Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 20

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 20
Gauksklukkan - rússneskt leikrit sem Leikbrúðuland sýnir nú. þök og haldið út á land. Þessar leikferðir eru tiltölu- lega léttar í vöfum vegna þess hve smávaxnir leikararnir eru. En þrátt fyrir ýtrasta sparnað er nú svo komið, að erfitt er að láta endana ná saman fjárhagslega. Þessar leikferðir gegna hins vegar miklu hlutverki, bæti til þess að kynna brúðuleikhús út um landið og sem alhliða þjálfun fyrir leikendur, sem fá þá m.a. tækifæri til að leika daglega. Þá er það ekki síður mikilvægt að hafa samband við önnur lönd. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast með því sem er að gerast erlendis til þess að geta byggt upp íslenskt brúðuleikhús. Leikbrúðuland hefur farið í 4 leikferðir til útlanda undanfarin 3 ár. Fyrst var farið með íslensku jólasveinana tvisvar til Chicago og síðan til Luxemburgar. Jón Hjartarson samdi þetta leikrit og leikstýrði. Við sýnum þetta leikrit á hverjum jólum á Fríkirkjuvegi 11 og um miðjan nóvember hefjum við leikárið með þessari jólasýningu. Samvinna í stað samkeppni I haust var okkur boðið til Svíþjóðar ásamt „Is- lenska Brúðuleikhúsinu", sem Jón E. Guðmundsson rekur. Samvinna þessara tveggja leikhúsa hefur oft verið mjög náin. Jón hefur miðlað okkur af þekkingu sinni í leikbrúðugerð og við oft stjórnað brúðum í hans sýningum. I þetta sinn fórum við með 2 sýningar, eina á vegum íslenska brúðuleikhússins og aðra á vegum Leikbrúðulands. Þessi leikferð var afar lærdómsrík, bæði vegna þess að við fengum að sjá leiksýningar víðs vegar að og svo fengum við að spreyta okkur á alþjóðavettvangi og bera okkur saman við aðra. Eg held að það sé ekki ofsagt, að sýningarnar vöktu athygli, kannski vegna þess að þær voru öðru vísi. Með þessu er ég ekki að segja, að við séum eitthvað merki- leg á heimsmælikvarða, en við sáum margt sem var lélegra en við gætum boðið upp á hér og svo auðvitað margt betra. Eg held að það fari ekkert milli mála, að áhugi á brúðuleikhúsi fer vaxandi hér á landi. Leikhúsfólk er líka að átta sig á því, að það er hægt að nota brúður í leiksýningum og þeirri notkun eru nánast engin takmörk sett. Eg á ekki von á því að sú stund renni upp, að strák- arnir fari með kærusturnar fyrir aftan sig á mótorhjól- inu í brúðuleikhús. En það er áreiðanlegt, að almenn- ingur hefur áttað sig á því að brúðuleikhús er til og ný listgrein hefur bæst í hóp hinna, sem fyrir voru. 20

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.