SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 26
26
Það er gott að koma í Múlabæ, sem er rekinn
af SÍBS og Reykjavíkurdeild Rauða krossins en
samtök eldri borgara eiga einnig mann. í stjórn.
Þarna er dagvist aldraðra og andrúmsloftið er
afslappað og gott. Fólk situr þarna við hann-
yrðir, blaðalestur eða spilar. Þá er margvísleg
þjónusta veitt, s.s. hárgreiðsla, hand- og fót-
snyrting, nudd og ýmis heilsuþjálfun og hægt
er að nota ýmis tæki til þeirra hluta líka.
Í Múlabæ hitti ég Önnu Stígsdóttur, sem er
rúmlega áttræð en létt í spori og bjart yfir
henni. Hún sat að spilum en tók mér vel og
fékk fararleyfi um stund hjá meðspilurum
sínum. Anna fæddist á Horni á Hornströndum
og ólst upp í Hornvíkinni, eins og hún segir
sjálf, en fluttist til ung til Ísafjarðar og svo
fljótlega til Reykjavíkur. Hún hefur komið í
Múlabæ tvisvar í viku í fjögur ár og unir hag
sínum vel.
„Ég lét til leiðast til að þóknast lækninum
mínum og ætlaði bara að koma hingað tvisvar
eða þrisvar og hætta svo. Mér líkaði bara svo
vel að vera hérna að hér hef ég verið síðan og
finnst einstaklega gott að koma hingað. Ég kem
á þriðjudögum og fimmtudögum frá því um
klukkan níu til þrjú. Hér er frábært starfsfólk
og gott atlæti. Ég held bara að ég hafi haft for-
dóma gagnvart Múlabæ áður en ég kom hing-
að. Ég hélt að hér væri bara gamalt og heilsu-
laust fólk og heldur dauf tilvera, en reyndin er
sú að hér fullt af skemmtilegu fólki og maður
eignast vini hérna. Þó skipti séu mikil á fólki
þá eru samt 10-15 þeir sömu og voru hér þegar
„Maður eignast vini hérna“
A n n a S t í g s d ó t t i r t e k i n t a l i í M ú l a b æ
ég kom fyrst og hér er gott að mynda tengsl
við fólk.“
Á leið inn í herbergið þar sem við spjöllum
saman hittum við heimilismenn sem sitja við
lestur, handavinnu eða spil og aðspurðir bera
þeir allir starfsfólkinu og heimilisbragnum góða
sögu. Múlalundur er griðastaður mjög margra
um stundarsakir og gegnir mikilvægu hlutverki.
„Fyrst þú ert frá SÍBS þá get ég sagt þér að ég
var á Vífilsstöðum með berkla 1949-50. Ég var
að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði áður en ég
kom suður og hef sennilega smitast þar. Eftir
Vífilsstaði fór ég á Reykjalund og var þar í
fjögur ár. Það var yndislegur tími. Fyrst var
ég á saumastofunni en lengst af að vinna í
borðstofunni. Á Reykjalundi fékk ég svo nýju
berklalyfin sem læknuðu mig. Ég vann hjá SÍBS
í tvö ár eftir að ég kom út af Reykjalundi og
síðan kom ég aftur þangað 1964 og var þá í
18 ár hjá Happdrætti SÍBS til ársins 1982. Eftir
það vann ég lengi hjá Rauða krossinum svo ég
er á heimaslóðum hér í Múlabæ undir stjórn
þessara góðu félaga.“
Svo sest Anna við spilin á ný og „makker“
heilsar henni með forhandargrandi sem vinnst
léttilega, en ég tek pjönkur mínar og myndavél
og fer, eftir að hafa fengið góðan kaffisopa í
Múlabæ.
Pétur Bjarnason