SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 46

SÍBS blaðið - 01.10.2008, Side 46
6 Einn þeim starfsmönnum sem lengst hafa unnið í Múlalundi er Pétur Guðbjörn Jóhannesson. Pétur á afmæli á verkalýðsdaginn þannig að það er alltaf mikið um að vera á afmælinu hans. Samt meira en venjulega 1. maí s.l. því þá varð hann sextugur og það var haldið upp á það með veglegri veislu. Pétur hefur unnið í Múlalundi í um fjörutíu ár. Hann sagðist hafa unnið ýmsa vinnu áður, m.a. við byggingavinnu, en með hjálp systkina sinna þá var honum útveguð vinna í Múlalundi og þar hefur hann unnið síðan og missir nán- ast aldrei dag úr vinnu. Hann kemur hjólandi til vinnu í öllum veðrum, jafnt vetur og sumar og setur nagladekk undir hjólið þegar hálkan kemur. Oft er hann mættur snemma, jafnvel upp úr kl. sjö á morgnana, en þá er góður tími til að setjast niður með félögunum, fá sér morgunandakt með kaffisopa og leggja línurnar fyrir daginn en vinna hefst svo klukkan 8. Pétur gengur í mörg störf í Múlalundi. Mjög oft vinnur hann á skurðarvél og sker plast auk margs annars. Hann hefur yfirumsjón með flokkun og frágangi á afskurði og afgöngum sem fara til förgunar eða endurvinnslu, tekur það víðsvegar um vinnusalinn og skilar á sinn stað. Þar að auki sér hann um að hringja í kaffi- og matartíma auk margs annars sem hann starfar á staðnum. Sjálfur segist hann frekar vinna léttari vinnu nú en þegar hann var yngri. Að sögn verkstjórans er Pétur mjög traustur starfsmaður og rækir hlutverk sín af mikilli trúmennsku. Pétur fór í september s.l. í fjögurra daga ferð til Manchester að sjá átrúnaðargoð sín í Hjólar til vinnu allt árið H e i m s ó k n í M ú l a l u n d Manchester United leika við Bolton. Strákarn- ir brugðust honum ekki því þeir unnu leikinn 2-0. Pétur var ánægður með ferðina og sagði hana hafa verið góða. Farið var á föstudegi og komið á mánudegi. Ferðin hefði ekki mátt vera mikið lengri, því strax var allt úr skorðum í Múlalundi, fötur og stampar fullir af afskurði og varla nokkur regla á kaffi og matartímum. Þetta komst samt allt í lag þegar Pétur mætti aftur. Pétur segist vera mjög ánægður í Múlalundi. Þetta er nánast annað heimili hans. Hann tekur þátt í ferðalögum og öðru sem snýr að félagslífi starfsmannanna. Oftast hefur hann líka mætt á Opið hús á SÍBS deginum og heilsað upp á starfsliðið þar og fengið kaffi og vöfflur. Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar ásamt Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Pétur gengur í mörg störf í Múlalundi Pétur og Gunnar Albert Ottósson.

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.