Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 29
samábyrgur. í fyrsta skipti á heiðarlegum lífsferli hans höfðu menn brigzlað honum um óvarfærni í starfi. Það var of mikið. Hann fékk hitasótt sem reyndist hjartanu ofraun, og gamli ofurstinn sálaðist í ókunnri borg fjarri átthögunum. Síðasta ósk hans var, að jarðneskar leifar hans fengju hvílustað í Creekstone,- Eins og gefur að skilja minnkaði gremjan í garð þorparans Smiths ekki við þessi sorglegu tíðindi, og allur almenningur var harmi sleginn vegna dauða Kenderlys ofursta. Það kom bezt í ljós hversu virtur hann hafði verið í Creekstone, þegar „Creekstone Evening Post“ stóð fyrir söfnun til kaupa á minnisvarða á leiði hans. Þá söfnuðust hvorki meira né minna en 2759 dalir. Allir bæjarbúar voru til staðar við móttökuathöfnina, er ungfrú Kenderly, íklædd sorgarbúningi, fylgdi kistu föður síns til bæjarins, í troðningnum sem myndaðist, er kistan var færð til kapellunnar, urðu nokkrir fyrir meiðslum. Um svipað leyti voru allar rúður brotnar í húsinu þar sem eiginkona fangans Smiths bjó ásamt fjórum börnum sínum, og aumingja fólkið, sem átti reyndar enga sök á glæp heimilis- föðurins, varð að leita skjóls hjá vorkunnsömum ættingjum um miðja nótt. Undirheimar Bandaríkjanna teygja fingur sína víða. Jafn- vel smábær eins og Creekstone fer ekki varhluta af athafna- semi glæpamannanna, og þeir hirða sinn skatt af bæjarbúum í ríkum mæli. Ökumenn brauð- og mjólkurbíla verða aðgreiða ákveðnar upphæðir til að bílar þeirra verði ekki eyðilagðir. Og menn verða að greiða fyrir að „njóta verndar'* glæpamannanna. Og jafnvel á þessum úthjara menningarinn- ar eru fyrirsát og morð algeng fyrirbæri. Þess vegna grípur um sig slíkur hefndarlosti hjá bæjarbúum þegar loks tekst að hafa hendur í hári glæpamanns. En fangelsisstjórinn var vel á verði. Varðsveitin úti fyrir fangelsinu var fjórfölduð, og auk þess voru þjóðvarðliðar til taks í viðbragðsstöðu, ef múgurinn myndi reyna að lífláta fangann Smith, áður en hann hefði fengið sinn dóm. Og meðan á þessu stóð voru aðrir glæpamenn að störfum. Nóttina áður en jarðsetja skyldi Kenderly ofursta vaknaði gamli eftirlitsmaðurinn, sem venjulega gekk undir nafninu „Old Bill“ og hafði eftirlit með kirkjuturninum og kapell- unni. Honum fannst hann heyra kynleg hljóð, og þegar hann leit út, virtist honum sem hann sæi flöktandi ljósbjarma bregða fyrir í gluggum kapellunnar. Aðrir en Old Bill hefðu kannski haldið að þarna væru vofur á ferð, en nú er það svo, að bæði eru draugar fágætir og dýrir í Bandaríkjunum, og líka var gamli eftirlitsmaðurinn því vanur að eigin sögn að umgangast lík, svo að hann hræddist ekkert í þeim efnum. Aftur á móti vissi hann, að við öllu var að búast af hinum lifandi. Bill var samvizkusamur maður, svo að hann stóð strax á fætur og fór í buxurnar. Hann lýsti með vasaljósi á útidyr kapellunnar og sá, að þær stóðu í hálfa gátt. Gamli maðurinn gekk óhræddur inn og kallaði hárri röddu: „Hver er þar?“ Enginn svaraði. En allt í einu var gripið um hann aftan frá. Handklæði var haldið fyrir munni hans svo að hann gat ekki öskrað, og hendurnar bundnar á bak aftur. í daufri ljósskímunni sá Bill sér til mikillar skelfmgar, að tveir menn bjástruðu við að brjóta upp kistu. Þeir höfðu grímur fyrir andlitinu og hann bar ekki kennsl á þá, en þegar hann heyrði þá tala, tók hann andköf af skelfingu. „Við teflum djarft, Bob. Það er ljótanið, ef við höfum gert vitleysu!" Það var ekki um að villast. Það var Tom Hobburn sem talaði - einn af virtustu borgurum í Creekstone - blaðamaður við „Creekstone Morning Post“. Nú - svo að Mr. Hobburn var þá bara venjulegur glæpamaður. Maður sem lifði tvöföldu lífi. A daginn skrifaði hann ráðvandar greinar í Morning Post, en á næturnar var hann auvirðilegur líkræningi. En skelfmg Bills gamla jókst um allan helming við að heyra hina röddina: „Við gerum enga vitleysu, Tom. Þettaeralveg rakið. Engin áhætta. A morgun talar allur bærinn um þetta afrek okkar.