Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 34

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 34
Hitt og þetta • • • • Haustbækur Lystræningjans Lystræninginn hefur þegar ákveðið utgáfubækur sínar í ár. Þær eru þessar: Skáldsaga eftir Olaf Ormsson sem áður skrifaði undir nafninu Fáfnir Hrafnsson. Adeilugreinar eftir Thor Vilhjálmsson m.a. greinar og málsvörn í Kristmannsmálinu svonefnda, greinar um Varið land o.fl. Barnasaga eftir Jón frá Pálmholti, Ferðin til Sædýrasafnsins, unglingasaga eftir danann Hans Hansen; Vil du se min smukke navle og ljóðabók dönsku skáldkonunnar Vitu Andersen; Tryghedsnakromaner í þýðingu Nínu Bjarkar Arnadóttur. Auk þess munum við gefa út eitt íslenskt leikrit. Af útgáfu Halldór S. Stefánsson hefur sent frá sér fyrstu bók sína: Galdur og glóaldin. Eru þetta ljóð ort á árunum 1950-1977. Halldór er þekktur fyrir þýðingar sínar, sérílagi á sögum danska rithöfundarins Fins Soborgs. Halldór hefur birt ljóð i tímaritum m.a. 7. hefti Lystræningjans. Hafliði Magnússon á Bíldudal hefur gefið út safn gamanvísna og ádeilusöngva; Bíldudals grænar baunir. Gamanvisurnar eru flestar bundnar heimabyggð höf- undar en margt er af öðrum skáldskap s.s. söngtextar úr söngleikjum Hafliða; Gísla Súrssyni, Sabínu og Stínu Wóler. Sabína er þekktasta verk hans og hefur verið flutt af Litla leikklúbbnum á ísafirði og Leikfélagi Akureyrar. Hafliði birti ljóð í 6. hefti Lystræningjans. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi sendi frá sér tvær ljóðabækur á síðasta ári; Silungurinn í lindinni og Blómið í brjósti mér. Áður hefur Magnús gefið út smásagnasafnið Vegamót og skáldsögurnar Heimur í fingurbjörg og Svikinn draumur. Magnús yrkir yfirleitt órímað en stundum skýtur rímið upp kollinum ekki ósvipað og hjá Fáfni Hrafnssyni í Skóhljóðum aldanna. Færeyski vísnasöngvarinn Kári Petersen hefur sent frá sér sína fyrstu hljómplötu; Vælferðarvísur. Platan var hljóðrituð hér á landi og leika islenskir hljóðfæra- leikarar með Kára. Á plötunni eru 14 lög, flest eftir Kára svo sem söngtextarnir. Meðal laganna eru góð- borgara-shuffle, tjóðsangur fyrir hina helftina, súrligar nætur í keypmannahavn og tarsanskvæði en við það lag hefur Kári endurort á færeysku Kvæði um Tarsan eftir Þórarin Eldjárn. Hans Scherfig í janúar sl. lést Hans Scherfíg einhver mest lesni rit- höfundur dana síðan H.C. Andersen leið. Engin skáldsaga hans hefur verið gefin út á íslensku og er það ekki vansalaust. Scherfig var alla tíð eldheitur komm- únisti og mótaði sú lífsskoðun rithöfundaferil hans. Hann var meistari satírunnar og í skáldsögum sínum sundurtætti hann hið borgaralega þjóðskipulag. Hann var handtekinn af nasistum á stríðsárunum og hefur á meistaralegan hátt lýst undirlægjuhætti danskra stjórn- valda gagnvart þýska nasismanum í skáldsögunni Frydenholm (1962). Aðrar skáldsögur Scherfigs eru: Den dode Mand(1937),satiraumlistamennog bóhem- líf, Den forsvundne Fulmægtig (1938) um flótta milli- stéttarmanns frá kerfisbundnum lífsháttum sínum, flótta sem mistekst því uppeldi hans hefur gert hann ófæran um aðlifafrjálsu lífi. Det forsomte Forár(1940) um morð á menntaskólakennara sem eitthvert stúd- entsefnanna framdi en breytti að sjálfsögðu engu til hins betra. Idealister (1942, bönnuð í Danmörku og gefin út í Svíþjóð 1943. Dönsk útgáfa 1945). í þeirri bók er morð einsog í Det forsomte Forár þó hvorug sé bókin sakamálasaga. Sagan er satíra um allskonar hug- sjónamenn er ógn fasismans vofir yfir. Skorpionen (1953) fjallar um eftirstríðsárin í Danmörku, fyrst og fremst þá fjármálaspillingu er fylgdi í kjölfar inngöngunnar í Nató og Marshallhjálparinnar. Efnið kemur okkur íslendingum æði kunnuglega fyrir sjónir. Síðasta skáldsaga Scherfigs var Den fortabte Abe (1964), satíra um nútíma listasvindl og upplausn borgaralegs siðgæðis. Auk skáldsagnanna gaf Scherfig út fjölda ritgerðar- sagna og ferðabóka. Hann skrifaði vikulega pistla í blað danska kommúnistaflokksins Land og Folk. Fáir fluttu fyrirlestra um þjóðfélagsmál á jafn lifandi hátt og hann. Ég hlustaði eitt sinn á hann fjalla um ríkisvaldið. Inní greinagóða lýsingu á kenningum marxismans um fyrirbærið fléttaði hann firn af sögum af slíkri list að hlustendur stóðu á öndinni af hlátri meðan á fyrirlestr- inum stóð en urðu samt fróðari en áður um skilgrein- ingu marxismans á ríkisvaldinu. Scherfig var myndlist- armaður góður í barroknævískum stíl og myndskreytti gjarnan bækur sínar. Hér birtist smásaga eftir hann úr smásagnasafni hans; Butleren og Andre Historier (1973). vl. Den dede Mand eftir Hans Scherfig. 34

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.