Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 13

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 13
Við verðum að ná í sjúkrabíl strax, sagði forsetinn, hvar er síminn. Róninn vissi það og annar þeirra fór inn til stelpunn- ar, sem húkti þar í felum, og bað hana hringja þegar í stað í sjúkrabíl. Guðmundur hafi orðið fyrir slysi. Hún hringdi og meðan þeir biðu bílsins stumruðu þeir yfir Guðmundi forsetinn og róninn og reyndu að halda blóðrásinni í skefjum. Loks kom sjúkrabíllinn. Stúlkan fékk þeim kaffi öllum þrem og þeir tóku tal saman við borðið frammi við dyrnar. Er þeir höfðu setið um stund og rifjað upp gömul kynni forsetinn og róninn og borið saman bækur sínar um áhugamálin, var hringt. Stúlkan svaraði og kom síðan fram og sagði að þeir hefðu hringt frá slysavarð- stofunni. Það vantaði nefbroddinn. Þeir vildu helst fá hann, ef hægt væri og græða hann við. Þeir risu allir á fætur og tóku til við að leita að nef- broddinum. Bílstjórinn Ieitaði í kjallaratröppunum, ef ske kynni að hann leyndist þar, en forsetinn og róninn skriðu á fjórum fótum um gólfið fyrir innan afgreiðslu- borðið og finkembdu með höndunum. Ekki fundu þeir broddinn. Hvar skyldi hann hafa lent, sögðu þeir og potuðu í hverja rifu og grandskoðuðu hvert korn sem fyrir þeim varð. Hérna er hann, hérna er hann, hrópaði stúlkan. Þeir risu á fætur og hún sýndi þeim hvar broddurinn lá í miðri rjómatertunni. Hvernig eigum við að koma honum, spurði róninn Eyjólfur. Það er nú það, sagði forsetinn. Ætli þeir sæki hann ekki, annars skjótum við honum. Þeir báðu stúlkuna að hringja og segja nefbroddinn fundinn og hvort þeir geti sótt hann. Það var gert, en næst þegar þú kemur á Mokkakaffi skaltu veita athygli örinu á nefi Guðmundar, það sést enn vel. Gallerí Langbrók býður upp ó ýmsar tegundir listiðnaðar og myndlistar svo sem: Keramik/ vefnað/ tauþrykk í metravöru og úr- val af handþrykktum púöum. Ýmiskonar fatnað og aðra sérunna muni. Einnig er að finna í Galleríinu gott úrval af grafík eftir þekkta myndlistarmenn. opið mánudaga- föstudaga kl. 1-6. Gollerí Longbrók Vitastíg 12 13

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.