auki frítt og stafsfólkið þar gaf vinnu Sirkus og söngskemmtanir

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.