Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 15

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 15
umræðunnar og niðurstöðurnar niðurí þann hugsjóna- grundvöll sem staðið er á - en gufa ekki uppí loftið einsog oft vill verða hér á íslandi. Umræða um pólitík og menníngarmál er ótrúlega losaraleg á Islandi, og alltof oft mótast framvinda umræðunnar af stundar- hagsmunum þátttakenda, sem oft vísvitandi leitast við að falsa forsendur, ljúga upp röksemdum eða horfa framhjá aðalatriðum í máli andmælenda sinna. Umræðan snýst þá uppí þrætukúnst og útúrsnúnínga. Hverjar urðu niðurstöður þeirrar umræðu sem brast á hérlendis uppúr ’68 uppreisninni í Frakklandi? Þá var rætt um annmarka hins kapítaliska kerfis, brenglað gildismat, gerviþarfir, firríngu, nærlýðræði, nýja sam- býlishætti, nýjar leiðir í orkumálum, formöngun, höndskun í skólakerfinu, gagnrýndar voru aðferðir geðlæknínganna, svo eitthvað sé nefnt. Það mætti halda að þessi vandamál öll væru leyst á ís- landi og engin ástæða að jagast um þetta framar. Hvað.. um atvinnulýðræðið sem svo ákaft var boðað, fékkst fullur sigur í því máli? Hvar eru allar róttæku hug- myndirnar um skipulag bæja og borga, um lýðræðis- lega ákvarðanatekt í skipulagsmálum, um nýja sam- býlishætti? Hvað varð af öllum róttæku félagsfræð- ingunum og hagfræðíngunum sem þrumuðu yfir hausa- mótunum á manni á meðan þeir voru ennþá við nám erlendis? Og hvert hurfu læknanemarnir sem ætluðu sveimér að fletta onaf lækna- og lyfjamafíunni um leið og þeir lykju námi og þyrftu ekki lengur að óttast hefndaraðgerðir lærifeðra sinna? Og hvar eru sálfræð- íngarnir sem gagnrýndu svo óvægilega aðferðir og skoðanir lærifeðra og starfsbræðra? Var þetta allt tómt gaspur þegar til átti að taka? Eða hefur kerfið gleypt með húð og hári allan þennan skara af eldsálum? Nú jæja, kannski er verið að gera of strángar kröfur til einstaklínga, því hver megnar að standa gegn straumnum? Og hver hefur efni á því að gera kröfur til annarra? Og vissulega geta menn unnið að úrbótum í kyrrþey, og eflaust er það einhvers virði að hafa þó ekki sé nema „fyrrum róttæklínga“ hér og hvar í hinu í eðli sínu íhaldssama kerfi stjórnunar, höndskunar, ítroðslu og eftirlits. Og kannski lásum við bara of mikið af „óraunsæum“ bókum og of mikið af erlendum dag- blöðum sem höfðu „skoðanir, álit og hugsjónir." En - er ekki mergurinn málsins þessi: ef hér væri sterk, lifnadi vinstri hreyfing, sem kappkostaði að skapa lifandi, samhángandi umræðu um stefnu og starfshætti, mundi þá fúamýri andlegrar leti, útvatn- aðs kratisma og kæríngarleysis gleypa jafn marga? Sjáumst í Alþýðuleikhúsinu! 15

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.