Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 31
DJÚP Handan við hafið dvelur ljóð mitt innan um blóm og gras. Handan við marinn breiða bíður ljóðið síns tíma bíður þess að verða fjötrað merkingarlausum orðum. Djúpt, djúpt í ómælisdýpi hafsins drukknar það í ótöldum fjölda ósagðra orða. Dátt, dátt dansa stafapörin á bylgjum loftsins. Falið í blómkrónu brúðarljóssins bíður ljóðið dögunar. í skarkala heimskyrrðarinnar sefur draumspakur maður. Dreymir um að yrkja jörðina, róa til fiskjar. Langt, langt handan heimsins enda bíður ljóðið þess að verða kveðið af manni er dó áður jörð úr ægi reis. Orðspökum manni er ræktaði ósögð orð í garði eilífðarinnar. SPOR Traðkað á degi af dimmum fótum nætur. Dreymt um ókleifa tinda banvæn einstigi á fjöllum. Talað um frelsi framtíð og ást ótroðna slóð leit að lífí friði og véum. Skima til sjávar tindarnir fagrir og tignir. Haukfránum tindrandi augum hvítir í leit að ljósi. Dögun í austri nátthúmið tekur að hörfa. Spígsporar sól við einfaldan sjóndeildarhring. Á hjarninu hreinarnir skeiða allt til loka er dauðinn umlykur hvítu sporin er hrína. 31

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.