Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 3
LÍKARA
Þann 13. mars sl. hélt Kvennalistinn 10 ára afmali sitt hátíðlegt á Hótel Borg. Raðukona kvöldsins var Magdalena Schram sem tók þátt í
Kvennaframboðinu í Reykjavík allt frá fyrstu dögum þess í nóvember 1981. Hún gekk síðan til liðs við Kvennalistann og lagði þar gjörva
hönd á flest verk allt til dauðadags þann 9. júní sl.
Það sem hér fer á eftir eru tveir kaflar úr rœðunni sem Magdalena Schram flutti kvennalistakonum og öðrum samherjum á Hótel Borg.
g var í veislu í vetur þar sem saman kom fólk á öllum aldri og þar var þó nokkur
fjöldi ungra stúlkna, ætli þær hafi ekki verið svona að nálgast tvítugsaldurinn. Þær
voru flestar dágóðar eftirlíkingar af Madonnu eða einhverju í þá áttina, á hrikalega
háum hælum, hrikalega stuttum kjólum með hrikalega flegin hálsmál. Líklega voru
þær gangandi dæmi um það sem sönnum femínistum á að mislíka mjög . . . ég hefði
átt að hugsa: Guð minn góður, það er eins og þær séu allar á tilboðsverði, skelfing er
að sjá hvernig þær gangast upp í kynveruhlutverkinu og þið vitið. En ég gerði það
ekki. Ég held ég hafi öfundað þær. Ekki fyrir það að vera svona ungar og með
framtíðina alla fyrir framan sig, heldur fyrir það hvernig þær umgengust sjálfar sig. Já,
þær voru í kynhlutverkinu svo um munaði — og nú veit ég ekki hvort hægt er að orða
þetta svona en þær voru það á sínum eigin forsendum. Þær voru ekki að bjóða upp á
neitt nema kannski: Hér kem ég, gættu þín!
Hvers vegna fór ég að segja frá þessu? Jú, vegna þessarar tilhneigingar kvenna til að
segja „fyrirgefðu“. Þessar stelpur hefðu ekki farið í köku ef einhver hefði sagt við
þær: Mikið rosalega eruð þið æðislegar. Þær hefði bara sagt: Já, finnst þéi
það ekki, og haldið áfram að dansa - hver við aðra ef því var að skipta.
Það, útaf fyrir sig, var óhugsandi í eina tíð.
Ég held ekki að þessi sjálfstreystandi framkoma stelpnanna sé
eitthvað sem við getum afskrifað sem ungæðishátt. Ég held það
hafi átt sér stað raunveruleg breyting síðustu 10-15 árin.
Þessar stelpur taka sem gefinn hlut réttindi sín án þess að
vita að formæður þeirra gengu af sér skóna til að öðlast þau.
Þær hafa alist upp við allt annars konar kvenímyndir en áður
þekktust og það hvarflar ekki annað að þeim en að þeirra sé
ríkið. Þessar stelpur voru innan við tíu ára þegar
Kvennalistinn var stofnaður, þær líta eflaust á hann sem sjálf-
sagðan hluta af kerfinu og e.t.v. heyri kvennabarátta sögunni
til. Þessar stelpur eiga eftir að reka sig á veggi en þeir verða
lægri en þeir sem við stóðum frammi fyrir, þeirra slóð verður
greiðfærari en okkar. Konur hafa verið að troða þessa slóð í
meira en hundrað ár og hún fer að líkjast meira götu en
troðningi.
Þessar stelpur eiga eftir að bregðast enn harkalegar við en við
gerðum þegar þær uppgötva að réttindin eru ekki sjálfgefin heldur
fjöregg sem alltaf þarf að standa vörð um. Þær munu verða enn reiðari en
við nokkru sinni vorum. Vegna þess að þær eiga ekki von á öðru en að geta
haldið áfram að finnast þær æðislegar og segja bara takk fyrir þegar þeim er sagt það.
Þetta er breyting og ég hika ekki við að fullyrða að hún er okkur að þakka. Okkur
konum sem höfum á einn eða annan hátt risið upp, mótmælt því hlutskipti sem
konum er ætlað, og gert kröfur. Við skulum ekki vera ragar við að þekkja okkar eigin
hlut í þeim breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Oft var þörf, en nú er
nauðsyn að láta af lítillætinu og fara að setja sig á háan hest í staðinn.
Það er nauðsynlegt núna þegar á því er hamrað slitendalaust að kvennabarátta hafi
gengið sér til húðar, að hún hafi gert meira ógagn en gagn, að hún sé leiðinleg og
púkó. Núna þegar gömlu kvenhutverkunum er hampað hærra en nokkru sinni,
móðurhlutverkinu, eiginkonunni, kynverunni, augnayndinu. Konum er att hverri
gegn annarri hvenær sem færi gefst, gömlu klisjurnar sem við reyndum að kveða
niður, að konum séu konum verstar, að köld séu kvennaráð. Til þeirra er gripið og
þeim núið um nasir okkur með öllum tiltækum brögðum. Þetta eru merki bakslags,
víst er það, en gætum okkar á því á láta umtalið um bakslagið draga úr okkur kjarkinn
og fúllkomna þar með bakslagið. Og gleymum því ekki að það er okkar að spyrna við
fótum.
