Lystræninginn - 01.05.1979, Page 11

Lystræninginn - 01.05.1979, Page 11
Hrafn Gunnlaugsson Á bak við hávaðann býr þögn. Sígarettustubbar í náttfötum skipta engu máli. Tungan skýtur rótum. Öndunin djúp þrýstir þér ofan í gólfið. Hugsanir sem eiga í ekkert hús að venda villast út ganginn. HVÍLD FILMA Hvít og svört brjóstahöld gægjast gegnum kjarrið. í skjólsælli laut situr litla fjölskyldan úr eldhúsróman- inum og sleikir sólina. Niður við vatnið stendur reisulegur sumarbústaður. I stofuglugganum glampar nýslegin grasflöt. Heimilisfaðirinn dæsir feginn og strýkur svitaperlur af skallanum. Á rykugum malarvegi hrekur sviplaus maður sveitt hross. Álútur í hnakknum með barðastóran síðhött, klæddur svartri skyrtu og vinnubuxum. Hann gefur tauminn lausan og hallar sér fram á makkann. Rauða- mölin skrjáfar í vegkantinum og hrossið rásar inn í kjarrið. Nú er tími reyfarans. Rétt ofan við lautina nemur hrossið staðar. Hann situr grafkyrr um stund, hlustar á hlátra og skríkjur fljúga úr lynginu. Loks pírir hann augun, stígur hljóð- lega af baki, losar tvíhleypuna úr hnakkólunum, fikrar sig niður brekkuna. í dauðafæri gægist síðhöttur upp úr kjarrinu. Haglélið æðir. Hryðjuverk haustsins eru hafin og örlítil roðablóm springa út úr hvítum og svörtum brjóstahöldum. 11

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.