Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 6
Einþáttungur eftir
Þorstein Marelsson:
Alþýðlegur fyrirlestur
Þátturínn er tileinkaður öllum þeim gáfumönnum sem
komið hafa fram í fjölmiðlum undanfarin ár og frætt
alþýðu landsins um nánast allt milli himins og jarðar.
Borð, stóll. Á borðinu er glas með vatni.
Fyrirlesarinn kemur inn. Hann er miðaldra. Hann er
með úttroðna skjalatösku, skellir henni á borðið, sest.
Tekur blað uppúr jakkavasanum, lítur á það, verður
undrandi á svipinn, dæsir. Rís upp.
Fyrirlesarinn: Hér hafa orðið á mistök, ég vissi ekki
betur en ég ætti að halda fyrirlestur um breytilega heila-
starfsemi á grundvelli sólarferða með hliðsjón af sólar-
ferðum íslendinga. En á þessum miða (veifar miðanum)
stendur skýrum stöfum að ég eigi að halda alþýðlegan
fyrirlestur um efnið: Hvað er sannleikur? (Setur mið-
ann í vasann). Svona er þjóðfélagið orðið ómanneskju-
legt, vegna þess að ég er frægur maður hefur þjóðfélagið
slegið eign sinni á mig, útvegar mér umboðsmann sem
sendir mig þvers og kruss um landið og lætur mig halda
fyrirlestra, ég fæ ekki einu sinni að vita um hvað fyrr en
á síðustu stundu. (Tekur miðann úr vasanum, horfir á
hann, hlær). Ja hvar fjandinn. Þetta er ekki ég - það er
allt annar maður sem á að flytja þennan fyrirlestur.
Svona ruglingur kom fyrir þegar ég var á fyrirlestrar
ferð í Danmörku fyrir skömmu. Það var eftirminnileg
stund en býsna óþægileg. Það vakti undrun mína að hús
þetta var hrörlegt, illa við haldið og stóð við fáfarna
götu. Því fremur vakti þetta undrun mína að ég stóð í
þeirri trú að ég ætti að flytja smá tölu yfir jóskum
slátrurum sem héldu þing sitt í Kaupmannahöfn um
þetta leyti. Raunar taldi ég þetta misskilningum leiðog
ég kom í salinn þeas ég taldi það misskilning að þarna
væri um misskilning að ræða. Þeir störðu á mig alveg
einsog slátrarar, þó var eitt sem kom mér á óvart -
þarna voru margir horaðir, en slátrarar eru feitir einsog
allir vita - sérstaklega þeir dönsku. Þeir sátu þarna hálf
vandræðalegir og störðu á mig, augnaráð þeirra var -
var græðgislegt, nærri því hægt að segja að þeir hafi
slefað með augunum. Svo kom heldri maður uppá svið
og kynnti mig sem indverskan kynlífssérfræðing og
nafnið á fyrirlestrinum var: Variation og fornyelse i
sexuallivet. Og þarna sátu þessir vesalingar tilbúnir að
gleypa í sig hvert orð. Ég hef aldrei lent í öðru eins og ég
sem er .... (þagnar, rótar í vösunum, dregur aftur upp
miðann, starir á hann). Nú, égvirðist veraáréttumstað
eftir allt saman. Ég sé það líka þegar ég horfí betur á
ykkur, þið eruð greinilega alþýðufólk (þefar út í loftið)
það leynir sér ekki. Ég á mjög gott með að flytja fyrir-
lestra fyrir alþýðufólk, þótt ég segi sjálfur frá. Það eru
nokkur grundvallaratriði sem þarf að hafa í huga þegar
haldinn er fyrirlestur (opnar töskuna). Vegna þess að
þið eruð alþýðufólk - en aðaleinkenni alþýðunnar er -
sundurleysi. (Klórar sér í höfðinu) þetta er kannski ekki
nógu vel orðað hjá mér. Tökum dæmi: Hvernig þekkj-
um - ja þekkjum td -ja segjum já, hvernig þekkjum við
lögregluþjón frá ja presti? Það er ofurauðvelt, prest-
ar blóta ekki og nota hornspangargleraugu. Það er
einmitt þetta sem ég á við þegar ég er að tala um alþýð-
una. Einsog ég sagði áðan á ég auðvelt með að flytja
fyrirlestra fyrir alþýðufólk, ég er af alþýðufólki kominn