Einmitt á slíkum tímum, sem fyrir enga tilviljun eru samferða atvinnuleysi og
kreppu, er okkur nauðsynlegt að líta yfir farinn veg, ekki til þess að hlæja að
hrakfallasögunum heldur til að minna okkur á hvernig ástandið var þegar við lögðum af
stað. Mátum daginn í dag við dagana áður en baráttan byrjaði. Hvemig var umhorfs
þegar Rauðsokkarnir lögðu upp fyrir rúmum 20 árum, hvernig var ástandið þegar
Kvennaframboð og Kvennalistinn voru stofnuð?
Að okkur hafi tekist að breyta á við um fleira en innihald umræðunnar. Það á líka við
um þátttakendur umræðunnar. Umræðuþættir í útvarpi og sjónvarpi eru núna
óhugsandi án a.m.k. einnar konu og ef undantekning er þar á þykir gagnrýni eðlileg.
Þannig var það ekki í eina tíð. Þó svo að íslenskir fjölmiðlar standi sig ekki nálægt því
nógu vel hvað t.d. þetta varðar, hefúr samt orðið stórkostleg breyting. Konur eru miklu
sýnilegri núna en fyrir 10 árum, sýnilegri held ég en óþolinmæði okkar vill viðurkenna.
Auðvitað finnst manni oft að sumar konur nýti sér ekki aðstöðu sína til að leggja
málefnum kvenna sérstakt lið. En þrátt fyrir það megum við ekki vanmeta
hlut allra þessara kvenna sem hafa komið sér þangað sem hljóðnemarnir
og myndavélarnar eru. Við verðum að vera trúar þeirri hugmynd,
þeirri hugsjón okkar, að hver kona eigi að njóta þess frelsis að velja
sér sína eigin leið. Því það eru ekki hlutverkin sjálf sem við
höfnum, það er hitt, að hlutverkunum sé þröngvað upp á konur,
sem við höfnum. Það eitt, að konur skuli yfirhöfúð vera að velja
sér leiðir, er framför og fagnaðarefni. Við getum óskað okkur til
hamingju með það.
Með okkur á ég ekki við Kvennalistann einan og sér, þó
svo ég þori reyndar að fúllyrða að án hans hefðu skref síðustu
10 ára verið smærri og veigaminni. Með okkur á ég við allar
konur, alveg frá því Bríet hóf upp raust sína, konur sem létu
sér ekki nægja að hvísla umkvörtunarefnunum og kröfunum og
reiðinni í eyru vinkonunnar yfir morgunkaffinu, heldur báru
kröfúrnar á torg og hrópuðu hátt og snjallt þangað til eitthvað
varð undan að láta.
Ég talaði áðan um þessa tilhneigingu kvenna til að gera lítið úr
sjálfúm sér, þessa áráttu að taka meira mark á öðrum en sjálfúm sér.
Mig grunar að þessi tilhneiging sé, ásamt með karlveldinu, stór þránd-
ur í götunni til draumalandsins. Kannski er hún dyggasta þjónustustúlka
karlveldisins. Ég sé ekki betur en það sé þegar konur fara að hlusta grannt
eftir sinni innri rödd og hlýða henni öðrum fremur sem kvennabarátta rís hæst og
afrekar mest. Það er þá sem nýjar hugmyndir kvikna og gera byltingar. Það er þá, held
ég, sem markmiðin eru sýnilegust. Formæður okkar börðust fyrir og öðluðust grundval-
larréttindi. Sú barátta og þeir sigrar urðu til vegna þess að þær hlustuðu betur eftir eigin
vilja, lögðu sjálfar á sig mat og skelltu skollaeyrum við dómum heimsins, þ.e. karlanna.
Það leið langur tími þangað til konur fúndu kjarkinn til að gera einmitt þetta aftur,
hlusta á sinn innri mann, — næsta uppsveifla kom með Rauðsokkahreyfingunni. Það var
ekki alveg eins löng bið eftir þar næstu uppsveiflu, sem fólst í sérframboðunum ”82 og
”83. Kynslóðabilið minnkar, það er skemmra á milli öldutoppanna, öldudalirnir eru
grynnri og svona skal þetta halda áfram þangað til þessi barátta verður ein samfelld alda
sem skilar okkur heilum á land. Um það er ég sannfærð og þess vegna hlakka ég til
næstu tíu ára. Ef þau færa okkur jafnmikið og þessi sem nú eru að líða, þá þurfúm við
engu að kvíða.
Ljósm. Anna Fjóla Gísladóttir