Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Síða 2
PILSAÞYTUR
10 ára afnueli Kvennalistans
Kvennalistinn átti sér langan aðdraganda - í eldhúskrókum, kaffistofum, kvenna-
hópum hér og þar, meðal Rauðsokka og víðar. Umræðan snerist um viðhorf; ráð-
andi viðhorf og þeirra eigin, viðhorf kvenna. Þar var langur vegur á milli og niður-
staðan var jafnan einróma; misréttið, áhrifa- og valdaleysi kvenna blasti alls staðar
við. Þær létu í sér heyra og kröfðust betrumbóta en þeir sem kallað var til lögðu
ekki við hlustir. Tími stærri aðgerða var runninn upp, konur skyldu inn á áhrifasvið
íslenskra stjórnmála að sækja réttindi sín. Ekki hafði leiðin verið greið í gegnum
gamla flokkakerfið. Arið 1982 lögðu konur á ráðin um sérstök kvennaframboð til
bæjar- og sveitarstjórna og ári síðar buðu þær fram til Alþingis í nafni Samtaka um
kvennalista. Þær skóku gömlu gildiskerfm og hristu upp í hugum fólks. Margir
hváðu - hvað vilja þær upp á dekk? Aðrir hæddust og sumir hræddust, tóku að ótt-
ast um sinn hlut og flokksins. En margar, og margir, voru sama sinnis.
Hugsjónabálið logaði glatt í meyjarskemmu framboðanna. Og kannski örlaði
dulítið á þeim þætti íslensku þjóðarsálarinnar sem skýtur svo oft upp á yfirborðið
þegar ágóði er í augsýn; kappi gullgrafarans. Svo sannarlega sáu konur að af þessu
framtaki hlytist gróði. Ekki bara fyrir þessar konur, og ekki bara fyrir allar konur -
ungar, gamlar, sprækar, þreyttar, einstæðar, giftar, ríkar og fátækar, barnmargar og
barnlausar — heldur fyrir alla, konur, börn og karla. Við myndum öll fá eitthvað fyr-
ir okkar snúð fengju viðhorf og gildismat kvenna sanngjarnt vægi. Hvernig mátti
það líka vera að helmingur þjóðarinnar væri utangarðs í ráðagerðum sem snertu líf
okkar allra?
Og nú eru liðin 10 ár . . . Sérstakt framboð kvenna var alltaf hugsað sem tíma-
bundin aðgerð. Sennilega munu fáar hreyfingar í stjórnmálum hafa haff það að
markmiði að gera sig óþarfar með tímanum - þegar stefnumálin væru komin í rétt-
an farveg. Eigum við að fagna afmælinu eða harma það að Kvennalistans skuli
ennþá vera þörf, nú sem aldrei fyrr í þeirri jafnaðarstefnu niðurskurðar sem bitnar
harðast á konum? Víst er að konur og sjónarmið þeirra eru sýnilegri í allri umræðu
og það heyrist enn og aftur að jafnrétti kynjanna sé nú náð á flestum sviðum, kon-
um séu allir vegir færir. Eru kvennaframboð þá ekki úrelt? — Það nægir að líta á
raunveruleikann í öllum sínum fjölbreytileika. Hvað með konur sem vilja komast
til áhrifa í öðrum stjórnmálahreyfingum! Hafa þær komist til raunverulegra áhrifa?
Skoðum launamisrétti kynjanna, annríki Kvennaathvarfsins og Stígamóta, skort á
dagvistun fyrir börn, aðgerðir í atvinnumálum þar sem gengið er framhjá konum.
Það mætti lengi telja. Töluvert langt er í land en það hefúr einnig margt áunnist.
Þegar Kvennalistinn kom fram á sjónarsviðið
þótti ekld ástæða til að ræða þessa málaflokka af
alvöru á vettvangi þjóðmálanna og var talið
koma pólitík lítið við.
