Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Page 11
Fréttir 11Vikublað 5.–7. janúar 2016 Of auðvelt að bjóða sig fram til forseta n Forseti má hafa flekkað mannorð n 111 milljóna launapakki fyrir kjörtímabilið stjórnarskrárbreytingu til. „Þetta var rætt út í hörgul við samþykkt stjórnarskrárinnar 1944. Það var ákveðið að hafa þetta svona þannig að það er alveg ljóst hvað stóð til. Þetta er þó eitthvað sem ekki er hægt að breyta með almennum lögum, þetta er bundið í stjórnar­ skrána. Og við vitum að breytingar á henni gerast ekki fyrir forsetakosn­ ingarnar.“ Forseti hafi meirihluta Hún segir brýnt að breyta þessu enda sé þetta í raun fáheyrt í lýð­ veldisríkjum. „Það er þetta tvennt. Að það þarf meiri fyrirhöfn til að geta farið í for­ setaframboð, þannig að sýnt sé fram á að frambjóðandi njóti í raun ein­ hvers stuðnings, eigi einhverju fylgi að fagna, áður en hann fer í framboð. Þannig að baráttan um forsetaemb­ ættið verði bæði markvissari þegar ljóst er að frambjóðendur eiga ein­ hverju fylgi að fagna frekar en að það séu margir með lítið og dreift fylgi. Það er að ríkari kröfur væru gerðar til þeirra sem eru að bjóða sig fram. Hitt atriðið er síðan að það væri rökrétt að forsetinn sem er réttkjörinn hefði meirihluta atkvæða á bak við sig en ekki bara flest atkvæði. Ég held að Ís­ land sé eina lýðveldið, sem ég man eftir í svipinn, þar sem þjóðkjörinn forseti þarf aðeins flest atkvæði en ekki meirihluta. Lang oftast eru tvær umferðir í forsetakjöri, við getum tekið sem dæmi Finnland sem stend­ ur næst okkur, Frakkland og flest lýð­ veldi hafa þennan hátt á. Eða þá að það er sérstakt kosningakerfi sem miðast við að menn forgangsraði frambjóðendum þegar þeir kjósa og síðan er notast við ákveðnar aðferð­ ir við að reikna út frá þeirri forgangs­ röðun mesta fylgið svo ekki þurfi að fara fram tvær umferðir.“ Björg segir að það hversu auðvelt það er að bjóða sig fram til forseta geti dreift áherslum í kosningabar­ áttunni. Að atkvæðin dreifist um of, þvert á það sem stjórnarskrárgjafinn vonaðist til árið 1944. Hún bendir á að í áliti stjórnarskrárnefndar sem afgreiddi stjórnarskrárfrumvarpið árið 1944 sagði að þessi skipan væri höfð í „trausti þess að þjóðinni takist að fylkja sér þannig um forsetaefni að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram.“ Breyttir tímar Ljóst er að margt hefur breyst á Ís­ landi á 71 ári frá því stjórnarskráin var samþykkt. Meðal annars mann­ fjöldinn. Björg segir að hafa verði í huga að þegar menn gerðu þá kröfu að frambjóðendur hefðu minnst 1.500 meðmælendur árið 1944, hafi 74 þúsund manns verið á kjörskrá. „Þannig að það jafngilti tveimur prósentum kjósenda á kjörskrá. Þá var sagt í skýringum við þetta ákvæði að rétt væri að hafa frekar háan þröskuld og að 1.500 væri eðlileg tala. En í síðustu forsetakosningum, árið 2012, voru kjósendur 235 þús­ und. Þannig að lágmarksfjöldi með­ mælenda er núna um 0,6 prósent kosningarbærra manna. Það er mik­ ill munur á þessu. Árið 1944 þóttu þetta strangar kröfur en myndu ekki teljast strangar kröfur eins og þetta er núna. Þetta hefur gjörbreyst.“ Ef miðað væri við tvö prósent kjörgengra manna í dag, þyrftu frambjóðendur að safna minnst 4.700 meðmælum. Ólafur opnaði flóðgáttir Aðspurð um þann fjölda sem þegar hefur lýst yfir framboði segir hún að koma verði í ljós hvað verður. „Ég hef ekki trú á því að þótt menn slái þessu fram núna, að frambjóðendur verði þetta margir. Þó voru sex frambjóðendur síðast og þar af voru þrír með undir þremur prósentum atkvæða.