SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 19

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 19
19 sína þetta kvöld en húsfyllir varð. Í nóvember þetta sama ár kom svo Charles Norman tríóið og söngkonan Alice Babs. Þetta listafólk var mjög þekkt um þessar mundir og naut mikilla vinsælda hér á landi. Haldnir voru 12 tónleikar fyrir fullu húsi og mjög góðar undirtektir. Verulegur hagnaður varð af þessu. Sarah Leander, Helena Eyjólfsdóttir og enskir rokkarar Árið 1953 var því helgað sænsku listafólki og enn komu sænskir listamenn í ágúst árið1954 á vegum SÍBS.Nú voru það söngkonan Sarah Leander og tenórsöngvarinn Lars Rosén. Tón- leikar þeirra í Austurbæjarbíói voru hins vegar ekki vel sóttir og 50.000 króna tap varð á þessu fyrirtæki. Síðar þetta sama ár komu Normans kvartett ásamt söngvurunum Marion Sundh og Ulf Carlén og héldu tónleika. Nokkur hagn- aður varð af þessum tónleikum, eða um 27.000 krónur. Þegar árið var skoðað í heild töldu stjórnarmenn SÍBS að nú væri rétt að fara sér hægt í fjáröflun af þessu tagi, þar sem hagn- aður væri engan veginn öruggur. Því voru ekki fengnir fleiri skemmtikraftar að sinni. Í maí 1957 var efnt til stórtónleika í Austurbæjarbíói þar sem annars vegar kom fram íslensk stórsveit Gunnars Ormslev ásamt ungri söngkonu, Hel- enu Eyjólfsdóttur en hins vegar lék enska rokksveitin Tony Crombie and his Rockets. Þetta gafst vel og skilaði SÍBS um 80.000 krónum. Þarna var þó farið með gát, því aðrir aðilar fluttu inn skemmtikraftana og ábyrgðust halla ef yrði, en fengu ágóðahlut af hagnaðinum. Sömu aðilar buðust til að koma næst með stórsöngvarann Tommy Steele og mættu á fund stjórnar með hliðstætt tilboð og fyrr. Stjórnin taldi hins vegar kostnað mikinn og ekki ljóst með hagnaðinn og óskaði frekari upplýsinga sem ekki virðast hafa komið og virðist málið þar með úr sögunni af hálfu SÍBS samkvæmt fundargerðabókum. Tommy Steele kom til landsins og skemmti ungu fólki en líklega þó ekki á vegum SÍBS. Því virðist þessum þætti í sögu SÍBS hafa lokið um þetta leyti eftir umtalsverð umsvif í nokkur ár.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.