SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 22
22
Samtök lungnasjúklinga hafa starfað í rúm
11 ár og hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á
félagslegu hliðina. Því er það að á mánudög-
um hittast félagar frá kl. 16 – 18 í Síðumúla
6, SÍBS húsinu. Nefndum við það Rölt og
rabbhópinn. Þessar samverustundir hafa gef-
ist vel og margir segja að þeir hlakki alltaf til
mánudaganna því þeir séu svo upplífgandi og
algjörlega ómissandi í þeirra lífi. Það vill nú oft
verða svo, því miður, að fólk sem greinist með
ólæknandi sjúkdóma og smám saman missir
þrek til allrar hreyfingar vegna mikillar mæði
vill oft einangrast, og veigrar sér við að fara út
á meðal fólks. Því er samveran á mánudögum
oft það eina sem fólk treystir sér til að fara.
Þess vegna er það svo mikilvægt að nýta sér
þessa fínu aðstöðu sem er í SÍBS húsinu.
Við höfum fengið ýmsa fagaðila úr heilbrigð-
isstétt til okkar með fræðslu sem er mjög gagn-
legt og oftar en ekki mjög skemmtilegt. Einnig
fylgjumst við með öllum nýjungum á sviði
lungnajúkdóma, hvað varðar ný lyf á mark-
aðnum og einnig ýmsum nýjungum er varða
aðgerðir t.d. lungnasmækkun o.fl.
Við erum með heimasíðu sem hefur, sem betur
fer, hjálpað okkur til þess að ná til landsmanna
og þannig höfum við haft samband við marga
lungnasjúklinga á landsbyggðinni. Á síðasta ári
var stofnað „útibú“ á Akureyri sem nefnir sig
Líf og loft og þeir eru einnig með opið hús einu
sinni í viku og hittast þar í húsi Krabbameins-
Frá Samtökum lungnasjúklinga
félagsins. Er það von okkar að það megi opna
fleiri „útibú“ t.d. bæði á Austfjörðum og Vest-
fjörðum. Verður stefnt að því fljótlega. En,
aðalatriðið er að ná saman og miðla ýmsum
upplýsingum á milli manna, þannig lærum við
mest um okkur sjálf.
Skrifstofa SLS er opin á mánudögum frá kl. 16
– 18. Síminn er 560 4812 og er hann einnig
áframtengdur í síma formanns, svo það er alltaf
hægt að ná til okkar utan skrifstofutíma.
Megi veturinn verða ykkur mildur og þægilegur
á allan hátt.
Jóhanna Pálsdóttir, formaður.
Tveir úr rabb- og rölthópnum ræðast við, Friðjón
Sigurjónsson og Gísli Guðbrandsson.
GARÐABÆR
www.ga rdabae r. i s