“ Bent hefur verið á að það sé engu líkara en að með því að lýsa því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig fram til endurkjörs í sjötta sinn hafi Ólafur Ragnar Grímsson opnað flóðgáttir sem margir sem eiga sér forseta­ drauma hafi verið að bíða eftir þar sem þeir hafi ekki talið sig eiga roð í sitjandi forseta sem nýtur enn tals­ verðs fylgis. Í síðustu forsetakosning­ um hlaut Ólafur Ragnar til að mynda 53 prósent atkvæða en hans helsti mótframbjóðandi, Þóra Arnórsdótt­ ir, fékk 33 prósent. Sá sem næstur kom var Ari Trausti Guðmunds­ son sem hlaut aðeins níu prósent atkvæða en hinir þrír, líkt og Björg bendir á, þrjú prósent eða minna. Sjö lýst yfir framboði Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var einna fyrstur til að lýsa opinber­ lega yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta, áður en Ólafur Ragnar kunngjörði ákvörðun sína. Fleiri þjóðþekktir einstaklingar hafa boðað framboð. Elísabet Jökuls­ dóttir skáld, Ástþór Magnússon athafnamaður ætlar enn og aftur fram og Sturla Jónsson vörubílstjóri virðist sömuleiðis ætla í fram­ boð. Þá hafa Ari Jósepsson, leik­ ari og YouTube­stjarna, Árni Björn Guðjóns son, listmálari og húsgagna­ smiður, Hildur Þórðardóttir, rit­ höfundur og þjóðfræðingur, einnig boðað framboð sitt. Árni Björn til­ kynnti reyndar síðdegis á mánu­ dag að hann væri hættur við og ent­ ist því rúman sólarhring í framboði. Ritstjórinn fyrrverandi og þjóðfé­ lagsrýnirinn Jónas Kristjánsson fjall­ ar um þessa flóðgátt sem Ólafur Ragnar opnaði á bloggsíðu sinni á mánudag: „Greinilega hafa margir haldið lengi í sér. Forsetinn segist ekki lengur hafa lyst. Þá ryðst fram hver óþekkti snillingurinn á fætur öðr­ um. Hafa allir sama boðskapinn, vilja verða forseti Íslands. […] Greini­ lega var tímabært, að Ólafur Ragnar Grímsson hleypti öðrum að til að létta á sér. Fjörið magnast með vor­ inu. Þungavigtarfólkið bíður enn um sinn, kemur nafninu í umræðuna og fylgist með könnunum. Þær eru grimmar og margir munu hætta við. Eftir munu standa fimm alvöru kandídatar.“ Þekkt nöfn útiloka ekkert En þeir eru enn fleiri sem ýmist liggja undir feldi, íhuga málið eða útiloka ekki neitt. Meðal þeirra sem helst eru nefnd eru Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og formaður Vinstri grænna, Jón Gnarr, dagskrárstjóri Stöðvar 2 og fyrrverandi borgarstjóri, Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam­ fylkingarinnar, Andri Snær Magna­ son rithöfundur, Stefán Jón Hafstein, umdæmisstjóri hjá Þróunarsam­ vinnustofnun í Úganda, Bergþór Pálsson stórsöngvari, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Halla Tóm­ asdóttir fjárfestir, Hrannar Pétursson ráðgjafi og Guðni Ágústsson, fyrrver­ andi þingmaður og ráðherra, svo fá­ ein séu nefnd. Þó að ólíklegt verði að teljast að allir þeir sem hér hafa verið nefndir á nafn fari á endanum fram þá eru þarna 17 nöfn í pottinum, að þeim sem þegar hafa lýst yfir framboði meðtöldum. n 111 milljóna launalukku- pottur Hæstu launin, ókeypis hús- næði og fjölmörg fríðindi Það fylgja því margvísleg fríðindi að vera kjörinn forseti Íslands. Á fjögurra ára kjörtímabili mun næsti forseti Íslands fá 2.314.830 krónur í laun á mánuði samkvæmt ákvörðun kjararáðs sem ákvarðar laun forseta Íslands líkt og annarra þjóðkjörinna fulltrúa. Á 48 mánaða kjörtímabili næsta forseta má því áætla að hann fái alls 111.111.840 krónur í laun, að því gefnu að kjararáð lækki hvorki né hækki laun hans á tímabilinu. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá voru lagaákvæði um skattfrelsi forseta Íslands afnuminn árið 2000 og er hann því ekki lengur undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Þessu til viðbótar hefur forsetinn samkvæmt lögum ókeypis bústað að Bessastöðum, ókeypis ljós og hita og annað þess háttar. Allan útlagðan kostnað vegna rekstrar embættisins ber þar að auki að greiða úr ríkissjóði. Eru þá ótalin ferðalög um allan heiminn, veisluhöld, glæsileg forsetabifreið með einkabílstjóra og starfsfólk sem gætir þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á Bessastöðum. Árni Björn Guðjónsson Ari Jósepsson Hættur við einn dag í framboði! Breytinga þörf Björg Thorarensen segir að þröskuldurinn fyrir forsetaframboð sé of lágur og ýmislegt þurfi að bæta og breyta varðandi forsetakjör á Íslandi. Mynd SkJÁSkot AF veF RÚv Andri Snær MagnasonÓlafur Jóhann Ólafsson H E I L S U R Ú M ÚTSALAN ER HAFIN! AFSLÁTTUR! 20-80% A R G H !!! 0 50 11 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.