SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 35
5
ró, að hafa átt þess kost að ná sér á eigin for-
sendum af sjokkinu sem alvarlegt hjartaáfall
hefur í för með sér hefur hjálpað mér síðar,
þegar samskonar og afleidd áföll hafa orðið.
Meiri hjartveiki og misalvarlegir blóðtappar
bæði í ökla og eyra, ef svo má að orði komast.
Það var einhvern tíma sagt við mig í Finnlandi
að ég hefði verið heppinn. Í fyrsta lagi að fá
hjartaáfall í forsetahöllinni og láta hringja eftir
sjúkrabíl þaðan. Í öðru lagi að lenda á hjarta-
deildinni á HYKS háskólasjúkrahúsinu í Hels-
inki, sem þá var nýuppgerð og fín til að geta
tekið sómasamlega við Jeltsin Rússlandsforseta
sem stuttu áður hitti Clinton á leiðtogafundi og
var veill fyrir hjarta, og í þriðja lagi að lenda
hjá heimsþekktum hjartalæknum.
Þetta var sjálfsagt mikil heppni, en lukkuleg-
astur hef ég orðið að njóta þjónustu íslenskra
heilbrigðisstarfsmanna. Þá fyrst er maður hepp-
inn.
Það er sama hvort við tölum um Unni á
hjartadeildinni, Árna Kristins, Ragnar Daní-
elsen, Guðmund Þorgeirs, Gizur, Kristján Eyj-
ólfsson, Bjarna Torfa eða alla aðra sem vinna
með í hjörtunum. Íslenskir hjartasjúklingar eru
heppnir að eiga þetta fólk og ekki síður ríkan
almennan vilja þjóðarinnar til að kosta gott
heilbrigðiskerfi fyrir alla.
Við sem sem höfum lent í alvarlegum áföll-
um gerum okkur grein fyrir þessu. Við vitum
hve dýrmæt þessi samfélagsstoð er. Því miður
er það svo að menn velja sér ekki sjúkdóma
og það er ekki hægt að banna þá með lögum.
Hvorki krabbameinið sem ungabarnið fær né
hjartaáfallið sem ungt fólk og hraust fær. Þeir
sem verða fyrir áföllum læra að meta góða
heilbrigðisþjónustu af því tagi sem við eigum
öll aðgang að. Hún er jafn mikilvæg og sú
góða fjölskylda, sem við eigum, og hjálpar
okkur aftur af stað.
Helgi Már Arthursson fékk hjartaáfall 46 ára
og endurtekið síðar. Hann fékk blóðtappa í
heila tíu árum síðar.