SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 29

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Qupperneq 29
29 Reykjavík. Ég var slappur og mér var ráðlagt að fara í skoðun í Berklavarnastöðina Líkn. Nið- urstaðan var: berklar í báðum lungum. Sam- dægurs var ég sendur á Vífilsstaðahælið. Þar fór ég á átta manna stofu á þriðju hæð. Þá var það föst regla, að sjúklingar voru látnir liggja í rúminu í þrjá mánuði, þar til séð varð hvernig heilsan þróaðist. Ég reyndist ekki með smitandi berkla. Tvær aðferðir voru einkum notaðar til lækn- inga, svonefnd blásning, en þá var holnál stungið inn á milli rifja og loft látið milli lunga og brjósthimnu til að hvíla lungað. Hin var svonefnd höggning, en þá voru rif fjarlægð úr síðunni til að þjappa lunganu saman. Lyf gegn berklum voru þá ekki komin til lands- ins. Fyrsta lyfið var Streptomycin, sem Selman A. Waksman kynnti árið 1943 og fékk Nób- elsverðlaun fyrir. Fyrstu tveir skammtarnir af lyfinu komu hingað til lands 1947 og sagt var að þetta væru fyrstu skammt- arnir, sem fóru frá Bandaríkj- unum. Næsta lyf í röðinni var svonefnt PAS og síðar kom Isoniazid og var það fyrst notað í Bandaríkjunum og Þýskalandi 1951. Það var fyrst gefið á Vífilsstöðum 28.mars 1952. Reynd var blásning við bæði lungu, en hún tókst ekki, þar sem ég hafði fengið brjóst- himnubólgu sem stráklingur og brjósthimna og lungu gróið saman. Þrátt fyrir þetta hres- stist ég smám saman. Eftir árið var ég orðinn sæmilegur á heilsu og fór þá að fara í gönguferðir. Ekki var talið ráðlegt að ég færi beint út í atvinnulífið og því ákveð- ið að ég færi á Reykjalund. Þangað kom ég í september 1948. Ég fór að vinna á bólst- urverkstæðinu þar, því ég hafði ekki trú á að ég væri efni í smið. Þegar Iðnskóladeild var stofnuð á staðnum fór ég strax í nám þar. Það reyndist mér ómet- anlegt í garðyrkjunámi og síðar við Cornell háskólann í Bandaríkjunum. Á Reykjalundi batnaði heilsan og á árinu 1950 var farið að huga að starfi í faginu. Ekki fékkst það en með hjálp Odds Ólafssonar komst ég á Garðyrkjuskólann í apríl 1951, en það er önnur saga. Kveðið á Reykjalundi: Kyrrð er yfir láði og legi lækkar sól og kvöldar brátt. Einn ég geng á grýttum vegi i gæfuleit, þótt halli degi samt ég geng í sólarátt. Gönguhópur á Vífilsstöðum 1948. Göngufatnaður hefur breyst mikið frá þessum tíma.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.