Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Qupperneq 28
24 Menning Vikublað 5.–7. janúar 2016 Höfundar Njálu eru fundnir Í upphafi þessarar rýni vil ég fyrst koma tvennu á framfæri: 1) Njála er verk af svo menningarlegu mikil vægi og af slíkri stærðargráðu að mér finnst að allir eigi að sjá það, því hvort sem þeim líkar betur eða verr þegar upp er staðið er þetta verk sem allir ættu að hafa skoðun á. 2) Að því sögðu nýtur verkið sín best því minna sem áhorfandinn veit um framvindu þess, svo ég legg til að lesendur leggi frá sér blaðið og sjái leikritið áður en það les dóminn. Það er þess virði. Njála er langt leikrit í sex þáttum með hléi – og hátíðardagskrá á undan leikritinu sjálfu. Hver þáttur er sjálfstæð og ólínuleg eining innan heildarverksins, en þeim blæð­ ir saman svo skilin á milli þeirra eru á köflum óljós. Fyrir vikið verður flæði verksins mjög gott en að sama skapi er hætt við að þeir sem ekki eru kunnugir Njáls sögu botni lítið í at­ burðarásinni. Öðruvísi yrði þó aldrei hægt að setja svo umfangsmikið verk á svið og sex þátta lausnin þykir mér afskaplega vel heppnuð. Stjörnustríðsmyndirnar eru Ís­ lendingasögur okkar tíma og því leið þeim sem þetta ritar eins og það vantaði aðeins Stjörnustríðsforspil Johns Williams undir upphafskynn­ ingu verksins í frábærum upplestri Sigrúnar Eddu Björnsdóttur – svo þegar það var óvænt spilað seinna í sýningunni réð ég ekki við hláturinn. Á sama hátt og forspilið virka nefni­ lega hin kunnug legu upphafsorð Njálu: „Mörður hét maður er kallaður var gígja“, og sagan hellist öll í einni sviphendingu yfir áhorfandann. Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningar. Helgasta bókmenntaverk þjóðar Hvað er Njála? Er hún ekki sjálfsmynd Íslendinga í hnotskurn, þjóðarsagan í smækkaðri mynd, helgasta bók­ menntaverk þjóðar á kletti úti í Atl­ antshafi? Frá upphafi er ljóst að mark­ mið leikhópsins er að takast á við það í orðsins fyllstu merkingu og reyna að skilja það frá ólíkum sjónar hornum. Formáli verksins er eins konar upp­ runasaga Hallgerðar sem setur alla síðari atburði sýningarinnar í sitt rétta samhengi. Við tekur Hallgerðarsaga, sem er frábærlega kóreógraferuð lýs­ ing á persónu Hallgerðar langbrókar og sambandi hennar við eiginmenn sína og fóstrann Þjóstólf, leikinn á óhugnan legan hátt af Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Allur þessi þáttur er byggður á greiningu Helgu Kress sem verður sérstaklega kraftmikil þegar hún er lesin orð fyrir orð af Sigrúnu Eddu við magnaðan dans þar sem kvenlíkaminn og kvenleikinn er í öndvegi, og allt kallast þetta á við þær hugmyndir um karlmennsku sem síðar koma fram, ætíð settar fram af konum nánast í háðungarskyni. Svo bögglast karlarnir með þetta hlutverk sitt sem þeir standa ekki undir. Undirliggjandi broddur í sýn­ ingunni er þess háttar efasemdir um gildi sem á öðrum tímum en einmitt nú hefðu ef til vill þótt sjálfsögð. Fram­ setningin og hin baklæga greining er nútímaleg og fölskvalaus sem slík, og ljóst er að kenning Helgu Kress um Íslendingasögur sem karnival hefur verið höfð í öndvegi á áhrifaríkan hátt. Þannig er brúðkaup Hallgerðar sett þannig fram að hún siglir inn á sviðið á heljarinnar skipi, Gunnari HS, og hún gefin saman við Gunnar Hámundar­ son í miðjum samförum uppi á þilfari meðan Njálssynir og fylgdarlið eru í orgíu fyrir neðan. Njáll er einn og af­ skiptur úti í horni hafandi lagst gegn ráði þessu og sögumaður, eða kona öllu heldur, er borinn æpandi út af staffi Borgarleikhússins í tilraun til að leiðrétta þessa senu sem ekki sé „í bók­ inni“, og við þetta allt dansar Elvis, eða Þráinn Sigfússon, og syngur baritón­ raddaða serenöðu og tekur fullan þátt í orgíunni. Þetta kann að hljóma fáránlega en ekki aðeins virkar þetta, heldur er rétt að það sem er „í bókinni“ skiptir ekki máli þegar kemur að miðaldasögum sem í upphafi