Nýafstaðinn landsfundur Kvennalistans ein-
kenndist af krafti, óvæginni kröfugerð og gagn-
rýni á núverandi stjórnarstefnu og aðstandendur
láglaunastefnunnar. Stefnumál og áherslur
Kvennalistans eru jafngild og fyrr en það þarf
stöðugt að hamra járnið. Kvennalistinn er máls-
vari og valkostur þess vaxandi fjölda kvenna og
karla sem sjá ágóðann af því að gefa jafnræðis-
kröfunum verðskuldað vægi.
Ritstýra
• PILSAÞYTUR • Afmælisblað Kvennaiistans, 1. tbl„ 2. árg.,nóv.l993, 32 bls.* *
• Útgcfandi: Saratök um kvennalista • Póstfang; Laugavegur 17, 101 Rvík*
Ritnefnd og tengiliðir:
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Rnes. • Steinunn V. Óskarsdóttir, Rvík •
Snjólaug Guömundsdóttir, Vesturl. • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Rvík ♦
Kristín Astgeirsdóttir, Rvík • Kristín A. Árnadóttir, Rvík • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Rvík • Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Austurl. • Hólmfríður Garðarsdóttir, Rvt'k •
Gunnhildur Bragadóttir, Norðurl. eystra • Guðrún Erla Geirsdóttir, Rvík •
Eyrún Ingadóttir, Suðurl. • Danfríður Skarphéðinsdóttir, Vesturl. •
Ágústa Gísladóttir, Vestf. ♦ Anna Jóna Guðmundsdóttir, Norðurl. vestra
• Ritstýra: Nína Helgadóttir (ábm.) •
Vinna við forsíðu: Vaia Óia • Auglýsingar: Áslaug Nielsen •
Útlit og umbrot: Margrét E. Laxness • Eilmuvinnsia og prentun: ODDI HF •
•Pilsaþytur cr gefinn út í 90 þúsund eintökum og dreift inn á öll heimili í landinu •
B andsfundur Jí vennalistans
haldinn að Löngumýri í Skagafirði, 5.-7. nóv. 1993
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN LANDSFUNDAR
77ylgi Kvennalistans sýnir að fjöldi fólks vill hafa aðra forgangsröð verkefna en tíðkast hefur
í íslenskum stjórnmálum - forgangsröð þar sem bættur hagur kvenna, barna og fjölskyldna
er í fyrirrúmi. Það er kominn tími til að konur stjórni landinu.
Tlonur standa enn frammi fyrir þeirri óþolandi staðreynd að laun þeirra eru ekki nema
60% af launum karla. Konur verða að standa þéttsaman um leiðréttingu kjara sinna.
J7ívennalistinn mótmælir stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem kemur sérstaklega hart
niður á konum og er þ.a.l. slæm fyrir þjóðina í heild.
7(,vennalistinn mótmælir niðurskurði í velferðarkerfinu sem bitnar verst á heimilunum.
Sparnaðartilraunir í heilbrigðiskerfinu bera vott um stefnuleysi og hringlandahátt. Kvenna-
listakonur vilja auka fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðiskerfmu sem leiða til sparnaðar þeg-
ar til lengri tíma er litið.
ZA'lferð okkar í framtíðinni mun byggjast á góðri menntun þjóðarinnar. Kvennalistinn
varar við niðurskurði í grunnskólum og mótmælir skólagjöldum og hertum úthlutunarregl-
um LÍN.
J7ívennalistinn hvetur til frekari uppbyggingar í menntun og rannsóknum. Eigi íslensk
þjóð að komast af í umbrotum nýrra tíma er menntun lykilatriði.
Tftvinnuleysi er staðreynd í íslensku þjóðfélagi sem stjórnvöld verða að takast á við.
