Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 11

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 11
Hrafn Gunnlaugsson Á bak við hávaðann býr þögn. Sígarettustubbar í náttfötum skipta engu máli. Tungan skýtur rótum. Öndunin djúp þrýstir þér ofan í gólfið. Hugsanir sem eiga í ekkert hús að venda villast út ganginn. HVÍLD FILMA Hvít og svört brjóstahöld gægjast gegnum kjarrið. í skjólsælli laut situr litla fjölskyldan úr eldhúsróman- inum og sleikir sólina. Niður við vatnið stendur reisulegur sumarbústaður. I stofuglugganum glampar nýslegin grasflöt. Heimilisfaðirinn dæsir feginn og strýkur svitaperlur af skallanum. Á rykugum malarvegi hrekur sviplaus maður sveitt hross. Álútur í hnakknum með barðastóran síðhött, klæddur svartri skyrtu og vinnubuxum. Hann gefur tauminn lausan og hallar sér fram á makkann. Rauða- mölin skrjáfar í vegkantinum og hrossið rásar inn í kjarrið. Nú er tími reyfarans. Rétt ofan við lautina nemur hrossið staðar. Hann situr grafkyrr um stund, hlustar á hlátra og skríkjur fljúga úr lynginu. Loks pírir hann augun, stígur hljóð- lega af baki, losar tvíhleypuna úr hnakkólunum, fikrar sig niður brekkuna. í dauðafæri gægist síðhöttur upp úr kjarrinu. Haglélið æðir. Hryðjuverk haustsins eru hafin og örlítil roðablóm springa út úr hvítum og svörtum brjóstahöldum. 11

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.