Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 26
Ásgeir Gargani
STÓRI BRÓÐIR
Einn laugardagsmorgun miðsumars óð Tóti út í vör
við Skerjafjörðinn á rauðum klofstígvélum, ýtti bát frá
landi og stökk upp í stefnið. Um borð var yngri bróðir
hans sem setti upp árar og réri frá landi. Logn var á firð-
inum og sól á heiðum himni.
Þetta var grunnur, opinn plastbátur, hvítur að lit með
þrem rauðum þóftum og rassmótor. Mótorinn var tíu
hestafla Mercury. I botni bátsins lá viðarkassi fullur af
handfærum. Bræðurnir höfðu keypt bátinn af föður
sínum um vorið, róið um helgar en sjaldan fengið neitt.
Tóti var tuttugu og sjö ára gamall leigubílstjóri sem
byrjaður var að fá skalla. Hann hafði brún augu og
beint nef, var klæddur dökkblárri duggarapeysu.
Bróðir hans hafði sítt ljóst hár, blá augu og hátt enni.
Báðir voru þeir langleitir. Bróðirinn hét Davíð en var
ætíð kallaður Dabbi. Dabbi var í hvítri lopapeysu og
snjáðum gallabuxum og var nemandi í Verslunarskól-
anum.
Tóti kippti í spottann á rassmótornum sem hrökk í
gang. Tóti tók stefnuna til hafs og setti á fulla inngjöf.
Faðir þeirra veifaði úr fjörunni og þeir veifuðu á móti.
Vatnið frussaði til beggja hliða og báturinn lyftist upp
úr að framan. Suðandi vélarglamrið virkaði svæfandi á
Dabba sem lagði sig fram í stefni.
Þegar þeir fóru fyrir Suðurnesið kom þung alda á
móti þeim, það braut á Kerlingarskerinu. Tóti hélt um
skaftið á mótornum og stýrði einbeittur á svip. A golf-
vellinum í Suðurnesinu elti maður handsláttuvél. Ut á
hafi sást skip á útleið, reyk úr skorsteininum lagði
langar leiðir. Hringinn i kringum Kerlingarskerið voru
netabaujur grásleppukarlanna og frá gulu vörðunni,
yst á nesinu, og að Gróttu var breitt belti. Lítið útlit var
fyrir að nokkur grásleppa kæmist þar í gegn. Baujurnar
vögguðu letilega í morgunblíðunni, öldurnar frá
bátnum kaffærðu þær. Gróttuvitinn trónaði yfir
svæðinu eins og risastór sígaravindill. Um borð var ekki
hægt að tala saman fyrir vélarskrölti.
Norður af Gróttu hægði Tóti á vélinni og sagði:
„Hvar er þetta?“
Dabbi spratt á fætur og leit í kringum sig.
„Þú verður að fara austar. Pabbi sagði að vitann yrði
að bera í íbúðarhúsið."
Þeir héldu ferðinni áfram. Eftir stundarkorn drap
Tóti á vélinni og sagði:
„Nú ber vitann í íbúðarhúsið. Hér skulum við renna.
Við getum þá alltaf fært okkur.“
Þeir greiddu úr flæktum færunum. Færin voru vafin
upp á kefli sem voru eins og hrossabrestur í laginu.
Taumurinn var blátt garn en girni neðst, segulnagli á
milli. Á hverju færi voru þrír önglar með gúmmíbeitu,
neðst var ryðguð sakka.
„Pabbi sagði að hann hefði komið hingað í niu daga
áður en hann hafði fundið holuna. En á níunda degi tók
hann eftir því að það dýpkaði, færið rann lengra út, og
skyndilega komst hann í gráðugan þaraþyrskling.
Hann sagði að maður yrði að vera handfljótur því
bátinn bæri fljótt yfir.“
„En það rekur hægt núna,“ sagði Dabbi og slakaði
færinu út.
Hann hafði gát á að önglarnir kræktust ekki í
lúkurnar. Dabbi var á fremstu þóftunni en Tóti á þeirri
öftustu. Þeir renndu færunum út frá sömu síðunni.
Múkki settist á sjóinn í tveggja metra fjarlægð.
„Sko, fugl. Það er sagt að þá sé fiskur undir,“ sagði
Dabbi.
„Bull,“ svaraði Tóti.
„Þú trúir ekki á neitt nema peninga.“
„Þeir svíkja engan.“
„Það er ekki branda hérna.“
„Við höfum ekki hitt á gatið.“
„Æi, þetta er bara lýgi í gamla manninum.“
„Eg veit að það er fiskur hér. Það er bara að detta
í hann.“
„Við skulum kippa,“ sagði Tóti og byrjaði að hífa
færið inn.
Þeir hringuðu línurnar á botinn í bátnum. Línan
nuddaðist við borðstokkinn og vatnið draup af henni.
„Eg held við ættum að fara nær landi,“ sagði Dabbi.
Þeir færðu sig nær landi en létu vitann bera við ibúð-
arhúsið. Múkkinn flaug upp og settist hjá bátnum á ný.
Undiraldan brotnaði á klettunum sem voru norðan til á
Gróttu. Reykjavík var að vakna í fjarska, þaðan
heyrðist þungur niður.
Dabbi lét færið renna sjálfkrafa út og sagði þegar það
kom í botn:
„Það er dýpra hérna."
„Á.“
Augu Dabba stækkuðu og hann hvíslaði æstur:
„Það er verið að narta í hjá mér.“
„Það er bara straumurinn."
„Nei. Eg er með fisk á,“ öskraði Dabbi og byrjaði að
hífa færið inn með miklum hamagangi.
„Það er fast i botni hjá þér.“
„Nehei.“
Skyndilega öskraði Tóti upp yfir sig:
„Eg er með hann líka.“
Og hann byrjaði að hala titrandi línuna inn.
„Þessi fíni þaraþyrsklingur," sagði Dabbi ogvippaði
rauðleitum þorski inn fyrir.
Múkkinn færði sig nær. Dabbi krækti önglinum úr
kjafti þorsksins og fleygði færinu út í flýti. Tóti var líka
með þaraþyrskling. Dabbi kipptist við svo minnstu
munaði að hann félli kylliflatur.
„Eg er kominn með hann aftur.“
„Ég trúi þér ekki,“ sagði Tóti og flýtti sér að slaka
færinu út.
„Do you have a fisk mister fix,“ sagði Dabbi, það lá
við að hann springi af monti.
„Það er allt morandi af fiski hérna. Við verðum að
blóðga fiskana, annars festist blóðið við hrygginn og þá
getum við ekki selt þá.“
„Loksins hittum við í fisk.“
„Nú veiðum við upp í bensínkostnaðinn sem við
höfum eytt í sumar," sagði Tóti.
Þeir innbyrtu hvern fiskinn á fætur öðrum. Oft var
fullur slóði, fiskur á hverjum öngli. Þeir blóðguðu á
meðan færið rann út, en höfðu ekki undan. Þetta var
hinn vænsti fiskur. Brátt var komið botnfylli, þá horfði
26