Kvennalistinn bendir á að einu marktæku viðbrögðin gegn atvinnuleysi hafa komið frá kon-
um. Þær hafa brugðist við af krafti, ekki síst á landsbyggðinni, og komið fram með nýjar
hugmyndir í atvinnusköpun. Kvennalistinn vill að frumkvæði kvenna verði virt og þær hafi
greiðari aðgang að ráðgjöf og fjármagni. Lánastofnun þar sem konur hafi forgang myndi
breyta stöðunni. Kvennalistinn minnir á að kaupi fólk íslenskar vörur eflist atvinnan í land-
inu.
J7f vennalistinn bendir á að við stefnumörkun í undirstöðu-atvinnugreinunum, sjávarút-
vegi og landbúnaði, hefur hvorki verið tekið mið af umhverfisvernd, þjóðarhagsmunum né
hag heimila. Miðstýring, ofstýring og vingulsháttur stjórnvalda um árabil hafa valdið mikl-
um óskunda.
7(vennalistinn mótmælir því hvernig grafið hefur verið undan sjálfsvirðingu vinnandi
fólks, ekki síst í landbúnaði. Kvennalistinn bendir á að þeir sem taka ákvarðanirnar eru ekki
í tengslum við fólkið.
7fvennalistinn krefst þess að rekin verði raunhæf fjölskyldustefna. Kvennalistinn vill að
vinnuvikan verði stytt án kjaraskerðingar og dagvinnulaun dugi til framfærslu. í dlefni af ári
fjöiskyldunnar árið 1994 beinir Kvennalistinn þeim tilmælum til sveitarstjórna að gera góð-
an aðbúnað barna að forgangsverkefni.
Tfvenlegra sjónarmiða gætir allt of lítið í íslensku stjómkerfi. Á miklu breytingaskeiði
íslensks þjóðfélags verður að gæta þess tryggilega að áfangasigrar í réttindabaráttu kvenna
glatist ekki og velferðarkerfið bíði ekki skaða. Þar er konum best treystandi.
Tfvennalistinn minnir á að tímabundnir erfiðleikar í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinn-
ar þurfa ekki að vera til ills eins. Þeir kalla á endurmat, endurskipulagningu, hagræðingu,
nýtingu og nýsköpun. Við þurfum að virkja þann kraft sem í fólkinu býr. Þá getum við
vænst þess að út úr ríkjandi kreppuástandi komi heilbrigðara samfélag- reynslunni ríkara.
ÚR ÁLYKTUN LANDSFUNDAR UM ATVINNUMÁL
7í vennalistinn mótmælir þeirri tilhneigingu að konur eigi öðrum fremur að liðka til á vinnu-
markaði og draga úr vinnu utan heimilis þegar atvinna minnkar. Þá eigi þær að mæta sparnaðin-
um í opinberri þjónustu með aukinni ólaunaðri vinnu á heimilunum. Kynskiptur vinnu-
markaður getur ekki gengið án vinnu kvenna og konur eru komnar á vinnumarkaðinn til að
vera. Þær eru varanlegt vinnuafl en ekki varavinnuafl. Við þær efnahagsaðstæður sem nú ríkja í
þjóðfélaginu mega konur ekki láta sjálfskipaða vörslumenn sektarkenndar kvenna segja sér hvað
er þeim og börnum þeirra fyrir bestu. Konur verða að gæta réttar síns.
T'.vennalistakonur vilja standa vörð um verkalýðshreyfinguna og félagslega ávinninga henn-
ar en hljóta um leið að vara alvarlega við því skeytingarleysi sem þar ríkir um hagsmunamál
kvenna. Verkalýðshreyfmgin er að falla á tíma og því er brýnt að hún taki starfshætti sína og
stefnumörkun til alvarlegrar endurskoðunar.
Thi árinu 1988 hefur kaupmáttur rýrnað um 20% og stórir hópar fólks hafa laun sem ekki
hrökkva fyrir brýnustu nauðsynjum. Kvennalistinn mótmælir slíku siðleysi sem viðgengst með
blessun ríkisvalds og samtaka atvinnurekenda. Það jaðrar við þrælahald að nýta alla orku fólks og
greiða því laun sem ekki er hægt að lifa af.