SÍBS blaðið - 01.10.2008, Síða 41
1
Ég var hins vegar þrjóskari en allt og sann-
færð um að þetta myndi lagast og keypti ekki
lyfin. Mér leið betur dagsdaglega, losnaði smám
saman við hjartsláttinn og var það greinilega
eitthvað tímabundið ástand. Ég hélt mínu striki
við æfingarnar sem voru auðvitað ekkert í lík-
ingu við það sem þær áttu að vera. Fór svo í
keppnisferð erlendis um vorið og gekk mjög illa
og ferðin ónýt!
Byrjaði upp frá þessu að nota lyfin og var í
miklu “struggli” í byrjun og fannst þetta ekkert
vera að gera neitt einasta gagn. Gunnar skipti
þá um lyf og fór mér loksins að líða betur og
að hafa betri stjórn á astmanum.
Hver og einn þarf að prófa sig áfram með það
hvað hentar honum best og hef ég sjálf prófað
mismunandi útfærslur á lyfjatöku fyrir álag og
þá sérstaklega fyrir keppni. Ég hef til að mynda
prófað að taka lyfin 10 mínútum fyrir upp-
hitun, klára upphitun og taka svo 2 hraða 150
– 200m spretti til að “rífa aðeins í lungun” en
hætti því svo var ekki alveg að gera sig, fannst
púlsinn fara svo hátt upp. Einnig hef ég prófað
að pústa mig 15 mínútum fyrir létta upphitun
sem hefst einni klukkustundu fyrir tímasetn-
ingu hlaupsins og pústa mig svo aftur 15 mín-
útum fyrir keppni. Það sem ég geri í dag er að
pústa mig 20 mínútum fyrir upphitun og aftur
20 mínútum fyrir keppnina. Þetta kerfi hefur
reynst mér mjög vel og dregur úr óþægilegum
aukaverknum eins og hraðari hjartslætti.
Mikilvægt er þó að forðast mikið stress hvort
heldur á keppnisstað eða klukkustundirnar á
undan því mikið stress og tímahrak espar upp
einkennin og skemmir verulega fyrir árangr-
inum.
Ég tel að það að fáir á Íslandi í frjálsíþróttum
og kannski íþróttum almennt eru með astma
dragi úr meðvitund þeirra sem ekki eru með
astma fyrir því hversu hamlandi astminn getur
verið. Ég hef til dæmis upplifað að fólk gleymir
og hefur engan skilning á því að ég sé raun-
verulega með astma og þurfi því stundum að fá
vissan stuðning og skilning af þeim sökum.
Astmalyf eru eingöngu leyfð þeim sem þurfa
virklega á þeim að halda og hef ég þurft að
fara tvisvar í metacolin test til að staðfesta
það fyrir alþjóðlegri lyfjaeftirlitsnefnd að ég
þurfi á lyfjunum að halda. Hér hefur starfsfólk
lungnadeildar Landspítala í Fossvogi reynst mér
einstaklega vel í þessum efnum.
Spurning margra er hvort árangurinn hafi
dvínað eftir að ég fékk astmann. Það er í raun
óraunhæfur samanburður vegna þess að minn
besti árangur er síðan árin 2003-2005 sem voru
mín bestu íþróttaár frá upphafi. Hins vegar þá
hef ég náð fínum árangri eftir að astminn kom
til sögunnar, til að mynda bætt minn besta
tíma í 10000m hlaupi og náð fjórða og fimmta
besta tímanum mínum í 5000m hlaupi.
Fínn árangur á heims-, evrópu- og norð-
urlandameistaramótum öldunga hefur náðst á
síðustu þremur til fjórum árum. Auk þess að
vera enn í fremstu röð á Íslandi komin hátt á
fertugs aldur sýnir hvað hægt er að gera þegar
öflugar og skynsamlegar æfingar og hollt mat-
aræði í takt við þörf er haft í hávegum til við-
bótar við góð lyf og rétt notkun þeirra í mínu
tilfelli. Ekki má gleyma heilbrigðu og jákvæðu
hugarfari ásamt ómetanlegum stuðningi nán-
ustu.
Þegar Bjarnfríður Guðmundsdóttir hjá Astra
Zeneca hafði samband við mig og viðraði við
mig þá ótrúlegu hugmynd að ég myndi þjálfa
hóp astmasjúklinga til að hlaupa maraþon í
Reykjavíkur Maraþoni hélt ég að hún væri ekki
með réttu ráði. Mér fannst ég engan veginn
hafa næga reynslu af þjálfun hvað þá heldur
astmasjúklinga til að gera þetta auk þess sem
mig vantaði ekki verkefni.
Sannfæringarkraftur hennar, mín góðmennska
og tilhneiging til að geta ekki sagt nei varð
hins vegar til þess að ég lét til leiðast og sem
betur fer segi ég nú.
Þegar astmamaraþoninu lauk og tími kom-
inn til að sleppa hendinni af hópnum (sem var
mér mjög erfitt) fór ég að gera verkefnið upp í
huganum. Það sem fyrst kemur upp í hugann
er hvað þetta hafi í raun verið frábært tími,
frábært fólk sem ég kynntist og góð reynsla í
reynslupokann. Einnig fór ég að hugsa hvort að
það að ég sjálf fékk áreinsluastma hafi kannski
orðið til góðs þegar upp er staðið. Ef ég hefði
ekki greinst með astmann, fengið svona góða
meðferð og frábæran stuðning í staðinn fyrir
vorkunn, þá hefði ég ekki haft reynslu eða
þekkingu til að láta gott af mér leiða fyrir þá
sem ég hef verið svo lánsöm að fá að kynnast,
þjálfa og ráðleggja um hreyfingu undanfarið
ár. Það er algerlega á hreinu að hentug hreyf-
ing eflir líkama og sál og ekki síst ef sjúkdómur
eins og astmi er til staðar. Sjúkdómur þar sem
gott líkamlegt form og öflugt ónæmiskerfi er
lykillinn að hreysti og vellíðan.
Fríða Rún Þórðardóttir
Hlaupari
Næringarfræðingur
Þjálfari astmamaraþons og astmafjallgöngu
AstraZenece, Astma og Ofnæmisfélags Íslands
og World Class