SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 21
21
Hlíðabær er til húsa á Flókagötu 53 og tók til
starfa 22. mars 1986. Það var jafnframt fyrsta
dagþjálfunin sem sérstaklega var ætluð þeim
sem greinst hafa með heilabilunarsjúkdóma.
Rekstraraðilar eru þeir sömu og hjá Múlabæ,
SÍBS og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands.
Auk þess koma fulltrúar eldri borgara í Reykja-
vík að stjórn heimilanna.
Allt að 20 manns eru í þjálfun hvern virkan
dag.
Markmið starfsins:
1. Að bæta líðan skjólstæðinganna með mark-
vissri þjálfun.
2. Að auka möguleika þeirra á að búa lengur á
eigin heimili.
3. Að styðja aðstandendur.
Í Hlíðabæ er lögð áhersla á jákvæða virkni,
virðingu fyrir einstaklingnum og vellíðan bæði
skjólstæðinga og starfsfólks heimilisins.
Skipulögð dagskrá skiptist í þjálfun, afþrey-
ingu og hvíld. Leitast er við að koma til móts
við áhuga og hæfni hvers og eins þannig að
allir fái viðfangsefni við hæfi, nýti sínar sterku
hliðar og njóti þess að vera þáttakendur í starfi
og leik.
H l í ð a b æ r
Virðing – virkni – vellíðan
Fastir liðir í dagskránni:
Líkamsrækt, t.d. leikfimi, sund, gönguferðir og
dans.
Þjálfun í ýmsum athöfnum daglegs lífs. T.d.
heimilisverk, bakstur, sultugerð, garðrækt o.fl.
Fjölbreytt starf er í vinnustofum Hlíðabæjar,
smíðavinna, kertagerð, kortagerð, prjón, saumar
og margt fleira.
Söngur, lestur, umræður og ýmislegt fleira sem
stuðlað getur að aukinni virkni og ánægju.
Ferðir á söfn, kaffihús o.fl. Einnig eru farnar
lengri ferðir t.d. á sumrin.
Lögð er áhersla á góð samskipti við fjölskyldur
skjólstæðinga.
PROCESS litir
CYAN 43
MAGENTA 0
YELLOW 100
SVART 60