og þekki vel hugsanir þess, drauma og tilfinningar. En
til að nálgast ykkur, brúa bilið svo ykkur finnist ekki að
ég sé yfir ykkur hafinn, svo þið finnið að ég er einn af
ykkur (fer úr jakkanum) ætla ég að klæða mig uppá
(tekur vinnuskyrtu uppúr töskunni). Fötin skapa
manninn (fer í skyrtuna). Yfirleitt hefégekkifataskipti
fyrir framan áheyrendur, td kæmi mér það ekki til
hugar ef þessi fyrirlestur væri á vegum (rifur upp buxur
úr töskunni) hundavinafélagsins. I mínum augum er
þetta táknrænt, alþýðan er alltaf að hafa fataskipti
(treður sér í buxurnar utanyfir þær sem hann er í). Éger
mikið fyrir táknrænar aðgerðir og í beinu framhaldi af
því - mikið fyrir dæmisögur. Jæja gott fólk - alþýðufólk
vildi ég sagt hafa. Nú er ég orðinn einn af ykkur, þið
skuluð ímynda ykkur að ég sé hafnarverkamaður sem
hef komið í heimsókn til ykkar - réttur og sléttur hafn-
arverkamaður. Áður en ég fjalla beint um efnið - hvað
er sannleikur? er rétt að gera sér grein fyrir örfáum
mikilvægum atriðum, þó er auðvitað alltaf spurning
hvað er mikilvægt og hvað ekki. Sem dæmi get ég tekið
danskan prófessor, sem taldi öllu öðru mikilvægara að
finna kvaðratrót af mínus einum. Um þetta var hann
að hugsa dag og nótt, þar til hann fór að halda því fram
að hann væri kvaðratrótin af mínus einum og að lokum
kastaði hann sér út um glugga - þó ekki af fyrstu hæð.
Enginn má skilja orð mín á þann veg að ég sé á móti leit
mannsins að þekkingu, mikið langt frá því. Ég vil að-
eins benda ykkur á að forðast öfgar. Ég held að sú stétt
manna sem hefur tekist að temja sér hvað mesta hóf-
semi sé prestastéttin ég get ekki hugsað mér nokkurn
þann prest sem væri tilbúinn að láta krossfesta sig og þó
efast ég ekki um eitt andartak að þeir eru trúaðir og
tilbúnir að láta allt í sölurnar fyrir trú sína. Ykkur finnst
kannski að ég sé kominn langt frá því efni sem ég á að
tala um en þegar maður leitar að sannri þekkingu
verður maður að fikra sig áfram, rétt einsog sá sem
ætlar uppá fjallsbrún byrjar ferðina við rætur fjallsins.
Það sem er númer eitt er að muna eftir hverju er verið að
leita. Það var náungi sem ég þekkti - hann var að því
mig minnir í hjálparsveit skáta - eða flugbjörgunar-
sveitinni, man ekki hvort heldur var, enda skiptir það
ekki máli. Sko þarna geri ég greinarmun á því sem
skiptir máli og aukaatriðum. Það er aukaatriði hvort
hann var í hjálparsveit skáta eða flugbjörgunarsveit-
inni og ég tek það fram, þá vitum við að þarna er um að
ræða aukaatriði sem þar af leiðandi skiptir ekki máli. Þá
er aðalatriðið - það er - það er ekki áðurnefnt aukaatriði,
því getum við slegið föstu (fer að róta í töskunni, kemur
með bækur og blöð setur á borðið). Já það er kannski
rétt að fara aðeins nokkrum orðum um afstæðiskenn-
inguna sem er ákaflega einföld og hvert mannsbarn
skilur. Það má með nokkrum sanni segja að afstæðis-
kenningin sé svo einföld að það sé útilokað að útskýra
hana með orðum svo að nokkuð gagn sé að og býsna
hæpið að fara nánar útí þá sálma þó get ég (tekur upp
bók, blaðar í henni) get ég dregið aðalatriðin saman í
nokkrar setningar. En áður vil ég leggja ríka áherslu á
að þið megið ekki gleyma - ekki eitt andartak gleyma
því að fyrirlesturinn fjallar um hvað er sannleikur, það
er . . . já nú man ég. Ég var áðan að segja ykkur frá
6