“ Bill þekkti röddina. Það var þekktur málaflutningsmaður. Maður laganna, maður, sem þar til fyrir skömmu hafði notið fyllstu virðingar. Robert Jeffins hafði í rauninni verið mjög vinsæll allt til þess dags að hann tók af fúsum vilja að sér vörnina fyrir gjaldkerann fangelsaða - þennan alræmda Smith. Ja hérna, þannig lá þá í málinu! - Þessi maður var sem sé líka ættaður úr undirheimunum! - Það var þá engin tilviljun, að einmitt hann hafði reynt að bjarga peningafalsaranum! Rólega og skipulega hófust mennirnir tveir handa. Þeir höfðu meðferðis verkfæri, og þeir unnu hratt og næstum hljóðlaust. Bill horfði á þá lyfta lokinu af kistunni og heyrði þá reka upp hrossahlátur - hvellan og ráman hlátur, sem hljómaði dimmur og ógnandi á þessum stað hinna dauðu. Þeir gengu til Bills og byrjuðu að leysa af honum böndin. Hvað ætluðu þeir nú að gera við hann? Blóðið fraus í æðum hans - ætluðu þeir að kviksetja hann? „Vertu bara rólegur, Old Bill! - Nú er þessu lokið. Nú ætlum við ekki að angra þig meira. Það var því miður nauð- synlegt að taka dálítið fast á þér. Við vildum ekki láta trufla okkur áður en við vorum búnir að vinna okkar verk. En nú erum við búnir að gera það sem við ætluðum okkur. - Hérna eru tíu dalir - fyrir amstur og ónæði eins og sagt er. Farðu nú bara og sæktu lögregluna. Við bíðum bara, vertu viss.“ Bill var ekki lengur í vafa. Mennirnir tveir voru orðnir brjálaðir. Hann hljóp eins og fætur toguðu og innan fárra mínútna hvein sírena lögreglubílsins í náttmyrkrinu. Tröllaukin æsifrétt birtist í „Creekstone Morning Post“ morguninn eftir. Og sú frétt var heldur slæm fyrir þá, sem höfðu hlakkað til að verða viðstaddir tilkomumikla útför Kenderlys ofursta. Blómasalar bæjarins, sem höfðu síðustu daga vafið kransa og hnýtt silkibönd með stjörnum og stríp- um, fylltust örvilnun. Því að morgunblaðið tilkynnti, að kista ofurstans hefði verið tóm! í stað líksins hafði hún aðeins inni að halda steina og gömul dagblöð. Vitaskuld hafði dóttir ofurstans verið handtekin (en hún var reyndar hreint ekki dóttir hans, heldur kærasta). Og næsta dag gat að líta á síðum blaðanna enn eina handtöku- frétt, en þar var um að ræða prest í nágrannabænum Oaksville - aðfluttan predikara. Hann hafði notað þar falsaða seðla. Ljósmynd af honum sýndi háan, spengilegan mann með ánægjubros á vörum. Þann stutta tíma, sem hann hafði starfað í Oaksvjlle, hafði hann öðlazt miklar vinsældir, og þegar mannfjöld safnaðist saman við fangelsið, sem hann sat í, var það ekki til að taka hann af lífi, heldur til að krefjast þess að hann yrði látinn laus. Annað var upp á teningnum, þegar hann var íluttur til Creekstone, eftir að menn höfðu komizt að því, að hann var enginn annar en „hinn látni" ofursti Kenderly, sem var raunar jafn fjarri því að vera ofursti og prestur, heldur löngu eftirlýstur glæpamaður og peningafalsari. Honum var komið fyrir í klefanum, sem hafði hýst Mr. Smith blásaklausan. Öllum fannst það sanngjarnt, er bæjarblöðin í Creekstone, Evening Post og Morning Post, afhentu Mr. Smith 2759 dali, fjárhæðina sem safnazt hafði til kaupa á minnisvarða á gröf ofurstans sálaða. En þó voru blaðamaðurinn Tom Hobburn og málaflutn- ingsmaðurinn Robert Jeffins jafnvel enn meiri hetjur en Mr. Smith í augum bæjarbúa upp frá þessu. Svo gífurlegar voru vinsældir þeirra, að þeir urðu að vera undir lögregluvernd til að verða ekki rænt og þurftu að greiða glæpamönnum veru- legar fjárhæðir til að eiginkonur þeirra og börn fengju að vera óáreitt. Og lengra verður ekki komizt í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þýð.: Einar G. Þórhallsson 29

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.