SÍBS blaðið - 01.10.2008, Page 32
2
Astma- og ofnæmisfélagið hefur efnt til átaks
í samvinnu við lyfjafyrirtækið AstraZeneca,
World Class og fleiri aðila. Tilgangur þess er
að sýna fólki með astma að með réttri notkun
astmalyfja, reglulegri líkamsrækt og skynsam-
legum lifnaðarháttum þá er full ástæða til að
lifa lífinu til fulls. Lokamarkmið verkefnisins
er að þátttakendur gangi á Hvannadalshnjúk,
hæsta tind Íslands í maí 2009. Nú þegar hafa
60 manns skráð sig í verkefnið og hafið þátt-
töku.
Í verkefninu er fólgið að mæta í fjallgöngur
einu sinni í mánuði og munu þær verða æ erf-
iðari þar til að því lýkur með lokatakmarkinu
sem er ganga á Hvannadalshnjúk. Í þessar
ferðir er að jafnaði farið á laugardögum. Einu
sinni í mánuði er þrekæfing úti eða inni undir
stjórn Fríðu Rúnar Þórðardóttur. Einnig er fyr-
irhuguð fræðsla um þjálfun, astma, næringu og
útbúnað og kennsla í fjallamennsku. Ráðgert
er að gera þolpróf tvisvar á tímabilinu og að
þátttakendur haldi astmadagbækur og mæl-
Á u p p l e i ð m e ð a s t m a !
Astmafjallgöngur 2009
ingar á lungnastarfsemi. Í maí 2009 verður
farið í rútuferð í Öræfasveit og undir leiðsögn
reyndra fjallamanna verður gengið á Hvanna-
dalshnjúk. Farin verður svokölluð Sandfellsleið.
Áætlað er að um hér geti verið að ræða allt að
14 klukkustunda göngu í erfiðu landslagi með
margbreytilegu veðurfari og að hún geti reynt
verulega á fólk, bæði líkamlega og andlega.
Áður fyrr var því haldið fram að þeir sem væru
með astma ættu sem minnsta að gera af því
að hreyfa sig og sérstaklega úti við í kulda og
vindi. Að hluta til var þetta vegna þess að þá
voru ekki til eins öflug lyf við astma eins og
eru nú. Nú hafa fjöldamargar vísindarann-
sóknir sýnt fram á notagildi líkamsþjálfunar
fyrir astmaveika. Með því er hægt að draga úr
einkennum og fækka versnunum og stuðla að
vellíðan og létta öndunina. Margir sem eru
með astma eru verri við áreynslu. Mikilvægt er
fyrir þá að taka lyfin fyrir áreynslu og tryggja
það að þeir andi ekki að sér mjög köldu lofti.
Fjallgöngur eru ólíkar annarri áreynslu á