SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 37

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 37
7 um hjartasjúkdómum hafa batnað til mikilla muna og miklar framfarir hafa orðið í hjarta- skurðlækningum við meðfæddum hjartagöllum, sem hafa bætt horfur þessara yngri sjúklinga mikið. Endurhæfing eftir áföll og aðgerðir hefur reynst mörgum ómetanleg til að ná aftur þeim andlega og líkamlega styrk, sem þarf til að taka fullan þátt í þjóðfélaginu að nýju. Enda þótt mikið hafi áunnist í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma má ekki sofna á verð- inum. Því er spáð í nálægum löndum að fjöldi þeirra sem munu lifa með afleiðingum hjarta- sjúkdóma og hjartaáfalla muni vaxa verulega á næstu áratugum. Í Bretlandi er því spáð að innlögnum á sjúkrahús vegna hjartabilunar og takttruflana svo sem gáttatifs muni því aukast um 40-50% á næstu 25 árum. Líklegt þykir að sama þróun verði hér á landi. Með öðrum orðum þótt nýjum tilfellum kransæðasjúkdóms í yngri aldurshópunum fari fækkandi þá lifa fleiri með sjúkdóminn vegna betri meðferðar og langflestir þeirra fara aftur út í lífið af full- um krafti. Um síðir geta þó komið fram ýmsir fylgikvillar sjúkdómsins, sem glíma verður við og því er reiknað með verulegri fjölgun þeirra sjúklinga. Þessum hóp verður að sinna, og hann mun þurfa áframhaldandi lyfjameðferð og eftirlit vegna síns sjúkdóms og m.a. vegna þessa mun þörfin fyrir þjónustu til handa hjartasjúklingum aukast á komandi árum. Öll þessi nýju lyf, aðgerðir og lækningatæki kosta mikla peninga en fyrir þann kostnað fæst ávinningur sem alls ekki má vanmeta. Fyrir einstaklinginn er það ómetanlegt að ná aftur heilsu og geta farið aftur út á vinnumarkaðinn. Af því er einnig að sjálfsögðu beinn þjóðhags- legur ávinningur. Sá hluti bókhaldsins gleymist býsna oft. Á fjárlögum hefur yfirleitt of litlu fjármagni verið ætlað til tækjakaupa í íslenska heilbrigð- iskerfinu. Einstaklingar og samtök þeirra hafa oft brugðist við því með margvíslegum stuðn- ingi ekki síst með fjárframlögum til tækjakaupa og eiga því ríkan þátt í því að íslenska heil- brigðiskerfið er jafn gott og árangursmælingar benda til. Guðmundur Bjarnason formaður stjórnar Hjartaheilla Ásgeir Þór Árnason framkvæmdastjóri Handbók um mataræði aldraðra Ráðleggingar um hreyfingu Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.