voru einungis til í munn­ legri frásögn og tóku breytingum í tím­ ans rás. Það er ekki sérlega róttækt skref að hafna bókinni í ljósi þess, en þó er sýningin öll æði trú þeirri skóla­ útgáfu af Njálu sem hún er byggð á. Ég hefði haft efasemdir fyrirfram hefði ég vitað að nær allur leiktexti sýningar­ innar er á samræmdri forníslensku en það virkar ágætlega, þótt leikarar hafi á frumsýningu tafsað á línum sínum á stöku stað. Kristnitökuþáttur Njálu er tekinn fyrir í atriði jafnlöngu 7. píanó sónötu Serges Prokofiev. Þetta veit ég ekki vegna þess að ég tók tímann heldur vegna þess að sónatan er spiluð í heild undir danstúlkun á kristni tökunni sem sögð er vanræktasti hluti sögunnar. Bæði er þetta drepfyndið og dans­ inn magnaður, en að sama skapi er sniðugt að láta eins og kristnitakan eigi nú að fá sinn sess í sýningunni á sama tíma og sá hluti sögunnar er fullkomlega „dissaður“ og sýndur með dansi sem er eins skoplegur og hann er vandaður í stað þess að hann fái hefðbundna efnislega meðferð. Sum atriði eru þó of löng og reyna á þolinmæði áhorfenda. Til dæmis fannst mér spjallþáttar­ hluti kristnitökuþáttarins helst til langur og yfirdrifinn á köflum. Al­ mennt er ég svo orðinn hundleið­ ur á brechtísku leikhúsi, þar sem áhorfandinn er sífellt minntur á að hann er í leikhúsi, en þó verð ég að játa að í Njálu farast slíkar áminn­ ingar vel úr hendi. Fullkominn Njáll Brynhildur Guðjónsdóttir er fullkom­ inn Njáll. Það er hreinasta skemmt­ un að fylgjast með henni þylja flókn­ ar ráðagerðir og lagaklæki með nær ómennskum talhraða en samt óað­ finnanlegri framsögu. Mittismál Njáls fer síminnkandi eftir því sem líður á sýninguna, eftir því sem hann tapar meira völdum, áhrifum og lífsvilja, meðan allt hans fólk sýslar það helst að brytja þá niður sem síst skyldi og steypa öllu því um koll sem honum helst var umhugað að verja. Bryn­ hildur rekur allan þennan tilfinninga­ skala frábærlega og túlkar fall þessa mikla höfðingja svo vel að ekki verður að fundið. Unnur Ösp Stefánsdóttir er fyrst og fremst sannfærandi og á allan hátt eðlileg og einlæg í hlutverki Hallgerð­ ar. Hún verður hvorki að fígúru né þá að hlutverk hennar og hlutskipti sé réttlætt til að bæta upp fyrir hatrið sem persónan hefur fengið að kenna á gegnum tíðina, heldur er hún ein­ faldlega – þótt varla hafi það verið einfalt – trúverðug, glæsileg og flókin persóna sem hvorki gerir rétt né rangt. Tvíhyggjan víkur fyrir raunsannri lýs­ ingu á konu sem hefur þurft að þola æði margt misgeðslegt. Persónan verður samofin fyrrnefndri greiningu Helgu Kress og niðurstaðan er áhrifa­ mikil og góð. Að sama skapi er Gunnar engin ofurhetja í túlkun Vals Freys Einars­ sonar. Hann er sannarlega mikill fyrir sér og klæddur gylltum búningi, enda gulldrengur og vonarstjarna mikil, en fyrst og fremst er hann bóndi sem er seinþreyttur til vandræða. Sam­ band hans við Njál virðist fremur ein­ hliða kynferðislegt af hálfu hins síðar­ nefnda og þær senur, fyrir utan að vera óþarfar og lítt djarfar í framsetn­ ingu, eru helst hafðar með til gam­ Arngrímur Vídalín ritstjorn@dv.is Leikhús Njála Höfundar: Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikarar: Brynhildur Guðjónsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hilmar Guðjónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þur- íður Blær Jóhannsdóttir, Björn Stefánsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir. Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Sunneva Ása Weisshappel. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson. Hljóð: Baldvin Magnússon. Dramatúrg: Uwe Gössel. Aðstoðarleikstjóri: Gunnur Martinsdóttir Schlüter. Sýningartjóri: Ingibjörg E. Bjarnadóttir. „Ég sé spennandi þjóðarrifrildi í uppsiglingu. Loksins. „Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningar. Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.